Breiddin ekki notuð nógu vel.

Í upphafi HM var ég bjartsýnni en oft áður í upphafi stórmóts vegna þess að meiri breidd væri í íslenska landsliðinu en oftast áður.  Í fyrstu leikjunum lofaði þessi breidd nokkuð góðu, því að enda þótt Guðmundur notaði ekki alla leikmennina keyrðu andstæðingar okkar sumir hverjir á enn minni hópi.

En í síðustu leikjum virðist þetta enn hafa færst í gamalkunnugt far og enda þótt lykilmenn í íslenska liðinu segist ekki vera farnir að þreytast.  

Þannig hefur Sigurbergur ekkert verið notaður, skytta, sem skorar iðulega 6-10 mörk í leik.

Minna má á, að á HM 1964 var einhver besta íslenska skyttan þá, Ingólfur Óskarsson, hvíldur þar til leikið var við silfurlið Svía frá síðustu keppni. 

Er skemmst frá því að segja að Svíarnir réðu ekkert við þetta "leynivopn" og fundu ekkert ráð við stórleik hans. 

Íslendingar unnu Svía og var það lang fræknasti sigur, sem við höfðu unnið í handknattleik fram að því.

Fyrir bragðið náðum við sjötta sæti á mótinu þótt við töpuðum í næsta leik fyrir Ungverjum.


mbl.is Lélegasti hálfleikur okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband