Hann er enn ekki farinn alveg, sá "forni fjandi".

Mikið hefur verið rætt um það undanfarin ár að siglingarleiðir muni opnast fyrir norðan Ameríku og Asíu þegar hlýnun loftslags á jörðinni valdi því að hafís minnki á þessum leiðum.

En ævinlega verður að gæta þess að svonefndar náttúrulegar sveiflur, sem frá fornu hafa oft verið taldar vera sjö ár í senn, halda áfram að setja strik í svona reikninga. 

Afbrigði og sveiflur má ekki afskrifa, ekki heldur að afskrifa landsins forna fjanda", hafísinn. 

Þetta hafa íbúar norðanverðrar Evrópu orðið að þola að undanförnu á sama tíma og óvenjulega hlýtt hefur löngum verið á sunnanverðum Labradorskaga og suðvestanverðu Grænlandi. 


mbl.is 500 manns fastir í ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband