6.1.2011 | 20:52
Margrét Erla á pari með Klovn!
Var að horfa á Margréti Erlu Maack brillera í viðtali í Kastljósi við "Klovn" félagana, Casper og Frank.
Þetta var svo dásamlega eðlilegt og vel af hendi leyst hjá henni að unun var á að horfa.
Það er sjaldgæft að sjá svo vel útfært viðtal af þessu tagi af hálfu Íslendings þegar útlendingar eiga í hlut.
Það getur verið mun erfiðara að taka viðtal við snjalla grínara en flesta aðra, ekki síst á erlendu máli.
Margrét Erla fór alveg hárrétta leið þegar hún ákvað að láta ekki setja þýðingartexta neðanmáls heldur gerði viðtalið að þríleik þar sem þriðji / fjórði aðilinn sem hún talaði við í leiðinni voru íslenskir sjónvarpsáhorfendur þegar hún var að þýða orð Dananna jafnóðum fyrir okkur, sem horfðum á þetta heima.
Ég segi fyrir mig: Til hamingju, Margrét Erla! Bravó!
Frank og Casper á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú og Björk verðið að gefa út þennan flutning á laginu 3hjól undir bílnum. Snild
albert (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 21:25
Þú varst nú svo sem ekkert til skammar heldur. Aldeilis frábært framtak þarna á ferðinni, með kærri þökk til allra aðstandenda.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.1.2011 kl. 21:25
Tek undir með þér
Sigurður Þorsteinsson, 7.1.2011 kl. 06:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.