7.1.2011 | 10:50
Hvað um fiskflutninga?
Samkeppni er driffjöður betri hagkvæmni og þar af leiðandi betri lífskjara. Hún á að tryggja að vörur séu ávallt framleiddar á þeim stað þar sem það kemur best út fyrir heildina.
Heilbrigð samkeppni á jafnréttisgrundvelli er til bóta en einokun og fákeppni til ills.
En stundum snýst þetta lögmál upp í andhverfu sína þegar óprúttnir aðilar nýta sér veikleika þess.
Stundum er um að ræða heilu heimsálfurnar og má þar nefna það stórkostlega ranglæti að vestrænar þjóðir knýja fram sem minnstar skorður við frjálsu flæði fjármagns og verslunar en halda á hinn bóginn uppi miklum höftum varðandi landbúnaðarvörur sem skaðar svo mikið landbúnað í suðrænum löndum, að nemur margfaldri þróunaraðstoð við þau ríki.
Þau fá ekki að njóta hagstæðara lofslags og aðstæðna til landbúnaðar.
Íslendingar gengu fyrir 15 árum með betlistaf fyrir erlend stóriðjufyrirtæki með því að senda þeim bækling þar sem þeim var lofað "lægsta orkuverði" og "sveigjanleika við mat á umhverfisáhrifum" ef þau reistu álver hér á landi.
Með þessu ákváðum við að bjóða niður orkuverð á heimsvísu svo mjög að meira að segja fátækustu þjóðir heims, sem ætti orkulindir, gætu ekki keppt við okkur.
Þegar seljandinn er búinn að gefa upp þessa hugsun sína þarf engan að undra þótt kaupandinn gangi á lagið og noti bláfátæka útlendinga til þess að bjóða niður hráefnisflutninga og vinnu við virkjanaframkvæmdir.
Þegar framkvæmdir hófust við Kárahnjúka var sagt að 80% vinnuaflsins yrðu Íslendingar en 20% útlendingar. Þetta varð auðvitað öfugt, 80% útlendingar og 20% Íslendingar.
Til þess að útvega erlent hráefni flytja álrisarnir það yfir þveran hnöttinn hingað og í fróðlegri grein í Fréttablaðinu nýlega var því lýst hverning staðið er að stórfelldri eyðileggingu lands og arðráni í þeim löndum þar sem hráefnið fæst.
Samanburðurinn við íslenskan sjávarútveg er sláandi. Eða hvað myndi vera sagt ef erlendir auðmenn ættu öll fiskvinnslufyrirtæki landins og notuðu sér bág kjör útlendinga til þess að láta þá vera á fiskiskipum okkar og sjá um flutninga á fiski til viðskiptalanda okkar?
Semji við íslensk félög um álflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar er þetta ekki sem er að ske. Kínamenn eru komnir inn á fiskvinnslufyrirtækin og það er verið að selja icelandic og hver veit nema Kanadamenn aftur High liner foods sem hnjóta hnossið en þeir eru staðsettir í Novascociu og NF ásamt útibúum hér og þar en ég sé ekki pening á bak við þau og óvíst nema íslendingar séu að troða sér inn þar sem lokað holding kompaní eina og Sitka Foundation sem á Magma. Það veit engin hverjir eiga Sitka foundation sem er á bak við Ross beaty.
Valdimar Samúelsson, 7.1.2011 kl. 11:36
Það eru nú tvær hliðar á þessu dæmi með matvælin.
Það hefur þá hlið sem mikið er nefnd, að t.d. einhver grey Afríkuríki geti ekki hagnast á útflutningi þeirra ódýru (lesist "ódýru") matvöru vegna þess hvað Vesturlandabúar verji sína skák vendilega.
Hin hliðin er sú, að þessi þrýstingur kemur m.a. frá stórum viðskiptabatteríum sem eiga þessarar varnar óhægt um vik með það að ná sér þarna í feitan bita, - matvörur á lágprís vegna arðráns, þrælahalds etc. Og að auki eiga þessar þjóðir varla í sig að éta svo nógu nemi.
Ódýr matur fluttur inn frá sveltandi álfum, hva? Og er nú ekki eins og ekkert sé flutt.
Erlend korporöt sem eiga milljónir ferkílómetra af t.d. bestu ræktarlöndum í Afríku, eiga yfirstjórnina, eiga vöruna, eiga aðföngin og höndlunina með þau, - þau skilja ekkert eftir annað en þau þurfa og hafa ódýrast.
Íslendingar flytja ekki út ál, - selja bara orku á tombólu, og fá svolítið af launalið inn og þartengdum gjöldum.
Spánartogari með tælenska áhöfn, búinn að kaupa kvóta af Íslendingum, landar í Evrópu, - hann skilar engu. Fiskurinn gæti alveg eins aldrei hafa verið til.
Brasilískt skóglendi sem keypt er á tombólu af einhverju pappírs-corporati, er hoggið og brúkað, jafnað, ræktað kaffi í 4 ár af eftirlifandi jarðvegsnæringu, síðan beitt og selt aftur sem mólendi/snauðlendi, - lítill peningur til þjóðarinnar þar nema "negrakaup".
Ég sé því ekki að valdið sé skaða á þeirra landbúnaðarframleiðslu, - það er bara ákveðin íhaldssemi og svo sjónarmiðið um fæðuöryggi (af sárri reynslu t.d. Breta) sem heldur þessum neókólónisma frá fullnaðarsigri í þeirri grein. En....hann er að verki, - t.a.m. sver landkaup utanlands-korpórata í Rúmeníu, hvar landgæði eru mjög mikil og vinnuafl ódýrt, spilling passleg, og gæðastaðlar í lágmarki.
Allt er á sömu bókina lært. Get the money and run.
Jón Logi (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 11:55
Alveg rétt hjá þér Ómar, ég held að fólk hér á Íslandi og reyndar í Evrópu geri sér ekki grein fyrir því hvað efnahagslíf Evrópu er orðið viðkvæmt með allri þeirri framleiðslu sem er hent land úr landi, heimsálfu úr heimsálfu, til þess eins að mergsjúga þær þjóðir sem eru tilbúnar að leggjast á hnén og þóknast fjölþjóðlegum fyrirtækjum.
Hvernig þau fyrirtæki haga sér eru menn fljótir að gleyma, þau hafa mörg hver stutt glæpsamlegar ríkisstjórnir og fyrir það eitt ætti að láta þau róa.
Í dag þyikir gott að sleikja sig upp við Kínverja, ég get ekki séð mun á Kína og 3ja ríkinu.
Guðmundur Guðbjarnarson, 7.1.2011 kl. 14:30
Enn og aftur kemur "Kárahnjúkaþráhyggjan" fram hjá þér, Ómar.
Ég hef kynnt mér ágætlega hvernig Alcoa stendur að málum varðandi álverksmiðjur sínar og báxítnám. Það er í hróplegu ósamræmi við bullið í umhverfissamtökum, en þau eru dugleg að bera út lygina. Ástæðan fyrir lygaáróðrinum er sú að þessi samtök "þéna" á honum.
Engum kemur reyndar á óvart að yfirlýsingar umhverfissamtaka séu ekki sannleikanum samkvæmar, en þó eru alltaf einhver slatti af einfeldningum sem trúa öllu sem nýju neti.
Varðandi hlutfall útlendinga í framkvæmdunum eystra, þá kýs Ómar að geta í engu skýringanna á því. Ómar er lúmskur áróðursmaður, en þó ekki lúmskari en svo að engum kom á óvart þegar hann "kom út úr skápnum" varðandi skoðanir sínar og hætti í framhaldinu að segja "fréttir" af umhverfismálum. Hann kastaði grímunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2011 kl. 18:22
Gunnar...andaðu djúpt. Oft hef ég staðið í rökræðum í netheimum, en þegar menn bera upp lygar í rökþrota stöðu, þá heldur með endurtekningu og öðrum sverum fullyrðingum, án þess að hafa prómóterað einn einasta fót fyrir sínu, - þá er það svo fyrir mitt leiti, að þetta er eyrnamerki á ofstæki. Ég er búinn að tuskast við nasista, byssudýrkendur, og umhverfisbullur, svo og öfgakennda trjáknúsara, og alltaf er hrópið það sama. LYGAR.
Skoðaðu textann þinn.
"BULL, ÚTBURÐUR Á LYGI, LYGAÁRÓÐUR, ÞÉNUN, EKKI SANNLEIKANUM SAMKVÆMAR, SLATTI AF EINFELDLINGUM"...þetta á við umhverfissamtök. Líklega öll eða? Gaman væri að fá heimildir sem staðfæra réttmæti slíkrar brennisteinsmessu, en grunar mig þó að þær séu annaðhvort fabúleraðar eða af vefsíðu Alcoa, og að mótívið sé aðallega sprottið af vondum degi. Viljir þú styðja þína skoðun, notaðu rök, tilvitnanir (þótt lauslegar væru) eða stífar heimildir.
Neðri parturinn af póstinum er jafn ómerkilegur. Ég býst ekki við að neinn nenni að svara honum nema kannski ég, - af kerskninni einni saman.
Jón Logi (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 23:40
Auðvitað get ég ekki alhæft um öll náttúruverndarsamtök, a.m.k. ekki um þau sem ég þekki ekki, en Náttúruverndarsamtök Austurlands og Náttúruverndarsamtök Íslands, hafa verulega laskað orðspor sín með yfirlýsingagleði og fullyrðingum um framkvæmdirnar við Kárahnjúka.
Ekki stendur steinn yfir steini í fullyrðingum þeirra, sem gjarnan voru birtar með forsíðufyrirsögnum í fjölmiðlum. Ég get komið með fjölmörg dæmi, ef þú kannast ekki við þetta, Jón Logi.
Ég viðurkenni það, að kalla fólk "einfeldninga" sem trúir öllu sem frá þessum samtökum kemur, er full harkalegt hjá mér. Auðvitað stendur þetta fólk í góðri trú um að heiðarlegt fólk sé í forsvari fyrir svo göfug málefni sem náttúruvernd er.
Og þetta með hlutfall útlendinga í virkjunarframkvæmdunum eystra:
Þegar ákvörðunin var tekin um að fara í þessar framkvæmdir laust eftir aldamótin, þá var engin þensla á vinnumarkaði. Hún byrjaði ekki að ráði fyrr en á árunum 2004-2007. Ástæðan fyrir þessari þenslu var ekki vegna framkvæmdanna eystra, eins og andstæðingarnir héldu (og halda enn) fram. Reiknað var með að vinnufúsar íslenskar hendur þæðu vinnu við þetta verkefni, en þá voru þessar hendur uppteknar við að byggja húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem síðan hafa staðið meira og minna tómar.
Það segir sig sjálft þegar samkeppni er um vinnuafl í byggingariðnaði, þá velja menn að vera nærri fjölskyldum sínum og jafnvel á töxtum sem eru mun hærri en verkalýðsfélögin höfðu samið um, frekar en að vera í hálfgerðri einangrun við erfiðar aðstæður uppi á hálendinu.
En Ómar kýs að skauta fram hjá þessari skýringu, enda hentar hún ekki málflutningi hans.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 01:29
Sennilega er réttara að tala um að þenslan hafi verið mest árin 2003-2006, einmitt á þeim tíma sem framkvæmdirnar við Kárahnjúka voru hvað mannaflsfrekastar. Mjög mikið var auglýst eftir vinnuafli á íslandi, enn menn höfðu einfaldlega takmarkaðan áhuga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.