9.1.2011 | 17:48
Braut The Washington Post lög?
Á sínum tíma var upplýsingum um innbrotið í Watergate "lekið" til blaðamanna The Washington Post.
"Lekinn" var vafalaust brot á reglum í embættismannakerfinu þar vestra og á þeim forsendum verið í lagi samkvæmt skilningi Bjarna Benediktssonar að Nixon léti gera húsleit hjá blaðamönnum Washington Post, bæði heima hjá þeim og hjá blaðinu sjálfu, og taka til sín öllu gögn sem gætu upplýst um "glæp" þeirra.
Setjum sem svo að íslenskum þingmaður hefði verið í vinfengi og átt símtöl og bréfaskipti við hina bandarísku blaðamenn.
Þá er hægt að álykta, samkvæmt skilningi Bjarna Benediktssonar, að í góðu lagi hefði verið að Bandaríkjamenn hefðu heimtað á fá til sín persónuleg gögn þessa íslenska þingmanns og handtaka hann og færa til yfirheyrslu ef hann væri í Bandaríkjunum.
Sá "leki" sem fyrstur kom á vegum Wikileaks fyrir sjónir almennings nú var kvikmynd af hrottalegri og tilefnislausri skotárás bandaríkjahers á almenna borgara í Bagdad sem kostaði saklaust fólk lífið eða særði það illa.
Bandaríkjamenn eru á höttunum eftir þeim sem "lak" á forkastanlega hátt að þeirra dómi gögnum um þennan glæp.
Svo er að heyra á Bjarna Benediktssyni að hann telji að Bandaríkjamenn eigi ekki að láta sér nægja að finna út hver "lak" og yfirheyra hann, heldur eigi þeir að fá skotleyfi á hverja þá erlenda borgara og jafnvel þingmenn sem þeim sýnist.
Þar að auki, ef marka má orð Kristins Hrafnssonar í útvarpi, muni bandarísk stjórnvöld þá fá aðgang að tölvupóstum hundruðum þúsunda manna.
Hugsanleg mistök eða vafasamar aðgerðir hér heima varðandi málarekstur á hendur fyrrverandi forsætisráðherra eru sérstakt mál, sem koma þessu máli í raun ekkert við heldur ber að rökræða það sérstaklega án þess að blanda því inn í algerlega óskylt mál.
Bandaríkjamenn beita lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vél mótuð grein Ómar með gildum rökum, tek heilshugar undir orð þín.
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:08
tek undir með Kristjáni.
Óskar Þorkelsson, 9.1.2011 kl. 18:23
Takk Ómar. Þetta er góður pistill hjá þér.
Flest verður Bjarna til ógæfu.
Jón Ragnar Björnsson, 9.1.2011 kl. 19:09
Ómar, það eru nokkrar hliðar á þessu máli, eins og svo mörgum öðrum. Ef lekinn hjá Wikileaks er brot á lögum í Bandaríkjunum, þá er ósk opinberra aðila að fá aðgang að gögnum eflaust byggð á lagalegum forsendum. Það er hins vegar stór spurning hvort það standist þarlend lög, að fá aðgang að póstum þingmanns í öðru landi, sem vill svo til að er í utanríkisnefnd.
Hin hliðin er að ef allt þetta er löglegt, hvort eyðilegt er að opinberir aðilar fái aðgang að tölvupósti einstaklinga. Ef þér finnst það ekki, þá hefur þú örugglega mótmælt því hér á blogginu þegar póstar Geirs Haarde voru skoðaðir. Þú rifjar það upp og bendir okkur á bloggfærsluna þar af lútandi.
Sigurður Þorsteinsson, 9.1.2011 kl. 19:37
Þessi skoðun á tölvupóstum Geirs H. Haarde á sínum tíma voru ekki í hámæli og ég minnist þess ekki að það hafi verið umræða um hana.
Ég man ekki einu sinni eftir því að þetta hafi verið gert og þar af leiðandi hef ég ekkert bloggað um það.
Ef eitthvað misjafnt hefur verið aðhafst um það hefði maður haldið að Geir hefði leitað réttar síns í því máli og sé þetta mál þess eðlis að það orki tvímælis er það í góðu lagi að fara í gegnum það og það lagaumhverfi sem því tengis.
Ómar Ragnarsson, 9.1.2011 kl. 19:45
Ég minnist þess hins vegar að hafa gagnrýnt það ákveðið og þegar í stað við því þegar stjórnvöld drógu lappirnar varðandi það að honum væri skipaður verjandi og
Ómar Ragnarsson, 9.1.2011 kl. 19:48
Vafningurinn er sennilega risminnsti formaður stjórnmálaflokks á Íslandi frá upphafi.
Þvílík slepja að reyna að gera flokkinn og Geir að píslarvætti í tengslum við þetta mál.
Manni verður óglatt.
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 20:10
Sjálfstæðismenn eru alltaf að toppa sig í lágkúrunni. Þarna er lagatæknirinn og spillingargosinn sem er formaður lágkúruflokksins, að ná nýjum hæðum hvað það varðar.
Guðmundur Pétursson, 9.1.2011 kl. 20:48
Fín færsla. Skil ekki afhverju fólk hlustar á þennan mann.
bobbi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:44
Meðferð hvers kyns upplýsinga, trúnaðarupplýsinga jafnt sem annarra, er sannarlega málaflokkur sem á sér ótalmargar hliðar.
Nýverið hefur umfjöllun Dagblaðsins um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen verið til umfjöllunar fyrir héraðsdómi í Reykjavík. Lögmaður íþróttamannsins segir umfjöllunina óviðeigandi enda sé þar um að ræða einkahagi hans og fjölskyldu hans. Þar á móti segir verjandi blaðsins að ekki séu gerðar athugasemdir við fréttaflutning af öðrum athöfnum hans og varða persónuleg málefni í eigi minna mæli.
Í því máli sem snertir þingmann Hreyfingarinnar virðist afstaðan til hernaðar Bandaríkjanna í Írak og Afghanistan, ráða miklu um það hvort menn telja afskipti Birgittu af brottnámi og dreifingu leynilegra skjala ámælisverða eða lofsverða.
Málið er hreint ekki klippt og skorið og þó að meðal annars sé um að ræða afhjúpun á andstyggilegu atviki, þá kemur að því fyrr eða síðar að menn koma sér í vonda stöðu. Brottnám og dreifing leynilegra gagna úr söfnum erlendra ríkja er ekki hluti af starfi fulltrúa á löggjafarsamkomu Íslendinga. Þetta er með öðrum orðum á gráu svæði.
Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þessu máli vindur fram.
Flosi Kristjánsson, 9.1.2011 kl. 21:52
Takk Ómar.
Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 22:20
Afgreiðsla Alþingis máli ráðherranna fjögurra var einhver sú aumasta í íslenskri stjórnmálasögu. Þar spilaði Samfylkingin sína symfóníu. Vantaði a.m.k. einn ráðherra í hópinn ef senda hefði átt ráðherra fyrir Landsdóm, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Samfylkingin ákvað að velja Geir Haarde, þar sem þau töldu hann orðinn nógu hressan eftir veikindin. Það að draga að Geir fengi verjanda var hluti af leiknum.
Ég man að þú mótmæltir, enda ertu ekki á þingi. Hefðir þú verið það hefðir þú verið umsvifalaust afköttaður.
Öllum þingmönnum var ljóst að farið var í tölvupósta Geirs Haarde, og af hverju mótmæltu menn ekki? Af réttlætisástæðum?
Baráttan fyrir máli Birgittu Jónsdóttur hefur ekkert með hana að gera. Hér er möguleiki á að draga athyglina frá stóru málunum og ekki síður gefa greiða sem síðan væri hægt að rukka fyrir síðar.
Sigurður Þorsteinsson, 9.1.2011 kl. 22:24
Æ Sigurður min.......
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 22:33
Er litli kommúnistasnúðurinn ekki sofnaður.
Sigurður Þorsteinsson, 9.1.2011 kl. 22:42
Ómar, ég bjóst nú við betra frá þér en þetta.
Já, blaðamenn Washington Post brutu lög í Watergate málinu, oftar en einu sinni meira að segja. Samkvæmt bandarískum lögum hefði það þess vegna verið fyllilega leyfilegt að gera húsleit hjá bæði blaðamönnunum og hjá Washington Post og leggja hald á sönnunargögn þess efnis. Hins vegar er saksóknari sjálfstætt embætti í bandarísku réttarkerfi, embætti sem getur tekið ákvörðun um að sleppa rannsókn á einu máli þegar stærri hagsmunir eru í húfi eins og var í Watergate.
Það að Bandaríkjamenn fari löglegu leiðina og fari fram á gögn þýðir ekkert að þurfi endilega að láta þá hafa þau - það gæti hreinlega verið brot í starfi ef þeir færu ekki fram á þessi gögn og létu dómara úrskurða um hvort þeir ættu rétt á þeim.
Sama hvað Íslendingar sperra sig þá stendur bandarískt réttar- og dómskerfi því íslenska langt framar hvað svona varðar, það eru ekki bara réttindi heldur líka skyldur í því og að fylgja ekki svona upplýsingaleiðum gæti beinlínis verið lögbrot.
Gulli (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 22:55
Ef mig misminnir ekki þá var Nixon að nota kostningasjóð sinn og flokksfélaga sína til að brjótast inn, njósna um og koma höggi á Demokrata. Það voru ekki aðgerðir ríkisins. Þannig að lekinn var ekki um aðgerðir stjórnvalda og stjórnvöld ekkert innvinkluð í málið, jafnvel þó einhverjir hinna seku hafi unnið hjá ríkinu. Dæmið um Washington Post á því ekki við því þar var ekki um neitt "brot á reglum í embættismannakerfinu þar vestra" að ræða.
Birgittu málið er aftur á móti rannsakað sem "brot á reglum í embættismannakerfinu þar vestra" eða eins og þeir sjá það, ólöglegar aðgerðir gegn Bandarískum stjórnvöldum sem leggja líf Bandarískra þegna í hættu. Og það eru brot sem Bandaríkjamenn taka mjög alvarlega einhverra hluta vegna.
sigkja (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 23:11
skelfing er ég feginn að búa ekki í usa...þvílíkur fasismi sem ræður ríkjum þar.
Skríll Lýðsson, 10.1.2011 kl. 00:38
Nákvæmlega Skríll Lýðsson það er sennilega sem Bjarni og hans undirgefnu flokksbræður vilja okkur íslendingum að búa við í framtíð!
Sigurður Haraldsson, 10.1.2011 kl. 02:19
Ómar,
Ég er nú bara undrandi á þessari afstöðu. Watergate var afmarkað mál og sértækt. Þetta er því á engan hátt sambærilegt. Hér var alls kyns gögnum stolið og lekið sem Wikileaks fólk hefurengar forsendur til þess að meta hvers eðlis eru.
Farið er fram á gögn samkvæmt dómsúrskurði og ber því einfaldlega að fara eftir því.
Ég veit ekki í hvaða draumaveröld þetta fólk lifir en vona að það fólk sem kosið var til setu á alþingi fari nú að sinna sínum störfum hér heima.
Gunnar Waage, 10.1.2011 kl. 12:22
Þetta er enn ein ástæðan til þess að Bjarni Ben. og fólk af hans sauðarhúsi mega aldrei komast til valda á Íslandi aftur. Fróðlegt að verða vitni að því hvar hollusta hans liggur. Ansi snautlegt hjá vafningnum.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 13:52
Georg,
Það er einfaldlega dómsúrskurður að baki þessari kröfu Bandarískra yfirvalda. Bjarni var einfaldlega að benda á það, sjálfur er ég sama sinnis
Gunnar Waage, 10.1.2011 kl. 14:20
Myndin af því þegar varnarlaust fólk er sallað niður með vélbyssuskotum úr þyrlu er nú komin á svipaðan stað í heimssögunni og myndirnar frá Víetnamstríðinu.
Í Víetnamstríðinu áttuðu hernaðaryfirvöld heimsins sig á því að upplýsingar um það sem gerðist í stríði gætu haft mikil áhrif á almenning. Bandaríkjamenn gáfust upp í þessu stríði vegna þess að almenningur vestra fékk að vita um eðli þess.
Síðan er þess gætt að ekkert "leki út" um stríðsrekstur sem herstjórum er ekki þóknanlegt.
Það er þess vegna sem lekinn, sem rekið hefur á fjörur Wikileaks er svo mikilvægur.
Stundum er vegur það þyngra að nauðsynlegar upplýsingar um það sem miður fer "leki" út en að þeim sé haldið leyndum.
Eða man nú enginn eftir "Litla Landssímamanninum" hér heima?
Ómar Ragnarsson, 10.1.2011 kl. 14:28
Ef bandarísk hernaðaryfirvöld fá heimild að skoða tölvupóst eftir óska, þá hefði það mjög slæmt fordæmi í för með sér.
Hins vegar er deginum ljósara að tölvupóstur er fremur opinn vegur fyrir njósnir og hnýsni á ýmsa vegu. Með aðgang að tölvuþjónum gefur það þeim möguleika að skoða umferðina og jafnvel einstök skeyti sem um þá fara. hins vegar sér það hver maður að mikinn tíma tekur að „fiska“ út þá sem hernaðaryfirvöldin hafa áhuga fyrir. Þó er unnt að setja einhver leitarorð.
Kostulegt dæmi um það var í framhaldsskóla einum í árdaga almennrar tölvunotkunar að til stóð að halda öllu sexy fyrir utan tölvur skólans með einhverjum „loku-loku-læs“ búnaði. Það hafði þau áhrif að bókasafnið í skólanum var útilokað frá að nota skrá Landsbókasafnsins og komast í bókaskrá bóksala. Einhvers staðar var einhver bók sem orðið „sex“ kom fyrir í titli eða lýsingu að allt var hindrað!
Þegar þetta uppgötvaðist voru auðvitað aðrar leiðir reyndar.
Auðvitað á þjóðin öll sem einn maður að standa með Birgittu gegn hnýsni bandarískra hernaðaryfirvalda enda er fordæmið skelfilegt.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2011 kl. 15:55
hvernig mundi Bjarni corleone Ben bregðast við ef Pútín krefðist upplýsinga á svipaðan hátt um íslenska stjórnmálamenn á grundvelli dóms í rússlandi ?
Óskar Þorkelsson, 10.1.2011 kl. 16:09
Ómar,
Ég var ekki að tala um árásina sem var á myndbandinu heldur sendiráðspóstana sem voru og eru önnur aðgerð. Þar er gubbað út tugþúsundum gagna sem eins og ég sagði, Wikileaks fólk hefur engar forsendur til að meta.
Ábyrgðarleysið er algjört og þrátt fyrir að einfeldingurinn Kristinn Hrafnsson vilji fullvissa okkur um að engir uppljóstrarar hafi verið settir í hættu við þetta athæfi, þá fer hann einfaldlega með rangt mál enda þyrfti hann þá að hafa lesið skjölin, það hefur hann ekki gert, hann hefur ekki eða hans fólk neinar forsendur til að meta málin sem birt hafa verið.
Það er reyndar merkilegt að sagan dæmir Watergate með öðrum hætti heldur en að málið kom fyrir á sínum tíma. Í dag þykir sjálfsagt mál að taka upp starfsmenn í hinum ýmsu stofnunum.
Víetnam stríðið er í rauninni að mjög litlu leyti sambærilegt við Íraksstríðið. Fyrir það fyrsta var stór hluti þess stríðs ekki gefin upp í fjárlögum Bandaríkjanna og kostnaði sem og umsvifum haldið leyndum.
Það er eitt að koma á framfæri upplýsingum sem hafa eitthvert gildi í afmörkuðum tilgangi, annað er að fletta ofan af þúsundum mála sem njóta og eiga að njóta trúnaðar og "friðhelgi", svo ég fái það orð lánað frá æymsum málsaðilum, einungis í þeim tilgangi að sanna sig frá einhverri tilvistarkreppu.
Gunnar Waage, 10.1.2011 kl. 16:48
Góð spurning Óskar!
Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 16:59
Er sammála því Gunnar að sendiráðspóstarnir eru ekki merkilegir og þjónar litlum tilgangi að leka þeim, bíð hinsvegar spenntari eftir næsta boðaða leka, en röðin er komin að risabönkum og auðhringjum, það mun verða afar þarfur leki og afhjúpa margt óverjandi ef að líkum lætur.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 17:04
ja sjáðu til, ef mann langar að renna fyrir silung þá er um að gera að gera það bara enda er það vel leyfilegt.
Það sem er þó bannað er að sprengja í ánni og drepa þar með allt kvikt. Síðan eru Bandaríkin NATO þjóð, hmm.
Nei í alvöru talað þá eru þetta bullukollar þetta Wikileaks lið. Um að gera að senda það til Guantanamo
Gunnar Waage, 10.1.2011 kl. 17:19
Mér finnst þeir nú bara hafa unnið nokkuð nauðsynlegt skítadjobb. Þeir hafa afhjúpað ákveðna hluti sem ekki dugar að stinga undir stól. En það sem gleymist er að samsæriskenningarnar um miklu stærri og viðameiri hluti hafa ekki fengið neinn byr.
Og svo er ég viss um að það er tilhlökkun hjá öllum hérna um leka á risabanka og auðhringi sem boðaður er. Skora á einhvern að gefa sig fram og segja "EKKI ÉG".
Ætli útrásarvíkingarnir okkar eigi eftir að eiga þarna línur sem finnast í "search"....?
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 20:06
Nei engin sérstök tilhlökkun hjá mér enda engin skemmtun á ferðinni. Aðalatriðið er að þær upplýsingar sem eiga erindi komist til skila en það skiptir einnig máli að farið sé rétt með upplýsingar er varða fjöldann allann af saklausu fólki.
Þar eru Wikileaks að klikka big time enda birta þeir bara allt sem þeir komast í, bara svo lengi sem það er stolið sýnist mér eða merkt trúnaðarmál. Ég held að fólk sé að bjóða upp á mjög hættulega þróun.
Við lifum á upplýsinga og tækniöld og upplýsingar eru eitt alöflugasta vopn sem þú getur komist yfir. Þeim má beita eins og hverju öðru vopni, til góðs eða til ills. Wikileaks þjóna bara báðum herrum í því sambandi og höfðar aðferðafræðin ekki til mín.
Gunnar Waage, 12.1.2011 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.