Aukin framleiðsla = styttri endingartími.

"Eyðist sem af er tekið" segir máltækið. Olían er takmörkuð auðlind og því er það skammgóður vermir að auka framleiðslu á henni til að anna vaxandi eftirspurn.

Þetta er engin lausn, heldur er verið að velta vandanum yfir á næstu kynslóðir og það meira að segja fleiri kynslóðir en ella, sem þurfa að taka afleiðingunum af orkufíkn núlifandi jarðarbúa. 

Því hraðar sem gengið verður á olíuforða jarðar, því fyrr mun skella á kreppa vegna þess að dýrara verður að vinna olíuna og hún mun ganga fyrr til þurrðar. 

Þegar litið er á línurit yfir orkunotkun jarðarbúa sést að "olíuöldin" lítur út eins og spjótsoddur, línan liggur næstu lóðbeint upp á við og á eftir að falla jafn bratt niður. 

Kynslóðir framtíðarinnar eiga eftir að dæma okkar kynslóð hart fyrir skammsýnina og skammgróðafíknina og afleiðingar hennar, sem við veltum yfir á ófædda jarðarbúa. 

 


mbl.is Olíuframleiðsla hugsanlega aukin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

það má nú alveg sjá fyrir sér að draga muni úr eftirspurn eftir jardefnaeldsneyti á næstu áratugum svo hættan er vonandi ekki mikil á olíuþurrð. Hins vegar er þessi krafa um óendanlegan vöxt sem undirstöðu lífsgæða alger firra. Bara hugtakið hagvöxtur er villandi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.1.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband