Júdas er enn hér.

"Stalín er ennþá hér" eða "Stalín er ekki hér", eftir atvikum, heyrðist sagt sagt á sinni tíð eftir að sá gamli hafið kvatt og skildi eftir sig arfleifð sem erfitt var fyrir marga að fást við.

Og líka ýmist sagt "Elvis er hér" eða "Elvis has left the building" eftir atvikum.

Sagan um Júdas er sígild, um svikarann, sem leynist í innsta hring, og gagnnjósnarar eru og verða ævinlega til.

"Og þú líka, sonur minn, Brútus", sagði Sesar þegar fóstursonur hans sveik hann og veitti honum banasár ásamt samsærismönnunum sem myrtu hann. 

"...Júdasar líka lenda / lagsbróður sínum hjá..." orti Hallgrímur Pétursson.

Sígildur er sá hluti sögunnar um Júdas sem greinir frá því þegar hann gekk út og hengdi sig eftir að honum varð ljóst hvað hann hafði gert og gat ekki horfst í augu við það. 

Sagt er að lögreglumaðurinn, sem var undir fölsku flaggi í hópi mótmælenda við Kárahnjúka hafi nú séð að sér og gengið til liðs við þá sem honum var fyrr falið að svíkja. 

Já, sagan um svik og iðrun er sígild og mun halda áfram að gerast svo lengi sem breyskir menn lifa á jörðinni. 


mbl.is Lögreglumaður í röðum mótmælenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki soldið klént að segja Júdas hafa verið svikara?
Hvað ef meint svik hefðu ekki átt sér stað; Þá væri kristni ekki til góurinn. Þú ert kannski að meina að það séu hin raunverulegu svik :)

doctore (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 14:38

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hann segist hafa snúist á sveif með aðgerðarsinnunum. Það er ekkert skrítið að hann segi það, því geri hann það ekki, er líf hans í hættu. Hann hefur séð nóg til þessa ofbeldisskríls til þess að óttast verulega um öryggi sitt, eftir að upp um hann komst.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband