27.1.2011 | 11:13
Óráð og óðagot frá upphafi.
Óráðið og óðagotið varðandi álverið í Helguvík er lýsandi dæmi fyrir það óráð og óðagot sem einkenndi gróðabóluna sem sprakk framan í þjóðina í Hruninu. Það átti að sigra fjármálaheiminn og gefa grónum fjármálastofnunum erlendis með aldalanga reynslu langt nef.
Það átti að gera Ísland að "Barein norðursins" í orkumálum þar sem óþrjótandi orka gerði eyjuna okkar að orkustórveldi þótt öll virkjanleg orka landsins annaði aðeins innan við 1% af orkurþörf Evrópu.
Það var ákveðið í hasti að hefja framkvæmdir í Helguvík þótt ekki væri búið að útvega orku sem dygði og ógerðir væru ýmsir samningar við alls tólf sveitarfélög sem virkjanir, vegir og háspennulínuf þurftu að vera í.
átta árum greindi talsmaður Alcoa frá því að yfirleitt tæki sjö ár að undirbúaFyrir svona verkefni og ganga frá öllum hnútum, áður en hægt væri að hefja framkvæmdir. Hér óðu menn af stað áður en sjö mánuðir voru liðnir.
Allt eins geta sum vinnslusvæðin aðeins enst í 20-30 ár í stað 50 eins og lagt var upp með. Það þýðir að allir kostnaðarútreikningar fyrir verkefnið eru kolrangir og orkuverðið allt of lágt, ef orkuseljendurnir þurfa að fara út í fleiri virkjanir út um víðan völl til þess að útvega orku áður en samningtíminn er búinn.
Ofan á þetta bættist að því var leynt þangað til talsmaður Norðuráls sjálfur upplýsti það, að álverið þyrfti að vera þrisvar sinnum stærra en sá fyrsti áfangi sem allt var miðað við til þess að fegra verkefnið.
Viðbrögð þeirra sem óðu út í þetta af fullkomnu ábyrgðarleysi eru dæmigerð: Þeir vísa allri ábyrgð á þá sem vöruðu við þessum æðibunugangi. "Þetta er VG að kenna!" "Þetta er umhverfisöfgamönnum að kenna!" hrópa þeir.
Ábyrgðarleysið og blekkingin fólst meðal annars í því að fela það hvað álverið þyrti í raun að vera stórt til þess að það gæti borið sig, eða 350 þúsund tonn. Þannig átti að lauma álversframkvæmdum af stað á fölskum og forkastanlegum forsendum.
Líkur á að álverið rísi í Helguvík minnka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Álver, Álver, Álver ... fleir Álver.
Af hverju ekki að taka málið frá annari hlið, í stað þess að einblýna alltaf á þetta eina orð "álver".
Málið snýst um orkuframleiðslu á Íslandi. Ísland á sér auðlind, sem var nýtt ... og sú auðlind heitir orka. Orkuna vildu menn selja, og það sem hefur að öllum líkindum gerst Ómar, er þetta ...
Álverin hafa borgað fyrir gerð virkjunana, en menn hafi talið það vera arðvænlegra að nota sér viðskiptasáttmála, í stað þess að fá "lán" eða "gjöf" frá bretum í sambandi við gerð byggðarlínu yfir sundið til Englands, eins og oft var rætt.
Menn hafa fallið í þá gróp, að fá skjótan pening ... þessir kónar eru ekkert einir um það að falla í þá gröf. Allt Ísland liggur í henni, og er bara aulalegt að standa í nornaveiðum til þess að geta krossfest einhvern fyrir eigin syndir.
Munið það, að það var varað við því fyrir 2000 árum að endurtaka þau afglöp.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:02
Álver kaupa meiri orku hérlendis en allir aðrir orkukaupendur samanlagðir.
Það hefur bent á það, að verðið er ekki alltof gott, söluverð með kapli er mun hagstæðara og tæknin fyrir hendi, og svo það, að ekki er það kannski allt of gott að reiða sig á bara einn kaupanda, eða sölu í eina iðn, þar sem orkuverðið ekkialltofgóða er bundið verðmætum vörunnar.
Íslendingar skuldsetja sig fyrir byggingu virkjananna og treysta á að það náist til baka á áratugum einhverjum, ef græðist á orkusölunni, sem svo er álverði háð. Álverin eru aftur byggð og fjármögnuð af erlendum aðilum, og allur virðisauki af verðmyndun lendir þeirra megin.
Ég sé engan mun á því að selja kapaleiganda orku frekar en Álveri, nema +, þar sem kapaleigandinn er í dag með hærra verð. Best væri þó ef Íslendingar ættu skottið.
Skoðið orkubloggið!
Þessi grein er t.d. mjög athyglisverð:
http://askja.blog.is/blog/askja/entry/1131931/
Jón Logi (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:14
Megi orkuauðlindin nýtast þjóðinni sem best.
Í dag er "álver" notað sem einhverskonar grýla í umræðunni um orkumál og er notað sem dulbúningur umhverfisverndarsinna í áróðri sínum um að nýta EKKI orkuna. Engu máli mun skipta, hvert orkan yrði seld; í gegnum kapal til útlanda, eða iðnað innanlands.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 14:45
Það sem vekur mesta furði í þessu dæmalausa Helguvíkurmáli - er hlutur Norðuráls. Eigandi þess er alvöru álframleiðandi. Hann þekkir því út í gegn allt ferlið sem verður að feta -áður en til samninga er gengið. Fúskið við allt málið er með eindæmum og í raun óskiljanlegt.
Sævar Helgason, 27.1.2011 kl. 15:03
Þetta álbræðsluhjal var andvana fætt. Vissir stjórnmálamenn notuðu það til að afla sér fylgis. Það átti að vera n.k. atvinnubótavinna.
Ætli önnur starfsemi hefði ekki verið öllu betri? Björk tónlistamaður hefir bent á hugmyndir tengdum grænmetisrækt. Þá mætti efla skógrækt í þeim tilgangi að bæta umhverfið og mynda betra skjól en fáir staðir á Íslandi eru jafnmiklir „rokrassar“ en Suðurnesin. Eiginlega þarf að bæta jarðveginn og koma upp einhverju skjóli t.d.úr vörubrettum og gömlum netum á jöðrum mót verstu vindáttunum meðan trjágróðurinn er að koma til.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 15:49
Vá.... grænmeti!! Afhverju hefur engum dottið það í hug? Björk er greinilega snillingur. Sendum Björg út um landsbyggðina. Ekki veitir af svona "brainstormi" til að hrista upp í dauðyflunum út á landi.
Ætli hún sé tilbúin að leggja SÍNA peninga í grænmetisbúgarð? Nei, sennilega ekki. Þá gæti verið að hún þyrfti að fara að borga til samfélagsins á Íslandi... af SÍNUM peningum. Mér skilst að hún vilji það ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 17:52
Við völd fram til vors 2007 var ríkisstjórn sem virtist traust í sessi og hafði setið í heil tólf ár.
Á hennar vegum hafði í upphafi ferils hennar verið sent út bænarbréf til stóriðjufyrirtækja víða um heim með loforði um "lægsta orkuverð" og "sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum."
Miklar framkvæmdir, svo sem virkjanaframkvæmdir, bygging nýs álvers eystra og syðra og stækkun annarra, höfðu runnið í gegn á mettíma á árum þar sem allt sem Íslendingar komu nálægt virtist bera vitni um að íslendingar væru ofurmenni á flestum sviðum eins og "íslenska efnahagsundrið", uppblástur bankakerfisins var gleggst dæmi um.
Erlendu álframleiðendunum er að vissu leyti vorkunn að trúa þessu eins og yfirgnæfandi meirihuti landsmanna trúði sjálfur.
Á Íslandi höfðu stórfyrirtækin erlendu fundið innfædda, sem voru ennþá meðfæriilegri en jafnvel hinir aumustu og fátækustu viðsemjendur í þriðja heiminum.
Ómar Ragnarsson, 27.1.2011 kl. 19:21
Lög um umhverfismat voru ekki til á Íslandi, við upphaf ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Þannig að "sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum." er greinilega hugarburður í þér, Ómar.
Lög um umhverfismat voru hins vegar sett í tíð ríkisstjórnar hans.
Kvótakerfið var hins vegar sett á í ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar (Alþýðuflokks og Alþýðubandalags) og Framsóknarflokksins.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 00:34
Það væri nú gaman að vita hvar grænmetisræktin stæði ef hún fengi sömu kjör í orkuverði og stóriðjan. Vafalaust betur en hún gerir.
En, kapalinn líst mér vel á. Bætir stöðuna gagnvart álinu, og talað er um hærra verð hvort eð er. Honum fylgja þó sárafá störf, það er aðeins galli. En.....hvað fórna má miklum peningum þeirra hluta vegna er útreiknanlegt. Og tæknilega hliðin er nú, þökk sé Norsurum, að miklu leyti þekkt.
Gaman væri að vita hvert verðið er til samveitna í Bretlandi og Þýskalandi. Því að Norðmenn eru jú með hærra verð en við.
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 08:10
Lögin um mat á umhverfisáhrifum eru hluti af EES pakkanum.
Þróaðri samfélög voru einfaldlega búin að setja í lög að framkvæmdaaðilum yrði skylt að gera grein fyrir og kynna umhverfisáhrif stórframkvæmda.
Sennilega á Jón Baldvin töluverðan þátt í því að við undirgengumst þessa lagabót með því að berja í gegn EES samninginn.
Það reyndi fyrst á þessi nýju lög í ríkisstjórn D+B þegar reynt var að þvinga Fljótsdalsvirkjun í gegn án umhverfismat.
Það má því taka fastar til orða en Ómar sem talar um að "sveigja lögin". Þarna var á ferðinni einbeittur brotavilji.
Karl Ingólfsson, 28.1.2011 kl. 11:22
Híhí Gunnar, - hjó eftir þessu með Björk:
"Ætli hún sé tilbúin að leggja SÍNA peninga í grænmetisbúgarð? Nei, sennilega ekki. Þá gæti verið að hún þyrfti að fara að borga til samfélagsins á Íslandi... af SÍNUM peningum. Mér skilst að hún vilji það ekki."
"Brainstormið" Björk, jafnaldra mín, hefur allavega það mikið í kollinum að hún er vel efnuð. Og heyrt hef ég, að hún sé þrældugleg að auki. (Reyndar finnst mér músíkin ekkert spes, en hver hefur sinn smekk).
Hún hefur líka það mikið í kollinum, að hún treysti Íslendingum, þeirra stefnu og bankasystemi ekki fyrir fé sínu.Og hún notaði þann valkost sem hún hafði.
Skynsöm stúlka hún Björk. Brainstormer ;)
Nú væri gaman ef hún væri til að leggja í eins og eitt græniðjuver, nefna sæmilega tölu og orkuverð, en setja það sem skilmála að hún borgaði ekki aur meira en stóriðjan.
Það myndi koma svipur á marga, og valda skjálfta, hehe.
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 14:35
Karl, undirbúningur fyrir framkvæmdir við Eyjabakka var vel á veg kominn og sú framkvæmd var klárlega undanþegin umhverfismati. Nú er það mál "water under the bridge"
Mér þætti gaman að sjá dæmi um "sveigjanlegt umhverfismat", eftir að Eyjabakkaverkefnið var slegið af. ... og áður en þið farið að bulla um að upphaflega Kárahnjúkaverkefnið hafi fengið falleinkunn, þá skuluð þið kynna ykkur vel breytingarnar sem gerðu það að verkum að framkvæmdin var leyfð.
Jón Logi, ef Björg er tilbúin að kaupa alltaf, allan sólarhringinn, allt árið, jafnmikið magn af rafmagni og þarf þegar orkunoþörf er mest í slíkum iðnaði, þá fengi hún sennilega rafmagnið á sama verði og stóriðjan. Raunar er verðið til garðyrkju (ylræktar) nú þegar ekki fjarri verði stóriðjunnar. Dreifingarkostnaðurinn skekkir hins vegar myndina. Þar kemur hagkvæmni stóriðjunnar mest fram. Kynntu þér framleiðslu og söluverð orkufyrirtækjanna, þá sérðu þetta svart á hvítu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 14:47
En svo er spurningin... hvað ætlar Björk að gera við grænmetið sem hún vill rækta? "Stóriðjuverð" fyrir grænmetisbúgarða á Íslandi, mun ekki leiða til þess að íslenskt grænmeti verði samkeppnishæft við ESB- niðurgreitt grænmeti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 14:51
Gunnar:
"Jón Logi, ef Björg er tilbúin að kaupa alltaf, allan sólarhringinn, allt árið, jafnmikið magn af rafmagni og þarf þegar orkunoþörf er mest í slíkum iðnaði, þá fengi hún sennilega rafmagnið á sama verði og stóriðjan. Raunar er verðið til garðyrkju (ylræktar) nú þegar ekki fjarri verði stóriðjunnar. Dreifingarkostnaðurinn skekkir hins vegar myndina. Þar kemur hagkvæmni stóriðjunnar mest fram. Kynntu þér framleiðslu og söluverð orkufyrirtækjanna, þá sérðu þetta svart á hvítu."
Svo maður taki þetta nú 'a la Jón Baldvin:
Í fyrsta lagi, steinliggur þá sú staðhæfingastarfsemi að stóriðjunni sé að þakka okkar lága orkuverð.
Í annan stað, er dreifingarkostnaðurinn rukkaður sér, og undrar það mig hversu oft það þarf að nefna. Hann skekkir ekkert myndina á grunnverðinu.
Sem þriðja atriði eru sveiflur í notkun m.a. jafnaðar út eftir hentugleikum, til þess er vatnsborðshæð breytileg, og undrar það mig að menn skuli ekki vita þetta. Svo er góður hluti ylræktanlegur afar fyrirsjáanlegur varðandi orkusveiflu.
Fjórða er sú spurning um að menni kynni sér söluverðin. Þau vilja ekki liggja um of á lausu, og eru t.d. ekki auðfundin á vef Hagstofu, nema "PAGE NOT FOUND" sé verðið.
Fimmta athugasemd tengist afskriftum, þar sem þeir sem borga hærra hafa lengi keypt orku af löngu uppborguðum aflstöðvum.
(Jón Baldvin off)
Kemur þá að ESB og þess styrkjum. Það er erfitt að keppa við þá, en þeirra eigin styrkir koma jú frá þeim sjálfum en ekki af himnum ofan. Þú ert m.ö.o. að segja að þeirra ræktun sé styrktari en okkar, og það mun laukrétt vera. Íslendingar sumir eru hins vegar haldnir þeirri firru, að ESB hafi fé frá guði, og ef við göngum inn um þeirra stjörnprýdda hlið falli styrkir af himnum ofan.
Samkeppnisstaða næðist aldrei nema með sambærilegum styrkjum, og aðstöðumunur (v. loftslags) jafnaðist helst í því að orkan hér sé ódýrari, aðstöðumunur er vegna fjármagns, en upp á móti vegur flutningur.
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 16:28
Þegar ég segi að dreifingarkostnaður skekki myndina, þá er ég að sjálfsögðu að tala um heildarmyndina. Grunnverðið er svipað.
Annars sýnist mér að þú hafir hafir hugmyndir um orkuöflun, orkusölu og dreifingu, sem kollvarpar algjörlega hugmyndafræði þeirra sem stjórna orkufyrirtækjum á Íslandi, og þó víðar væri leitað.
Spurning hvort þú ættir ekki að leyfa þeim að heyra í þér.... svo þú getir kennt þeim hvernig á að gera þetta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 17:09
Ég hef ekki nefnt neinar nýjar hugmyndir um orkuöflun, svo vesgú og leiðréttu. Þetta er hálmstrá.
Með orkusölu vildi ég að a.m.k. sé gætt jafnræðis við neytendur sem:
borga dreifinguna sér. Alla vega á landsbyggðinni.
Hugmyndafræðin er svo sér á parti.
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 19:56
Lestu bara skjalið "Lowest energy prizes" Gunnar minn áður en þú talar um "hugarburð" í mér.
Ómar Ragnarsson, 28.1.2011 kl. 23:21
Ok, tek út "orkuöflun"
Stóriðjufyrirtækin borga líka fyrir dreifinguna, sem er að sjálfsögðu ódýrari en fyrir smákaupendur. Ekkert óeðlilegt við það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 23:22
Ég hef lesið það. Málið er að orka til stóriðju er ekki lægst á Íslandi. Hún er reyndar ekki mjög fjarri meðalverði í heiminum.
En svo má auðvitað deila um það hvort orkuverðið sé nógu hátt hér...
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 23:25
Bænaskjalið að tarna var sent út 1995 þegar lög um mat á umhverfisáhrifum voru komin hér á.
Ómar Ragnarsson, 28.1.2011 kl. 23:28
Var eitthvað að því að auglýsa að hér væri hagstætt að kaupa orku? Við erum langt frá öllum helstu markaðssvæðum og ef við ætlum að selja orku til vöruframleiðslu, þá þurfum við að vera samkeppnishæf. Kaupmáttur er hér nokkuð hár, þannig að tækifæri okkar liggja í orkuverðinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 23:36
Hérna er skjalið:
http://nemendafelog.hi.is/Gaia/Articles/Lowest_energy_prices_Iceland.pdf
Athygli vekur að boðin orka er á 1/3 miðað við UK, og sú lægsta í Evrópu. Vekur það því athygli á kapalnum góða, verst að skömmin var sennilega enn í þróun árið 1995.
Þarna er líka gott kort, þar sem vel má sjá vegalengdirnar frá Noregi til Hollands annars vegar, og Íslandi til Skotlands hins vegar. Minni enn og aftur á orkubloggarann.
Ég held reyndar að LV sé að skoða þennan kost.
Verðið er gefið upp sem 2 cent eða svo á KwSt. Þá var dollarinn svona í kringum 65 kall, þannig að menn eru að tala um svona 1.3 krónur. Mörgum árum seinna taldist það reyndar efni í frétt að vonir stæðu til að Helguvíkurverið borgaði yfir krónu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 08:25
Orkuverðið er tengt álverði og í dag er það mun hærra en á þessum tíma. Spár gerðu ráð fyrir hækkun, en ekki eins mikilli og raun hefur orðið á. Ef orkuverðið er um eða yfir 30 mills (Helguvík) eins og ýmsir tala um, þá erum við að tala um 3-4 kr. á kwst.
Reyndar var nýr orkusölusamningur gerður um daginn (Straumsvík?) sem tengdur er heimsmarkaðsverði á rafmagni. Hugsanlega er það "rétta" leiðin í þessum málum, en tíminn á eftir að leiða það í ljós.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 17:54
Skal nú reikna það betur, betra en að treysta á talið eitt. En mér líst fj. vel á kapalinn. Vantar bara verðin fyrir UK í dag.
30 mills = 3%, sem er vel á fjórðu krónuna. Og hvað væri samningurinn við Fjarðarál upp á mikið í millsum? Hitt er verið að tala um, og svo, -n.b. á meðan orkuverð er hátt, þá er álverð hátt. Reyndar svona spurning hvort kom á undan, eggið eða hænan. Hátt olíuverð keyrir upp alla stóriðjutaxta, og þar með álverð, sem í okkar tilviki tengist orkusölutaxtanum.
Nú er N.B. álverð tiltölulega gott.
Jón Logi (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 00:02
Meira um skottið:
NorNed kapallinn sem tekinn var í notkun 2008 var 580 km eða svo, og skilar afli upp á 600 mw, sem er akkúrat, öhömm, - ein Kárahnjúkavirkjun eða svo. NorGer kapallinn er svipaður á lengd og skilar mun meira, og í báðar áttir ef þóknast. (Þá er umframorka þegar til er, send til baka á meðan uppistöðulón eru nýtt sem batterí, þ.e.a.s. leyft að hækka)
NorNed kostaði 600 millj. Evrur, sem eru ca 90 milljarðar, og var búinn að borga sig upp í 8% eftir 2 mánuði. Beiti maður smá barnaskólaútreikningi, þá eru það 8% af 90 sem gerir sölu upp á 7,2 milljarða. 700 mW x 24 x 61 gera 124800 mWst m.v. fulla nýtingu. Það eru 5.7 kr á kWst í versta falli (allt í rauða botni), en líkast til nokkuð hærra, - þó verður að reikna með einhverju spennufalli.
Mér líst alltaf betur og betur á kapalinn. Það eru reyndar rúmir 200 km til viðbótar til U.K. En vísbendingar eru um að nýrri kaplarnir verði betri, því tæknin er ný.
Grein hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/NorNed
Jón Logi (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 09:01
Og meira um kapalinn.
NorNed ætti að vera búinn að borga sig upp, þar sem það tæki þá einungis um 24 mánuði að ná 100%. Sambærilegt skott frá Íslandi væri um 30% lengra, og tæki þá 30% meiri tíma, eða ca 3 ár. 3 ár er fáránlega stuttur tími fyrir framkvæmd af þessum toga. En, það eru alltaf plúsar, mínusar og gildrur einhverjar.
Það er e.t.v. verið að reikna brúttóveltu orkusölunnar bara í kapalinn. Erfitt að nálgast upplýsingar um það.
Vaxtaþáttinn vantar e.t.v.
Kaplinum fylgja engin störf í landi af viti.
En....
Það bendir allt til að söluverð út sé verulega mikið hærra. Talan sem ég notaði var eins lág eins og hægt er, og í miklu misræmi við orkuverðin úti. Það er líkast til nær 7 kr + á selda kWst í UK. SELDA, ath! Og það eru verð frá 1995 framreiknuð, á meðan orkuverð hefur hækkað mikið síðan. Ég ætla að grísa á 9. Það myndi reyndar stemma við það að hagnaður af umframverði væri að borga kapalinn á svona örstuttum tíma. Það er jú verið að selja af lágvirðis-svæði yfir á dýrt svæði, sem er aftur aðalforsenda þess að stærri iðnfyrirtæki pota sér niður á stöðum eins og Íslandi....og Nígeríu ;)
Þar kemur maður að sveiflujöfnun. Kapalskottið gefur séns á því, þar sem hann er tengdur inn á mjög stórt net. Bæði erlendis og heima fyrir. Sveiflur eru t.d. þegar vindar blása og allir spaðar fara á fullt á stórum vindrafstöðvum, svo dægursveifla o.fl. Þá er upplagt að leyfa að hækka í lónum á meðan. Til viðbótar kemur sá eiginleiki að senda straum í báðar áttir/endurgreiða ef svo má segja..
En alla vega, með endalausan aur sem tapast í atvinnuleysisbætur, þá er verið að spá í að virkja, og þá er ekki verra að hafa eitthvað fyrir sinn snúð!
Kapalinn er líkast til ódýrari en nokkurn tímann þær virkjunarframkvæmdir sem þarf til að fylla burðargetuna.
Jón Logi (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 10:27
Ef það ætta að selja orkuna frá Kárahnjúkum (600 mw) í gegnum kapal til Evrópu, þá yrði töluverð rýrnun á þeirri orku á leiðinni. mig minnir að ég hafi lesið einhversstaðar að rýrnunin væri 15-20%.
Fyrir tveimur árum var talað um að þetta væri ekki raunhæft miðað við þáverandi tækni, en það getur auðvitað verið fljótt að breytast.
Miðað við þann virðisauka sem fæst úr Kárahnjúkum, ef heildardæmið er reiknað, þá trúi ég því ekki að hagstæðara sé að selja orkuna úr landi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 10:28
Ég myndi halda að það væri eðlileg tala, en tókst ekki að finna rýrnunina. Ég nefndi hana þó. Þetta væri ábyggilega tiltölulega eðlileg rýrnun á loftlínu.
Annar norski kapallinn ef ekki báðir er þó gerður með einhverskonar innbyggðum jarðfídus til að minnka þetta á áður óþekktan hátt skilst mér. Og nú er ég orðinn svo forvitinn um þetta að ég leita víðar og set það þá hérna inn.
En ef það er hagstætt fyrir Norðmenn að selja svona langa leið þótt þeir séu bæði námaríki og á kafi í álbræðslu, þá kemstu ekki tommu með að fullyrða það að hið sama gildi ekki um okkur, svo mikið er víst. Þeir eru þar að auki með hærra orkuverð frá grunni til stóriðju en við, þannig að 20% fjúka fyrir horn eins og skot.
Virðisaukinn er svo annað, - það eru jú störf, og gjöld þeim tengd. Ég nefndi það líka.
Varðandi það að þetta hafi ekki verið álitinn raunhæfur kostur fyrir 2 árum vegna þáverandi tækni, þá var annar norski kapallinn ÞEGAR KOMINN Í BRÚK, og borgaði sig upp að 8% marki á 2 mánuðum. Enn er ég að grúska um útreikninginn, en þetta er súrrealískt frábær árangur hjá þeim.
Lofa að poppa inn síðar. Gaman að þessu. Og Gunnar, - ekkert að því að vera skeptískur, það er nauðsynlegt og brýnir. Og svo er hitt, að kapallinn var ekki kostur fyrir 10 árum. En núna dinglar hann skottinu framan í Helguvík.
Jón Logi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:27
Rýrnunin er (var?) mun minni í loftlínu. En að sjálfsögðu á að skoða þetta og framkvæma, ef þetta er hagkvæmur kostur. Ekki er ég á móti því. Hefði bara haldið að okkur veitti ekki af atvinnutækifærum í iðnaði, með því að nota orkuna innanlands.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 20:54
Eins og við erum sammála um....
Nema, að eins og þetta var lagt upp í upphafi, komum við mörlandar fram með örvæntingarbeiðsli vegna atvinnu, og því urðum við að bjóða svo lágt sem raun ber vitni (sjá skýrsluna). Það vafðist ekki fyrir neinum meðaljóni að skilja það.
Allavega, Norðmenn eru nú að vinna í þessu þótt þeir séu líka í álinu (og það sjálfir), og það þýðir ekki að segja mér að þeir séu svo vitlausir.
En vitum nú hvort ég hef ekki tölur á morgun. Gute Nacht.
Jón Logi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 23:46
Jæja, fyrstu tölur að rúlla inn.
NorNed kapallinn varð klár núna í Janúar. Og verðið á Norska netinu er nær 9 kr/kwSt, þannig að það er talsvert hærra í Hollandi, enda við því að búast. Þarf líka að vera það til að borga skottið. Verðlagningarferillinn er reyndar svolítið breytilegur, allskonar dílar í gangi, einn mér kunnugur gerði t.d. kaupsamning uppá 5.5 cent á kWSt.
Um kosti og galla fæ ég eitt út, - bara kostir. Jöfnun á spennu og nýtingu vegna þess hve stórt netið er sem farið er inn á, og svo bein sala inn í hærra verð.
Og straumtap, - haltu þér Gunnar, - 3% @ 1.000 km.
Þessar tölur hef ég úr Norska viðskiptaheiminum, og þær kostuðu mig Brennivín og Hákarl. Þær eru nokkuð áreiðanlegar þar sem góðgætið hefur ekki enn verið afhent ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:36
Góða rannsóknarvinna hjá þér, Jón Logi, ... svo framarlega sem þú hefur fengið réttar upplýsingar
Þetta kemur mér á óvart, með rýrnunina, en tækninni fleygir jú fram. Hins vegar verður mun dýrar að leggja kapal yfir Atlantshafsála en yfir grunnt haf og sléttan leirbotn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 09:47
Ég kem með meira, en ég verð að segja að ég er eiginlega jafn hissa og þú yfir sumum tölunum. Bara gáttaður satt að segja.
Varðandi Atlantsála verður þó að minna þig á það, að nú þegar eru kaplar þar um þvers og kruss, allt frá eldgömlu kopardóti(Fyrsti sæsímastrengurinn er lagður 1906 og var dýr framkvæmd, enda mótmælt eins og frægt er, nú og svo kom hann á land á Austurlandi), upp í fleiri símastrengi, hlustunarstrengi (GIUK), og svo ljósleiðara, t.a.m. FARICE. Sem sagt, allt fullt af köplum og það sem var hægt að hlunka niður 1906 er örugglega ekki tæknilega óframkvæmanlegt í dag.
Það eru sem sagt allar tölur á borðinu svo að segja, og það á mínu borði með smá hobbývinnu.
Niðurstaðan er því óbreytt hjá mér miðað við hvað ég sé. Helguvík þyrfti að borga andsk. vel fyrir orku ef það á að jafnast á við skottið.
Skoði maður þetta frá öðru horni, þá er þetta líka rökrétt. Til þess að korpórat með bræðslu þóknist yfirleitt að hlunka hér niður starfsemi, þá þarf verðmunurinn á orkunni að vera það mikill að hann að minnsta kosti borgi allan flutningskostnað sem aukalega er við það að færa sig frá markaði og framvinnslu sem hér er hvorugt. Straumurinn VERÐUR því að vera töluvert ódýrari en t.d. í Evrópu, og þá verður til sérstök staða ef skyndilega verður hægt að tengjast netinu og selja/kaupa sitt á hvað á öðrum verðum.
Nokkrar krækjur:
http://sw.swapp.lausn.is/doc/2204?wosid=false
http://www.veldi.is/modules/files/file_group_1/orkum%C3%A1l/Kapall%20til%20Evr%C3%B3pu%202.pdf
Meira á leiðinni
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 17:57
Smá viðbót, og eins og ég er hrifinn af kapalskottinu, þá er ég með henni að skjóta mig í fótinn. En, bara til að hafa þetta heiðarlegt:
Í RÚV í fyrradag var Kastljósið með viðtal við mikinn fyrrverandi skrifborðsfola frá ESB.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4545027/2011/02/01/0/
Þarna. Takið eftir því að hann nefnir það að deiling á orku innan nets ESB þýðir að ekki dugar að hafa ódýrara hér en annars staðar. Þannig að EF við færum í ESB yrðum við að poppa okkar orkuverð (neysla) upp í það sama og þeir eru með, annað væri ekki löglegt. Þar með yrði kapall að myllusteini um háls neytenda, og best að klippa hann sem fyrst. Ég þurfti virkilega að hlusta tvisvar á þetta!
Sama var reyndar um sjávarauðlindina, hvar þeir nefna þetta "sharing". Og svo skringilega vildi til, að ég var nýbúinn að horfa á "documentary" upp á ensku um Þorskastríðin 1972-1973 og 1975-1976. Þar kom upp nokkuð sem ég hafði ekki haft hugmynd um, - Bretar fórnuðu peði þegar þeir fóru inn, og leyfðu hinum aðgang að sínum miðum. Þeir treystu á Íslandsmið sem sitt persónulega djásn. Þegar Íslendingar fóru svo að hnoða út sína landhelgi var of seint fyrir þá að ná hinu til baka. Þannig að EBE var þetta snemma (1973) orðið all-stíft apparat.
Niðurstaðan er því sú, að svona kapalskott getur boðið upp á geysigott orkuverð og mikinn sveigjanleika í nýtingu. Það gæti komið þjóðinni til góða með því að halda verðinu hér heima, bæði til iðnaðar landsmanna og heimila, - vel undir því sem það er í samkeppnislöndunum.
EN, ef við myndum slysast yfir í ESB þá yrði sá "jöfnuður" að hér yrði að hækka upp úr öllu.
Nú langar mig að sjá komment ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 13:41
Athyglisvert, Jón Logi.
Þó ég sé enginn "fanatick", í því að vilja ekki að Ísland gangi í ESB (vil í raun skoða hvað er í boði), þá fjarlægist ég hugmyndina æ meir.
T.d. finnst mér afar fráhrindandi að Ísland og íslensk fyrirtæki, geti ekki gert tvíhliða viðskiptasamning við lönd utan ESB, án aðkomu sambandsins sem þriðja aðila í samkomulaginu.
Þetta kalla ég að "afsala sér sjálfstæði landsins".
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.