Seinheppin og ekki lukkudýr flokks síns.

Ég átti þess kost að fylgjast dálítið með Söru Palin í kosningabaráttunni vestra fyrir rúmum tveimur árum þegar ég var þar og leist satt að segja ekki á þann möguleika að hún gæti orðið forseti Bandaríkjanna ef hinn mun eldri McCaine yrði kosinn og félli frá.

Mér fannst hún koma sér í svipaða stöðu og Dan Quayle gerði hér á árum áður, en í báðum þessum tilfellum reyndust þessi varaforsetaefni ekki happafengur fyrir forsetaefni Republikana, þótt Bush eldri tækist að sigra og gera Quayle að varaforseta Bandaríkjanna í fjögur ár. 

Palin að vísu hörkuhugguleg og kraftmikil en þar með er það upp talið. 

Dan Quayle kom líka ágætlega fyrir svona við fyrstu sýn en varð síðan alvarlega á í messunni og skaut sig í fótinn í kosningabaráttunni þegar hann fór að líkja sér við Kennedy eins og frægt varð og er enn haft í minnum.

Sem betur fer kom aldrei til þess að hann yrði forseti Bandaríkjamanna og vonandi kemst Palin aldrei aftur þangað sem hún komst 2008. 

 

 


mbl.is Palin gagnrýnd fyrir þráðkross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Palin verður víst seint sökuð um að vera skarpasti hnífurinn í skúffunni.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, frekar "the fastest gun in the west".

Ómar Ragnarsson, 10.1.2011 kl. 21:54

3 identicon

......"hörkuhugguleg og kraftmikil en þar með er það upp talið". 

Það verður nú ekki einu sinni sagt um flestar konur á okkar Alþingi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 09:35

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Þetta eru heimaræktuð hryðjuverk.

Ef byssumaður hefði skotið 6 manns í Bagdad eða Deli, hefði það verið kallað hryðjuverk.

En af því að þetta gerðist í Bandaríkjunum er þetta kallað "skotæði".

Stjórnmálamenn, prestar og grasrótarhreyfingar sem hvetja til meiðinga og morða eru stór hluti af þessu vandamáli. Hryðjuverkasamtök spretta ekki upp úr eyðimörk, heldur eru þau skilgetið afsprengi síns samfélags. Í bandaríkjunum finnst öfl hægra megin á stjórnmálarófinu sem kynda undir ofbeldi.

Arnar Pálsson, 11.1.2011 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband