Nú er allt í einu nógur tími til að rubba þessu af!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í viðtali eftir dóm Hæstaréttar að ekki væri tími á Alþingi til þess að vinna í endurbótum á lögum um Stjórnlagaþing vegna þess að önnur brýnni mál þyrfti að leysa á undan.

Nú segir Bjarni Benediktsson að ekkert sé því fyrirstöðu að endurskoða stjórnarskrána snarlega á þingi, en samning nýrrar stjórnarskrár er auðvitað margfalt meira og vandasamara verk en það að lagfæra það sem lagfæra þarf vegna Stjórnlagaþingsins.

Ekki virðast þeir oddvitar aðal stjórnarandstöðuflokkanna vera samstíga í mati sínu á þessum efnum. 

Bjarni virðist ekki hræðast reynsluna af sex árangurslausum tilraunum Alþingis í 67 ár til þess að framkvæma þá heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem landsfeðurnir töldu nauðsynlega við Lýðveldisstofnun 1944.  

Hann skilur heldur ekki hugsunina að baki Stjórnlagaþingi, sem aðeins einu sinni áður hefur verið sett á stofn hér á landi í formi "Þjóðfundarins" 1851.

Á þeim tíma var starfandi Alþingi en talið var réttara og í samræmi við hugmyndir manna um að valdið kæmi beint frá þjóðinni við gerð stjórnarskrár sem sáttmála þjóðarinnar um undirstöðu ríkisins. 

Í hvert skipti sem skipuð hefur verið ný stjórnarskrárnefnd af Alþingi hefur átt að ljúka verkinu, en aldrei tekist, aðeins gerður bútasaumur í nokkur skipti. 

Það er ekki að undra að Bjarni Benediktsson telji þetta vel gerlegt. Tíminn er nefnilega alveg nægur ef menn miða við þann tíma sem þetta hefur tekið frá Lýðveldisstofnun, minnst 67 ár í viðbót, eða hvað?

"Það eina sem við þurfum er viljinn til að hefjast handa" segir Bjarni.

Þetta er ekkert nýtt. Þetta er búið að segja í hvert skipti síðastliðin 67 ár sem farið hefur verið af stað með "viljann til að hefjast handa." 

En reynslan sýnir að "viljinn til að hefjast handa" er ekki nóg. Það verður að klára verkið. En það hefur þinginu reynst um megn í öll þessi ár. 


mbl.is Vill hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

fyrir kosningarnar til Alþingis 2007 átti að leggja fram margar breytingar sem breið sátt hafði náðst um á Stjórnarskránni. á síðustu dögunum ákváðu vinstriflokkarnir að betra væri að reyna að fella nokkrar pólitískar keilur með því að setja allt í uppnám með því hóta og að reyna múta framsókn. á endanum fór að engu var breytt.

fyrir kosningarnar 2009 átti líka að fara fram með breytingar en þá var það frekja vinstriflokkanna sem enn á ný var fyrir. þar var krafan um að taka allar breytingar í einum pakka og leggja fyrir þingið þó svo að það væri ekki eining allar breytingar.

vinstriflokkarnir sem þú ert hluti af og styður með Jóhönnu í broddi fylkingar hefur verið helsti farartálminn í því að ná fram breytingum á stjórnarskránni. 

vinstriflokkarnir virðast líta á stjórnarskránna sem plagg til að nota sem kosningaráróður og til að troða inn í einhverjum slagorðum en ekki til að vera grunnstoð og sáttmáli í þjóðfélaginu. það ætti fyrir löngu að vera búið að koma inn í stjórnarskránna ákvæði sem væri á þá leið að ekki væri hægt að breyta henni nema með atkvæðum 75% þingmanna. 

þú ættir kannski að rifja upp næst hverjir hafa staðið í vegi fyrir breytingum með einhliða kröfu og hótunum. og hver hefur setið á þingi í yfir 30 ár og talar um að þinginu hafi mistekist að koma í gegn breytingum? hver er frekasti þingmaður og ráðherra sem sest hefur inn á Alþingi? nú það er formaðurinn þinn hún Jóhanna sem getur ekki fylgt þeim boðskap sem hún krefur aðra um. hún krafið ótal sinnum að ráðherrar segðu af sér fyrir minni sakir en hún hefur sjálf fengið á sig. 

Fannar frá Rifi, 28.1.2011 kl. 23:22

2 identicon

OK Ómar. Þetta hefur ekki tekist að þínu mati í 67 ár og hér höfum við verið bara alveg í lausu lofti. Með gamla stjórnarskrá. Bara ekkert nýja. En samt ekki eins illa settir og Bretar sem hafa ekki einu sinni neina stjórnarskrá. En þeir hafa náttúrulega verið eins og kjánar. Athlægi heimsins.

En til að redda öllu þessu klúðri í 67 ár er lausnin sem sagt að hóa saman þessum 24 með þér og redda þessu á tveimur mánuðum. Að skrifa nýja stjórnarskrá. Frá grunni eða hvað ? Það mátti framlengja um einn mánuð ef ég man rétt en það væri auðvitað fullrúmt að gera þetta á heilum þremur mánuðum. Ein stjórnarskrá, common.

Í alvöru Ómar. Finnst þér þetta virkilega trúverðugt plan sem er verið að eyða mörg hundruð milljónum í ?

Kristinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 01:05

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jafnvel þeir sem eru með gullfiskaminni ættu að geta rifjað upp viðbrögð Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi til stjórnskipunarlaga í mars og apríl 2009. Frumvarpið var stutt og snerist um þrennt; náttúruauðlindir í þjóðareigu, þjóðaratkvæðagreiðslur og bráðabirgðaákvæði um stjórnlagaþing. Umræðan var hins vegar löng, mjög löng, en ekki að sama skapi málefnaleg.

Sigurður Hrellir, 29.1.2011 kl. 01:08

4 identicon

Já þökk sé öllum þeim sem stoppuðu það óðagot. Hver myndi blessa það í dag að slíkar grundvallarbreytingar yrðu gerðar í snarhasti á 2-4 vikum, svona rétt fyrir kosningar. Meirihluti á móti minnihluta og svo bara keyra yfir þá.

Allir með þorskhaus muna frumvarp sem framsókn og sjálfstæðisflokkur lögðu fram um sama mál 2007 en samspillingin stoppaði það þá, ekki satt ? Hver var þá vondi kallinn ?

Kristinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 01:12

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Eftir málþóf sem stóð dögum saman dagaði frumvarpið uppi, líkt og flestar tillögur til breytinga á stjórnarskrá. Það er engin tilviljun að gömlu helmingaskiptaflokkarnir séu lítt spenntir fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Sigurður Hrellir, 29.1.2011 kl. 01:12

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Vandamálið er auðvitað að Alþingi er nánast því ómögulegt að endurnýja stjórnarskrána. Frumvörp til breytinga eru af skiljanlegum ástæðum lögð fram í aðdraganda kosninga. Það virðist þurfa samþykki flestra eða allra flokka til þess að fyrirbyggja málþóf og afleiðing þess er að almenningur fær í raun ekkert val um það í kosningum hvort breytingin eigi að taka gildi eða ekki. Hvernig eiga kjósendur að hafna breytingum ef allir flokkar standa að þeim?

Sigurður Hrellir, 29.1.2011 kl. 01:18

7 identicon

Ef ég man rétt var sjálfstæðisflokkurinn og jafnvel einhverjir aðrir þingmenn til í að breyta bara greininni sem fjallar um það hvernig á að breyta stjórnarskránni. Og koma þannig í veg fyrir að það þyrfti að kjósa ef skránni yrði breytt. Þetta var þarna 2009. En minnihlutastjórnin með framsókn vildi það ekki því þau vildu ekkert sem xd vildi. Það var eina mottóið.

Hefði þetta verið gert væri vandinn sem þú talar um úr sögunni.

Kristinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 01:25

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Niðurstaða kommentana hér fyrir ofan er: Hringleikahúsið við Austurvöll er óhæft til að fjalla um stjórnarskrána. Ef ætlunin er að yfirfara hana er utanaðkomandi apparat ens og stjórnlagaþing eina leiðin!

Haraldur Rafn Ingvason, 29.1.2011 kl. 01:36

9 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi yfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins  er ekkert annað en sama gamla aðferðin til að komast hjá vilja þjóðarinnar í m.a auðlindamálunum þar með talið uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Að Alþingi og nefndir þess ásamt stjórnarskrárnefnd fjalli um málið. Þessari aðferð hefur verið beitt í 67 ár og árangurinn enginn- fyrst og fremst vegna þvergirðingar Sjálfstæðisflokks , Sérhagsmunir auðvaldsins ráða alltaf för.  Málið er að fara í nýja kosningu til stjórnlagaþings og ljúka þannig við nýja stjórnarskrá...

Sævar Helgason, 29.1.2011 kl. 10:13

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ríkisstjórnin hefur varla sýnt Stjórnarskránni virðingu, eða hvað finnst mönnum ?

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/nylenduveldin-nidurlaegd-med-marklausu-thjodaratkvaedi/

 

Ástæða þess að Icesave-stjórnin hefur ekki viljað breyta Stjórnarskránni, er eftirfarandi ákvæði hennar:

 

»79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki Alþingi (aftur) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.«

 

 

Hr. Jóhanna vill auðvitað ekki mæta kjósendum fyrr en í síðustu lög. Þess vegna er stjórnarskrárbreytingum haldið í gíslingu. Hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta fyrir þeim breytingum sem hún segist berjast fyrir ? Hvað hindrar hana annað en venjubundinn hráskinnaleikur í boði Hr. Jóhönnu ?

 

 

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1137736/

 

  

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.1.2011 kl. 11:03

11 identicon

Sæll Ómar!

Með leyfi að spyrja: Hvert er tölvupóstfang þitt?

 Með bestu kveðjum,

Jakob

Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 12:31

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér heima er það hugmyndaflug@hugmyndaflug.is. Öruggara netfang, t.d. hvað varðar viðhengi eru hins vegar omarr@ruv.is

Ómar Ragnarsson, 29.1.2011 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband