2.2.2011 | 13:49
Fjölbreyttari bílafloti?
Það hefur verið landlægt hér á landi að vanmeta þann kostnað sem fylgir rekstri bíla. Fólk hefur hyllst til að líta á kaup á bíl sem sérstakan gerning, óháðan rekstri hans.
Þegar fólk ekur til dæmis milli Akureyrar og Reykjavíkur er aðeins litið á eldsneytiskostnaðinn og ekki tekið með í reikninginn að verið er að slíta hjólbörðum, vélbúnaði, drifbúnaði og hjólbörðum.
Þar að auki er það þumalfingursregla að hver ekinn kílómetri lækkar endursöluverð bíls að meðaltali um ulega kostnaði. Þegar föstum kostnaði er jafnað niður á aksturinn verður kostnaðurinn að lokum allt að fjórfaldur eldsneytiskostnaður.
Sá taxti, sem notaður er þegar ríkið borgar fyrir akstur mun nú vera um 100 krónur á kílómetra, en það þýðir, að ríkið myndi borga fyrir bíl ríkisstarfsmanns milli Akureyrar og Reykjavíkur rúmlega 77.000 krónur.
Þetta sýnir að það má ekki vanmeta þann kostnað sem raunverulega felst í því að eiga og reka bíl.
Á undanförnum árum hafa leigubílstjórar aukið sérhæfingu í framboði á bílum til að mæta mismunandi kröfum viðskiptavina. Æ fleiri leigubílar eru nú 7-9 manna bílar með miklu rými.
Á hinn bóginn hefur úrvalið nær ekkert aukist niður á við, þ. e. að bjóða upp á smærri bíla sem eru mun ódýrari í rekstri.
Flestir bílar, allt niður í Yaris / Póló flokk eru ágætlega rúmgóðir og nefna má, að Honda Jazz, sem er í þessum stærðarflokki, er bæði mjög rúmgóður og með 400 lítra farangursrými, sem myndi þykir nægilegt í mörgum miklu stærri bílum.
Ég myndi vilja sjá meiri breidd í úrvali leigubíla og jafnvel það að taka upp fleiri en einn verðflokk í töxtum.
Á tíma samdráttar, sparnaðar og eldsneytisverðs, sem mun aðeins hækka jafnt og þétt á síðustu áratugum "olíualdarinnar", sem blasa við okkur, finnst mér athugandi að horfa á þetta frá nýjum sjónarhóli.
Leigubílstjórar berjast í bökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kína Inndland og Cuba bjóða upp á þríhjól sem taka tvo farþega. Þetta er ódýrt og vinsælt af ferðamönnum þar.
Offari, 2.2.2011 kl. 14:30
Hatur vinstri manna á farartækjum hefur lengi verið mér hugleikið. Allir eu sammála um nauðsyn góðra samgangna, en þegar kemur að því að almenningur komist leiðar sinnar á einkabílnum þá glata vinstri menn glórunni. Þetta er stórbrotið rannsóknarefni.
Ámundi H. Loftsson, 2.2.2011 kl. 15:17
Vill benda á eitt Ómar þessu tengt, eins og ég nefndi hérna í athugasemd við annað blogg varðandi þessa frétt þá keyri ég reglulega í afleysingum og mér sýnist t.d. stærri bílunum þ.e.a.s 5 - 8 farþega bílunum vera að snarfækka, hef ekkert fyrir mér í þessu í sjálfu sér, þetta er svona meira tilfinning miðað við það sem ég sé á götunni af leigubílum um helgar auk þess sem ég reyndi sjálfur að panta tvo stóra bíla um daginn um kl 20:00 á laugardagskvöldi sem á að vera frekar rólegur tími og það var enginn séns að fá stóra bíla þannig að það endaði í nokkrum litlum. Þetta stefnir klárlega í óefni.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 2.2.2011 kl. 16:19
Offari, í Kaupmannahöfn er einnig hægt að panta sér hjólataxi og er það mjög skemmtilegur ferðamáti þegar maður vill skoða bæinn.
En Ámundi: Hvað ert þú að tala um "hatur vinstri manna á faratækjum"? Ég er óflokksbundin en notar mikið reiðhjólið þegar ég get, það hefur ekkert með hatur á einkabílum að gera heldur með væntumþykju á umhverfinu. Auk þess er þessi ferðamáti holl dagleg hreyfing. Ert þú ekki svolítið þröngsýnn?
Úrsúla Jünemann, 2.2.2011 kl. 17:50
Til að taxi beri sig þarf vissan fjölda kúnna pr. viku. Jógríma er búinn að skera og skattleggja hægri vinstri. Allt er að stoppa. Atvinnulaus almenningur hefur ekki efni á leigubíl lengur. Þetta hefur svo margfeldisáhrif í kreppuátt. Samt hækka skuldir öreiganna vegna þess að arðránsvísitalan mælir t.d. hækkun brennivíns og strætó. ER ÞETTA HEILBRIGÐ SKYNSEMI? Sagt er að upreisn sé yfirvofandi. Reiðin kraumar undir. Þá er ekki verið að meina gegn Múbarak, heldur gegn óstjórn sem er réttnefnd Úrhrak
Jógrímu burt (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.