Nýtt og háskalegt ástand.

Nú líður varla sú helgi að ekki sé ráðist fólskilega á fólk og eru þessar árásir annars eðlis, alvarlegri og tíðari en tíðkaðist um það tusk sem stundum varð hér á árum árum eftir dansleiki.

Og hópárásir á borð við þær sem eiga sér nú stað voru nær óþekktar allt fram á síðustu ár. 

Árásirnar eru líka annars eðlis en áður að því leyti að byrjað er á því að fella fórnarlambið í jörðina og síðan eru fótaspörk látin dynja á því og fæturnir eru miklu aflmeiri og hættulegra árásarvopn en handleggir og hendur. 

Hér í áður létu menn sér nægja að takast á á nokkurs konar jafnréttisgrundvelli ef láta átti hendur skipta, og átökunum var yfirleitt lokið þegar annar aðilinn var fallinn á jörðina. 

Það hefur allt fram á síðustu ár verið álitið það lúalegasta og fyrirlitlegast sem menn geti aðhafst "að sparka í liggjandi mann." 

Nú virðist þetta breytt með skelfilegum afleiðingum og það er íhugunarefni hvert við erum komin Íslendingar, ekki aðeins á þessu sviði, heldur ýmsum öðrum. 


mbl.is Alvarleg líkamsárás í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skyldi þó aldrei vera að þessi þróun hafi fyrst komist á skrið með undirritun Schengen samkomulagsins?

Bara til umhugsunar fyrir þá sem munu sitja Stjórnlagaþing☺

Hörður

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 14:39

2 identicon

það vantar miklu meiri lögreglu, leyniþjónustu, fleiri fangelsi, harðari refsingar, og jafnvel dauðarefsingu fyrir tilraunir til manndráps. Í alvöru þjóðfélagi er lögreglan alltf sýnileg!!!Vona að stjórnlagaþingmenn hafi það hugfast!

Ómar (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 17:23

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaðan kemur þessi illska inn í höfuð fólksins? Við hugsuðum ekki svona í gamla daga. Menn voru yfirleitt friðhelgir liggjandi þó Gizur frændi léti sig hafa það að höggva Sturlu fallinn og galt þess líka margfalt síðar.

Það vantar eitthvað í uppeldið hjá okkur. Eitthvað sem ekki er kennt í hryðjuverkaskólum. 

Nú á að byggja 50 herbergja fangelsi. Ég er nýbúinn að sjá kostnaðaráætlun um 60 herbergja lúxushotel. Þar kostaði herbergið um 7 milljónir. Ætli nýja fangelsið kosti undir 20 milljónum á klefann? Af hverju skyldu fangar búa við betri kjör en öryrkjar, stundum  af völdum fanganna,  sem ekki hafa ráð á einni nótt í svona lúxus?

Halldór Jónsson, 16.1.2011 kl. 21:38

4 identicon

Gömlu dagana gefðu mér.

Vilhjálmur Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband