4.1.2011 | 19:50
Ekkert smámál ef kveikt hefur verið í.
Ég heyrði í útvarpsfréttum að lögreglan á Akureyri útilokaði ekki að kveikt hefði verið í húsinu við Eiðsvallagötu sem brann um daginn.
Rannsókn benti til að mesti eldurinn hefði verið undir glugga í kjallara sem var opinn að hluta.
Þegar maður heyrir svona og með fylgir að eldurinn kom upp á þeim eina tíma ársins þegar fólk hefur nýlega lagst í djúpan svefn eftir að hafa vakað fram eftir á gamlárskvöld og nýjársnótt liggur næst við að álykta að hugsanlegur brennuvargur hafi vísvitandi kveikt í þegar mest hætta var á því að fólk færist í eldinum.
Hin skýringin á því ef þarna hefur verið kveikt í einmitt af þessum sökum, kann að liggja í því að brennuvargurinn hafi valið sér þennan tíma til þess að sem mestar líkur yrðu á því að enginn yrði hans var.
Það skiptir ekki höfuðmáli heldur hitt að þetta mál verði upplýst, því að hrollur fer um mann við að heyra svona tíðindi.
Við hefðum ekki vaknað sjálf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ljóst að kveikt var í húsinu við Eiðsvallagötu
Þorsteinn Briem, 5.1.2011 kl. 07:37
Þetta er ekkert annað en manndrápstilraun í fleirtölu, og svo skemmdarverk. Gerandinn ætti að eiga yfir sér verulega þunga refsingu, og næst vonandi.
Jón Logi (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.