Stærsta vandamálið.

Fækkun nemenda í framhaldsskólum er hið versta mál. Hún þýðir einfaldlega að fólkið, sem hefur flutt úr landi er allt of margt á besta aldri, fjölskyldufólk með börn, sem mörg eru á framhaldsskólaaldri.

Þetta er birtingarmynd þess að atvinnuleysistölur hér heima sýna ekki allt, - heldur er brottflutningur fólks ein birtingarmynd þess. Atvinnulaust fólk flutti einfaldlega til útlanda til að fá vinnu. 

Á sama tíma horfum við fram á að vaxandi hlutfall þjóðarinnar eru ellilífeyrisþegar og tölur Elíasar Péturssonar í Silfri Egils voru sláandi. Núna eru það 4-5 launþegar á vinnualdri sem standa undir því að afla tekna fyrir hvern ellibelg, en ef svo heldur fram sem horfir, verða það aðeins að meðaltali 2,5-3,0 árið 2040. 

Virkjanaframkvæmdir eru ekki lausnin. Hver þeirra veitir að vísu tímabundna vinnu, en síðan verða allir atvinnulausir þegar framkvæmdum lýkur. Ef menn ætla að halda áfram á þeirri braut með sama hraða og verið hefur verður þeim öllum lokið löngu fyrir 2040 með ómældu tjóni á mesta verðmæti Íslands, sem er hin einstæða náttúra landsins. 

Þótt hér yrðu reistar álverksmiðjur sem nýttu alla fáanlega orku landsins og framleiddu alls tvöfalt meira en nú, eða 2,5-3,o milljónir tonna árlega, myndi aðeins 2% af vinnuafli landsins fá atvinnu í þeim. 

Nú verður að hætta "skómigustefnunni" og taka upp ný vinnubrögð. Sú staðreynd að einungis Norðausturland er með fjölgu fólks á landsbyggðinni er athyglisverð. 

Fyrir 20 árum var eina ráðið til að "bjarga Eyjafirði" að reisa álver utan við Akureyri.  Það kom aldrei og þá fóru menn að huga að því eina sem getur "bjargað", fjölbreyttu atvinnulífi fyrir fjölmenntað fólk. 

Fyrir þessu er reynsla í jaðarbyggðum á norðlægum slóðum í öðrum löndum, svo sem í Tromsö í Noregi og í Rjukan, þar sem einhæft atvinnulíf stóriðju fældi unga fólkið í burtu þar til menn fundu ráð til þess að útvega því fjölbreytt störf við uppbyggingu ferðaþjónustu í nærliggjandi byggðum. 


mbl.is Fækkar í framhaldsskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Offjárfesting í menntun er viðvarandi vandamál á Íslandi. 

Fyrst var fólkið menntað af landsbyggðinni til Reykjaíkur og nú hefur ekki tekið betra við; - það er verið að mennta fólkið úr landi.

Hér haldast ekki í hendur framboð menntafólks og eftirspurn.  Það sem vekur athygli er hve litlar ahyggjur ráðamenn þjóðarinnar hafa af þessu máli.  Það er til lítils að mennta fólk, ef ekki er til vinna við hæfi að loknu námi.

Ég legg því til að verulega verði dregið úr háskólanámi, á þessum niðurskurðartímim sem við lifum.  Tíminn sem gefst verði nýttur til að sameina háskóla á Íslandi í tvo, Háskóla Reykjavíkur í Reykjavík (Háskóli Íslands og Háskóla Reykjavíkur sameinaðir í einn) og Háskóla Íslands á Akureyri.  Sá síðarnefndi taki undir sinn verndarvæng allt háskólastig utan Reykjavíkur og reki háskólasetur þar sem það þykir henta.

Í þessum geira þarf að huga að því sama og í annari framleiðslu; framboð, eftirspurn og gæði verða að haldast í hendur.

Benedikt V. Warén, 21.1.2011 kl. 12:46

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Fiskveiðar eru stóryðja Íslendinga, en við erum á rangri leið í hvernig veiðarfæri

aflinn er tekinn.

Aðalsteinn Agnarsson, 21.1.2011 kl. 13:01

3 identicon

Aðalsteinn:  Þú ert væntanlega samkvæmur sjálfum þér.  Hvers vegna berstu ekki líka fyrir því að ekki verði veitt byggingarleyfi fyrir húsi nema tryggt sé að fyrir því verði grafið með páli og reku, og öll steypa keyrð í hjólbörum eftir að hún hefur verið handhrærð á palli?  Þetta er, eins og hver maður getur séð, verulega atvinnuskapandi.  Og hvað snertir handfæraveiðar mun ég styðja þig af einlægni ef bátarnir verða árabátar og landað verður með körfum.  Það er algerlega augljóst að við verðum að stíga skrefið til fulls og tryggja það að allt ómenntaða vinnuaflið sem Benedikt W. stefnir að hafi eitthvað að gera.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 17:50

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið er gott að ekki margir hlusta á Benedikt.. þvílíkur framtíðarsýnarsnillingur :)

Óskar Þorkelsson, 21.1.2011 kl. 18:21

5 identicon

Tek undir með Óskari!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 20:22

6 Smámynd: Sævar Helgason

Við erum að keyra nokkur þúsund lögfræðinga og viðskiptafræðinga um háskólakerfið á ári. Það er mikið offramboð í mjög mörgum háskólagreinum. En tækni og iðnmenntun situr á hakanum og er mikill skortur á hæfu fólki í þeim greinum - sem nú eru vaxandi eða gætu verið það. Menntakerfið okkar er of einsýnt á háskólanám-við erum komin verulega fram úr okkur þar á mörgum sviðum. SA er að kvart yfir þessu..þeir finna sárt til þessa misvægis.

Sævar Helgason, 21.1.2011 kl. 21:36

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

þorvaldur, Norðmenn nýta miðin meira en við með smábátum, það fer betur

með miðin og lífríkið, árangurinn er augljós, 700.000 tonn þorskur, milljón tonn síld,

ýsuveiðar frjálsar.

Ísland 2011, dregin veiðarfæri leyfð upp í fjöru og aflinn er eftir því,

þorskur 160.000 tonn, síld 40.000 tonn, ýsa 50.000 tonn.

það eru allir fiskistofnar að gefa Íslendingum lítið brot af eðlilegum afla!

Aðalsteinn Agnarsson, 21.1.2011 kl. 22:31

8 identicon

Fjöldi þeirra sem nema lögfræði og viðskiptafræði endurspeglar þá staðreynd, að það eru of margir í háskólanámi sem eiga þar ekkert erindi. Velja því þær námsgreinar sem gera minnstu kröfur til nemandans, einmitt lögfræði og viðskiptafræði. Rétt hjá Sævari, tækni og iðnmenntun situr á hakanum. Einnig verkmenntun. Háalvarlegt mál.

Mjög alvarlegt má

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 09:35

9 identicon

When people who are educated and unemployed move away from Iceland, for such a small population country, certainly it is not a good thing for short run or long run.

Has anyone in the congress ever thought about bringing in immigrants who have technology (education) and money ? In USA, it is called technology immigration and investment immigration, a way to harvest huge human resource and fund without price...

Should attract more idea and project in Iceland, and manufacture things in Iceland, then export to the nearby countries or the rest of the world.

Do something, and do something different and bolder.

Amy (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 10:12

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það hefur lengi verið menntahalli í skólakerfinu, verknámi í óhag, eins og Sævar bendir réttilega á.  Það breytir ekki því, að stjórnvöld hafa ekki verið nægjanlega virk að undirbyggja jarðveginn fyrir þau fyrirtæki sem nú þegar eru starfandi hvað þá að hlúa að nýrri atvinnustarfsemi.  Þá gildir einu um nýtingu náms einstaklinga, hvort heldur er úr langskólanámi eða verknámi. 

Fólk flytur úr landi núna og þar með glatast bæði þekking og reynsla sem byggð hefur verið upp. Vonandi verður ástand þetta skammvinnt. Því miður virðist lítið vera í „pípunum“ hjá ríkistjórninni, nema samdráttur og niðurskurður.  Það verður því jafnt yfir alla að ganga, - allir verða að herða sultarólina.

Þegar sverfur að, reynir órangútan að finna sér nýja grein og annað svæði til að lifa af.  Það má Óskar (#4) eiga, hann hefur tekið þennan frænda sér til fyrimyndar. 

Benedikt V. Warén, 22.1.2011 kl. 10:27

11 identicon

Hver kannast ekki við brandarann gamla um himnaríki og helvíti.

Í Himnaríki er allt í himnalagi. Þar sjá Þjóðverjar um verkfræðilega skipulagið, Svisslendingar um stundartöfluna, ástmenn & meyjar eru frá Ítalíu, Frakkar eru í matseldinni, og lögreglan er mönnuð af siðmenntuðum Bretum.

Í helvíti er allt á hvolfi. Verkfræðin er frönsk, stundartaflan ítölsk, ástmenn & meyjar eru frá Sviss, Bretar brasa matinn og löggan er þýsk.

Þetta er bara gamall brandari, en hann kennir þó þá lexíu að orðspor þjóðar límist einhvern veginn. Þýsk stálsmiðja, frönsk eldamennska, ítölsk rómantík, svissnesk úr, bresk kurteisi, á móti hinu fræga þýska stífelsi og svissnesskri formöttun, ítölsku slóri með frönskum smíðaflækjum og fóðrað á bresku eiturbrasi.

Að mínu mati er lítið fóður í þessum, og það hef ég sumpartinn af reynslu. Einhver besti matur sem ég hef borðað var í Bretlandi, besta og ljúfasta manneskja sem ég þekki er þýsk, flottasti arkítektúrinn er ítalskur, athyglisverðustu verkfræðiafrekin eru frönsk og ég parkeraði svissneska úrinu mínu gegn brúki á eigin tímaskyni, sem er varlega skilgreint sem fullkomlega óáreiðanlegt.

EN!!!!!

Það vantar viðbót á þennan gamla brandara. Viðskiptafræðingar og bankarar Íslands hafa náð svo langt, að bankastjórinn í helvíti yrði pottþétt íslenskur. Ráðgjafi hans sömuleiði, enda viðskiptalærður.

Niðurstaðan er sorgleg. Útrásar-flibba&snobbmenni með íslenskt blóð hafa afrekað það, að íslenskt próf í þeirra fræðum er rauð-svart-flekkað með meiri ófrægð en þýskar reglugerðir frá 1943 og bresk matföng tveimur árum fyrr.

Þetta stendur mér óþægilega nærri sem og öllum Íslendingum, - búandi hér og alandi upp börn. "Hvað viltu vera þegar þú ert orðin(n) stór" segir pabbinn, - og bætir við:

"ekki viðskiptafræði, hagfræði og bankastjórn. Hvernig líst þér á....uuuu....allt annað?"

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband