Skrýtin tík, þessi pólitík.

Einhvern tíma hefði maður látið segja sér það tvisvar að maður, sem vinnur fyrir meirihluta vinstra megin við miðju, mælti fyrir einkavæðingu orkufyrirtækis, en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti gegn henni.

Nú hefur borgarstjórinn að vísu sagt að einkavæðing stæði ekki til, enda væri það einkennilegt í ljósi nýjustu umræðu um eignarhald orkufyrirtækja. 

Raunar hefur komið í ljós að harðar kennisetningar í þessu efni hafa reynst varasamar því að reynslan hefur oftast verið besti dómarinn. 

Um miðja síðustu öld var mikil bylgja þess efnis að sjávarútvegsfyrirtæki væru í opinnberri eigu, og spruttu upp bæjarútgerðir víða um land.

Reynslan af þessu varð hins vegar ekki góð. Útgerðirnar urðu baggi á sveitarfélögunum og í rekstur þeirra vantaði oft þann drifkraft sem einkennir einkarekstur. 

Öðru máli hefur oft á tíðum gegnt um einkarekstur á orkufyrirtækjum erlendis, einkum þeim sem hafa haft mjög ráðandi markaðsstöðu. 

Sjávarútvegfyrirtæki og orkufyrirtæki eru fyrirtæki sem nýta auðlindir. Munurinn á þeim er hins vegar sá að auðlind sjávarútvegsfyrirtækis er ekki á afmörkuðu svæði heldur er völlurinn fræðilega öll auðlindalögsagan. 

Orkufyrirtækin eru hins vegar oft allsráðandi á afmörkuðu svæði og þá er alltaf hætta á markaðsmisnotkun. 


mbl.is Orkuveitan ekki einkavædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar, það væri hægt að afmarka umráðarétt sjávarútvegsfyrirtækja innan afmarkaðra svæði. S.s. meða að draga ákveðnar línur þvers og kruss um hafsvæðið, gefa þeim númer og nafn sem er svo úthlutað eftir kúnstarinnar reglum.

Svo kannski er þetta ekki ólíkt nema hugsanlega þetta með markaðsmisnotkunina.

Stefán Ásgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 17:34

2 identicon

Ertu viss um að reynslan af öllum bæjarútgerðum hafi verið miður góð?  Og hversu margar þeirra einkaútgerða sem settar voru á stofn á svipuðum tíma eru á lífi? 

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband