Í rétta átt.

Samkvæmt prófunum veita negldir hjólbarðar aðeins betra grip en góðir vetrarhjólbarðar á glæru, blautu svelli.

Á götum Reykjavíkur er mikil hálka samtals í klukkustundum talið sem svarar kannski 1-2 dögum af 180 dögum vetrarmánuðanna.

Tjaran af völdum slits á götum sest á hjólbarða og gerir þá sleipari í öllum skilyrðum. Hún sest líka á glugga og rúðuþurrkur og slitið býr til hjólför, sem fyllast af vatni og valda hættu á að bílar fljóti og skriki til.

Ef allt er talið valda afleiðingar naglanna sennilega meira tjóni í óhöppum og slysum en þeir koma í veg fyrir. Þess vegna stefnir það í rétta átt að negldum hjólbörðum hefur fækkað verulega í borginni, þar sem ekki er þörf fyrir þá. 

 

 


mbl.is Færri á nöglum í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband