Fólkið, sem við megum síst missa.

Fólk um þrítugt er sá aldurshópur sem við megum síst við að misssa úr landi. Þjóðfélagið er búið að leggja fé í að koma þessu fólki á legg og mennta það, en flytji það úr landi mun þessi fjárfesting skila sér inn í hin erlendu samfélög.

Fólk á þessum aldri er einnig það fólk, sem er einna vinnusamast og skilar því mestu inn í þjóðarbúið.

Hafi það eytt mörgum árum í að mennta sig, er það að byrja að vinna upp það tekjutap sem það varð fyrir á skólaárunum. 

Fyrir um 15 árum var reiknað kalt út hvað hvert mannslíf íslenskt væri mikils virði að meðaltali, til dæmis í sambandi við banaslys. 

Á núvirði er þessi upphæð líkast til um 250-300 milljónir króna.

Það þýðir að 2000 manns má virða á minnst 500 milljarða króna. Slík blóðtaka ár eftir ár er ekkert gamanmál. 


mbl.is Fleiri fluttu út en hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að fólki allmennt hætti til ofmeta mannslífið í peningum.  Það á td. ekki að lengja tíman á gönguljósinu við Snorrabrautina þar sem banaslysið varð fyrir skömmu.  Nokkurra sekúntna töf á bílaumferða þolir það ekki, mannslífið er einfaldlega billegra þegar farið er að forgangsraða.  það er því miður einungis í ræðum ráðamanna á hátíðarstundum sem mannslíf eru verðmæt

Gísli Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ef til er einhver mælikvarði á mannslíf þá er það líklega sá sem dómstólar landsins hafa komið sér upp. Þar er mannslíf og lífsgæði metin eftir möguleikum manna til launa fram eftir lífsleiðinni. Það eru gömul sannindi og ný að líf t.d. verkamanna eru lægra metin en líf flugmanna svo eitthvað sé nefnt. Til eru dómar sem sýna fram á þetta.

Spurning hvort þetta er réttlætanlegt mat en þetta er þó það sem notað er.

Meðan ástandið í samfélaginu er með þeim hætti sem nú er þá er ekki nema eðlilegt að fólk leiti burt. Stjórnmálaleiðtogar okkar virðast með öllu ófærir um að blása bjarsýni og von í brjóst landsmanna. Fólk hefur einfaldlega á tilfinningunni að ekkert sé framundan. Dapurleg en satt.

Hjalti Tómasson, 25.1.2011 kl. 11:55

3 identicon

Þetta er hárrétt Ómar og æpandi að sjá þetta með þinni framsetningu.

Ég freistast til að setja þetta í annað samhengi og smærra.
 
Benda á samsvarandi, langvarnadi blóðmissi landsbyggðarinnar suður.

Ef miðað við tölur yfir fólksfækkun á áhrifasvæði Húsavíkur frá 1998 - 2008, sem ég hef handbærar, er fækkunin er 775 svo með þínum forsendum væri tapið um 200 milljarðar!

20 milljarðar á ári!!!

Hvaða byggðarlag hefur efni á slíkri blóðtöku?

Snúum þessu við.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 12:33

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Auðvitað er 18000 manns á 2 árum mikið, en skiljanlegt í ljósi aðstæðna, svona er þetta og hefur verið í, ja leyfi mér að segja í hundruðir ára, fólk fer frá þeim stöðum sem samdráttur og erfiðleikar eru, þangað sem von um betri afkomu er að ræða.

Man eftir tímabilinu hér í Noregi c.a. 1991 til 1993 þá var mikill samdráttur í m.a. byggingariðnaði, og margir smiðir og aðrir byggingaverkamenn, sóttu til Þýskalands og annað þar sem meira var að gera, svo snerist þetta, norsku smiðirnir komu tilbaka og nú sækja þjóðverjar og aðrir (Íslendingar þar með) hingað, þetta er eiginlega bara gott mál og jafnar út áhrif samdráttar og kreppu í álfunni.

Ætla svo ekki að blanda mér í virði eins mannlífs í peningum, finnst  það ekki passa akkúrat hér, þó slíkt sé að sjálfsögu notað við mat á bótum eftir slys og álíka.

En að þetta er að meirihluta til ungt fólk, undirstrikar bara ástandið, og rétt hjá Ómari að þessi aldurshópur er gjarnan nýkomin úr kostnaðarsömu námi og vill fara að skera upp ávæninginn af því, en afhverju þessa svartsýni ?? þó þetta lýsi ástandinu, sem aftur er miður gott, þá er þetta ekki endilega svo stórt tap, margt af þessu unga fólki snýr aftur þegar ástandið fer að lagast og þá með aukið víðsýni, aukna reynslu, málakunnáttu og viðbótarnám í farteskinu, ef ekki úr hefðbundnum skóla, þá úr "skóla lífsins" og taka þetta með sér til baka til gamla landsins, sér og öðrum til gagns og gleði.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 25.1.2011 kl. 12:53

5 identicon

Snúum þessi við, segir Sigurjón Pálsson. Hjartanlega sammála.

Fólkið á landsbyggðinni skapar líka mun meiri verðmæti, en fólkið á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru of margir starfandi í stjórnsýslunni, sem skilar oft engu nema kostnaði. Einnig er allt of stór hópur í einhverjum tusku og skranbúðum, seljandi óþarfa glyngur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 12:59

6 identicon

Þetta er ekki spurning um verðmæti, hvorki á einstaklingi eða hversu mikið einstaklingurinn getur dregið inn í þjóðarbúið.

Spurningin er, hversu mikils virði Íslendingar telja land sitt og þjóð.  Þegar á bjátar, eins og hefur gert á Íslandi að undanförnu, kemur í ljós hvað í mönnum býr.  Í Íslendingum býr ekkert, nákvæmlega ekkert, annað en að geta aflað sjálfum sér farborða ... íslendingar eru eins og sauðfé.  Þar er ráðist á garðin, þar sem hann er lægstur og étið þar sem grasið er grænast ...

Hvar er hið svokalla "þjóðarsál".  Hvar er ástin fyrir þjóðinni? Hvar er baráttuviljinn? Hvar eru sannindin? Hvar er sá andi, sem maður hefur séð í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi, Kína og öðrum ríkjum ... þessi andi sem gerir það að verkum að menn rísa upp með vopn í hönd, til að berjast fyrir rétti sínum, og lands síns? Hvar er þessi andi, þegar Íslendingar eru annars vegar?

Þessi andi dó á sturlungaöld, og hefur aldrei risið upp síðan ... þjóðinni er ekkert tap af þessum einstaklingum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 13:32

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vonandi verður það tímabundið að mestu að þessi "fólksskiptajöfnuðu" er neikvæður.

Ef  hann snýst við og mikið af þessu fólki snýr aftur heim verður ávinningurinn mikill.

Ómar Ragnarsson, 25.1.2011 kl. 13:52

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Til þess að fá allt þetta fólk til baka þarf einfaldlega að bjóða betur.  Fólk er ekki nasjónalistar eins mikið nú og áður.  Þú getur ekki bara sagt "fögur er hlíðin" þegar hinn gæinn býður betri lífsgæði í formi þess að einfaldlega halda meira eftir af laununum.

Og þeir fá meira út úr kerfinu þarna.  Skóli, hvað kostar hann?  Hér er plottið að setja á skólagjöld - þeir kalla þau innritunargjöld núna.  Og þau bara hækka.  Mér skilst að Svíar bjóði þetta frítt.

Það er ekkert of mikið mál að svinga því án þess að hækka skatta.  Það er nú svo að 1/4 (varlega áætlað) eða 1/3 (kaldhæðnari áætlun) af skatttekjum ríkisins fer í innheimtu gjalda og umsýzlu fjár innan kerfisins.  Ekkert, sem sagt.

Á meðan meiriháttar fólksfækkun og efnahagslægð er skilgreind sem algjört söksess af stjórnvöldum, verður engu breytt til hins betra.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.1.2011 kl. 16:48

9 identicon

Það fólk sem er að flytja með börnin sín út margir hverjir á þessum aldri eru margir að sækja sér meiri menntun. Það er gott tækifæri meðan það eru ekki atvunnuhorfur á landinu fyrir menntað fólk eða aðra. Flestir ætla sér að koma aftur með stórar gráður sem íslenska menntakerfið hefur ekki einu sinni upp á að bjóða. Aðrir læra að hamingjan er ekki peningar og þrá að koma aftur í sitt heimaland eftir nokkurra ára dvöl en svo eru því miður ýmsir sem sjá ekkert áhugavert við það að koma aftur, sérstaklega þeir sem kynnast öðrum velferðakerfum í Skandinavíu þar sem barnafólki er hjálpað í stað þess að það sé allt tekið af því í dag. Meira segja bleiurnar á fæðingardeildinni eru ekki lengur í boði!

En í mínu umhverfi þar sem ég erlendis í mastersnámi með börn og buru þá eru margir íslendingar að afla sér þekkingar til að taka með sér heim á meðan allt er í frosti heima.

Hildur (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:00

10 identicon

Og mikið rétt, skólagjöld eru óþekkt hugtak í Svíþjóð og barnabætur eru hærri en leikskólagjöld! Freistandi?

Svo fæ ég líka fæðingarorlof hér, í landi sem ég hef ALDREI unnið í eða gert nokkuð fyrir. Fæðingarorlofssjóður hafði neitað mér algjörlega um fæðingarorlof heima. Freistandi?

Ég þarf ekki að eiga bíl. Lestin kemur mér hvert sem ég vil fara. Og manneskja með barnavagn fær frítt í stræto. Freistandi?

Og það ótrúlegt að Svíar hafa enga hugmynd um hvað þeir hafa það gott. Þeir kvarta og kveina með 30% í skatt af launum sínum. Gleymum ekki að þeir lentu í svaka kreppu fyrir ekki mörgum árum og hafa náð að vinna sig algjörlega upp úr henni.

Við íslendingar ættum alveg að geta það líka!

Hildur (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:10

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Hvar er hið svokalla "þjóðarsál".  Hvar er ástin fyrir þjóðinni? Hvar er baráttuviljinn?"

Spyr Bjarne, og flytur næstum "Kennedy" ræðu jú þetta allt er í bókunum, rómantíkinni og/eða alls annarsstaðar en í raunveruleikanum  því miður kannski, en svona er þetta samt, en gleymum ekki samstöðunni og einhugnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave í fyrra, vonandi verður hann virkjaður aftur þegar mikið liggur við.

Og Hildur ! ég held að bæði Svíar og þessvegna Norðmenn líka, viti alveg hvað þeir hafa það gott, en það er ekki bannað að kvarta yfir aumri litlutá, þó maður viti af fólki sem misst hefur báða fætur, er það ?  en auðvitað eru öfl hér sem vilja lægri skatta og minni samfélagsþjónustu, eru bara í minnihluta ,annars gott innlegg hjá þér.

Það sem ergir mann kannski mest eftir margra ára dvöl (ég bý í Noregi) erlendis, er að maður sér og veit að Íslendingar ættu að geta haft það alveg eins gott og frændþjóðirnar, ef ekki bara betur, en áherslurnar voru svo heiftarlega á rangri braut síðustu áratugina og því fór sem fór.

Takk fyrir að fá spjalla hér hjá þér Ómar :)

Kv KH

Kristján Hilmarsson, 25.1.2011 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband