Veittu okkur góða skemmtun.

Íslenska landsliðið í handbolta þarf ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í síðasta leik sínum á HM, þótt þeir töpuðu honum með aðeins eins marks mun. Að því leyti bættu þeir að hluta til upp þrjá tapleiki í röð, þar sem þeir áttu slæma daga.

En hvílíka skemmtun hafa þeir ekki veitt okkur þessa daga! Þar er af mörgu að taka en kannski var það Alexander Petterson sem hreif okkur oftast og þakkaði með því fyrir það að hafa verið valinn íþróttamaður ársins á Íslandi 2010, svona rétt eins og hann væri að sanna það að hann hefði átt þann heiður skilinn. 

Næstbesti árangur á HM frá upphafi er ekkert til að skammast sín fyrir og ég þakka strákunum fyrir það gera sitt besta, þótt það dygði ekki alltaf og það gengi á ýmsu eins og gengur. 


mbl.is Tókst ekki að leggja upp síðustu sóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórkostlegir! Frábær árangur.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 21:30

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hárrétt Ómar ! (meina ekkert illt með þessu "hár" rétt ;)) var svo heppinn að leikirnir voru sýndir á stöð sem ég er með áskrift á hér í Noregi, og leikgleðin, baráttuviljin ekki síst þegar verulega á móti blés, gerðu hvern leik sem þeir léku að unun á að horfa.

TAKK strákar !! og verið stoltir Íslendingar

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 29.1.2011 kl. 21:54

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sammála, strákarnir stóðu sig vel og síðasti leikurinn á móti Króötum var bara spennadi og skemmtilegur.

Úrsúla Jünemann, 30.1.2011 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband