Gæti hafa sprungið árið 1372.

Stjörnufræðin og alheimurinn eru heillandi viðfangsefni, raunar svo stór að þau eru á ystu mörkum mannlegs skilnings eða jafnvel ofar mannlegum skilningi.

Vegna þess að risastjarnan Betelgás er í 640 ljósára fjarlægð frá jörðu erum við að sjá hana í sjónaukum eins og hún var árið 1371. 

Hafi hún sprungið árið eftir, árið 1372, munum við ekki sjá það fyrr en á næsta ári. +

Ef hún hins vegar springur ekki fyrr en eftir milljón ár veit enginn hvernig jörðin okkar lítur út þá, hvað þá hvort eða hvaða líf verður á henni. 

Líkurnar á því að við njótum birtunnar af sprengingu hennar eru einn á móti einhverjum hundruðum þúsunda, margfalt minni líkur en eru á því að hundruð milljóna jarðarbúa muni njóta birtunnar sem verður til í ragnarökum allsherjar kjarnorkustyrjaldar. 

Þrátt fyrir alla tækni nútímans er svo margt, sem er okkur hulið.

Það að Betelgás gæti verið sprungin fyrir meira en 600 árum minnir á veturinn 1863 til 1864 þegar Íslendingar vissu í marga mánuði ekki betur en að Friðrik 7, konungur landsins, væri við bestu heilsu þótt hann hefði í raun verið dauður allan þennan tíma og nýr kóngur tekinn við. 

Kóngurinn dó í nóvember 1983, afsakið, 1863, en ekki fréttist um það til Ísland fyrr en fyrsta vorskipið kom til landsins frá Danmörku 1864. 


mbl.is Jörðin eignast nýja sól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Kóngurinn dó í nóvember 1983 en ekki fréttist um það til Ísland fyrr en fyrsta vorskipið kom til landsins frá Danmörku 1864.  

 Hvenær fengi íslendingar sína fyrstu tímavél?

Offari, 23.1.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

 Augljós innsláttarvilla átti sé stað þegar ég pikkaði þessa bloggfærslu, tölustafurinn 9 í fyrra ártalinu í stað 8 þannig að þar stóð að Friðrik 7 hefði látist í nóvember 1963. 

En eini þjóðhöfðinginn, sem ég man eftir að hafi látist í nóvember 1963 var John F. Kennedy. 

Af samhenginu sést þetta vel. 1963 var þjóðhöfðingi Íslands Ásgeir Ásgeirsson, forseti, eins og kunnugt er. 

Allt þetta tel ég að taka þurfi fram til að útskýra athugasemdina hér að ofan, því að með kærri þökk til þess, sem benti mér á þetta, mun ég nú breyta tölunni 9 í 8.

Ómar Ragnarsson, 23.1.2011 kl. 22:16

3 identicon

Samt sem áður hefur mannkyninu auðnast það að sjá sprengistjörnur.  Kannski ekki svona hressilega, en það er ein eitthvað nær.

Svo þeyta þær frá sér efni í allar áttir, - bara ekki á ljóshraða.

Þessi hérna var að poppa í fyrra:

http://en.wikipedia.org/wiki/U_Scorpii

En Betelgás er mun hressilegri. Súpernóva held ég. Eitthvað bjartari en Tommy Lee Jones

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband