Gömul saga og ný.

Þegar ekið var niður Norðurárdal í Borgarfirði í dag var flatlendið í miðjum dalnum að mestu á kafi í vatni.

Ár eru allar á þessu svæði aurugar og miklu vatnsmeiri en í stórrigningum að sumri til vegna þess hve mikill snjór bráðnar nú í langt upp í fjallahlíðar og inn á heiðarnar. 

Það hefur margoft gerst á þessum tíma árs að hlýindi og mikil rigning hafa komið af stað miklum og illvígum flóðum í tveimur stærstu landbúnaðarhéruðum landsins. 

Raunar hafa fleiri mikil flóð komið víða um land þegar mikil leysing hefur verið. 

Fyrir ofan Reykjavík kom mikið flóð í Elliðaárnar og ána Bugðu fyrir ofan hana og voru gríðarlegir fossar þar sem heilt fljót féll niður Lækjarbotna, en þar er jafnan þurr farvegur mestallt árið. 

Allt fór á flot í Eyjafirði í miklum vorleysingum á síðasta áratug liðinnar aldar og af og til hafa komið í Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljót í miklum haustrigningum. 

Svona er nú einu sinni landið okkar og loftslagið hér. Í upphafi fréttamannsferilsins var hvert flóð stórverkefni í huga manns en nú eru þau svo mörg í minni, að þau hafa gerst heldur hversdagslegri en áður var. 


mbl.is Eiga von á hressilegu flóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband