28.1.2011 | 15:25
Hrökk í gamalt far
Það hefur löngum loðað við á stórum haldboltamótum að of mikið hefur verið keyrt á sömu mönnunum þannig að þegar komið hefur verið að úrslitastundu hefur það verið ómögulegt fyrir þessa lykilmenn að halda þrekinu, einmitt þegar mest hefur þurft á því að halda í síðustu leikjunum.
Á HM núna virtist þetta í fyrstu ætla að verða skárra ástand því að notaðir voru fleiri leikmenn en oft áður í fyrst leikjunum, enda breiddin í leikmannahópnum óvenju mikil.
En síðan sótti aftur í gamla farið og einkum hefur það verið óskiljanlegt að nota ekki Sigurberg Sveinsson, sem er mikill markaskorari en hefur nær ekkert fengið að spreyta sig.
Þetta hefur komið liðinu í koll og ég hef áður bloggað um þetta en geri það á ný í tilefni af ummælum Viggós Sigurðssonar.
Fyrirsögnin "Óskiljanlegt að taka Sigurberg með" óskiljanleg, vegna þess að hún gefur til kynna að þessi leikmaður hafi ekki átt skilið að vera í hópnum.
Réttara hefði verið að segja: "Óskiljanlegt að láta Sigurberg ekki leika".
„Óskiljanlegt að taka Sigurberg með“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.