Grundvallaratriði.

Það var grundvallaratriði árið 1945 þegar Bandaríkin föluðust eftir þremur svæðum fyrir herstöðvar, að samningurinn átti að vera til 99 ára. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar taldi þetta jafngilda landafsali og hafnaði þessu, jafnvel þótt herstöðvarnar hefðu fært miklar tekjur og fjármuni í þjóðarbúið.

Í staðinn létu menn sig hafa það að þreyja næstu samdráttarár með tilheyrandi vöruskorti og skömmtun. 

Samningur til 65-130 ára jafngildir landafsali og svona samningar eru hvergi gerðir í nágrannalöndum okkar. 

Ég vil hins vegar benda á að í sjávarútvegi ríkir samstaða hjá miklum meirihluta þjóðarinnar um að útlendingar fái ekki að eignast meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjunum, sem nýta sjávarauðlindina. 

Við hljótum að gera sömu kröfur til fyrirtækja, sem nýta orkuauðlindina.  Annars erum við ekki samkvæm sjálfum okkur. 


mbl.is Semja um styttri nýtingarrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband