29.1.2011 | 20:30
Fjarskiptabylting.
Heimurinn hefur ekki aðeins minnkað með tilkomu fjarskiptabyltingar farsíma og internets, heldur hefur stjórnmálalegt umhverfi landanna tekið stakkaskiptum.
Hvað eftir annað verða til hreyfingar og bylgjur sem byggjast á fjarskiptabyltingunni og þeim nýju möguleikum sem jafnvel fátækasta fólk hefur til þess að hafa samskipti og skipuleggja athafnir sínar.
Egyptaland er mikilsverður hlekkur í valdakerfi Bandaríkjanna og sá sér hag í því að hverfa frá því hlutverki að vera aðalóvinur Ísraels yfir í það að friðmælast við Gyðinga.
Bandaríkjamenn brenndu sig illa á því að styðja Íranskeisara á sínum tíma, og voru of seinir að átta sig á því að hann var orðinn gerspilltur, veruleikafirrtur valdabrjálæðingur.
Í öllum ríkjunum í norðaverðri Afríku austur um til Indlands eru við völd spilltar ríkisstjórnir þar sem lýðræði er fótum troðið og nú er það orðið enn meira spennandi en fyrr hvort fjarskiptabyltingin breiðist meira út.
Miðpunktur olíuveldisöxulsins Bandaríkin-Sádi Arabía er þar langmikilvægastur.
Það var efnahagstrix þessara tveggja fóstbræðra sem felldi á sínum tíma heimsveldi Sovétríkjanna og enginn bandamaður Bandaríkjanna er nálægt því eins mikilvægur og hin spilltu stjórnvöldl í Sádi Arabíu.
Ef fjarskiptabyltingin kemst þangað austur mun hrikta í allri heimbyggðinni.
Á olíuríkjunum flæðir að vísu olíuauður sem dregur úr því skelfilega fjárhagslega misrétti sem er ríkir í löndunum í kringum olíuríkin.
En annað misrétti og kúgun ríkja þarna alls staðar og óánægjan kraumar undir.
Hvetur Múbarak til að fara úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mútur og undirferli hafa oft endað með ósköpum. Þannig var Saddam Hussein einn af „bestu vinum bandaríkjaforseta“.
Í heimildaþætti um olíuna s.l. mánudaga (seinni þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag) kom fram í viðtali við fyrrum bandarískan leyniþjónustumann, að CIA menn höfðu aðeins skírteini sem veitti aðgang að Hvíta húsinu og þar með bandaríkjaforseta í aðeins einn dag. Hins vegar höfðu olíufélagsforstjórarnir og fulltrúar þeirra passa sem giltu lengur jafnvel án sérstakrar tímarakmörkunar.
Enda kom í ljós, að vinskapur Bandaríkjanna við þessa þjóðhöfðingja í olíuríkjunum reyndist oft endaslepptur. Líklegt er, að innrásin í Írak hafi verið ákveðin meðal bandarískra olíufélagsforstjóra en ekki af herforingjum né bandaríkjaforseta sem þó formlega kynnt þessa vitfirringu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2011 kl. 20:42
Það virðist litlum takmörkum sett, hversu öfugsnúnir Íslendingar geta verið út í Kanann og þá ekki síst vegna þeirra áhrifa sem hann vill hafa í olíuríkjunum í Miðausturlöndum. Það mætti halda að Íslendingar keyrðu sinn bílaflota með eigin hlandi + stórum orðum. Þá má alveg minna á það, að hvergi í byggðu bóli er eyðsla á eldsneyti (fuel) eins mikil og á Íslandi. Per capita auðvitað.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning