Ekki spurning um hvort, heldur hvenær.

Forsendan fyrir ofangreindri fyrirsögn er sú að mannkyninu takist að halda áfram á þeirri vísindalegu framfarabraut sem það hefur verið á.  Ef áfram verður með bættri tækni hægt að rýna betur í umheiminn og kanna óravíddir geimsins þarf ekki að spyrja um hvort, heldur hvenær fundin verður pláneta með lífi á.

Þær eru þarna, óendanlega margar en líka svo óskaplega fjarri því að við getum uppgötvað nema kannski eina eða tvær einhvern tíma á næstu öldum. 


mbl.is Merkur plánetufundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei er ekki búið að finna flestar pláneturnar ?

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 23:17

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Nei Hilmar, það er sko ekki búið að finna flestar pláneturnar, leitin er rétt að hefjast!

Haraldur Rafn Ingvason, 2.2.2011 kl. 23:39

3 identicon

Þetta á eftir að gerast hratt á næstu árum, nú þegar betri tækni fer í leitina.
Við hér á jörðu erum eins og "örverur á atómi"... fljúgandi á ógnarhraða í alheiminum("okkar")
Meira að segja er Vatíkanið búið að segja að það sé í lagi að trúa að geimverur séu til, að þæri séu velkomnar í kaþólksu kirkjuna; Hlægilegir :)

En strákar, þegar við kíkjum þarna út, sjáum við ekki alveg örugglega hversu fáránlegir við erum.


DoctorE (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 07:43

4 Smámynd: Mofi

Þeir fundu ekki plánetu sem er eins og okkar enda er okkar mjög sérstök, sjá: Okkar sérstaka jörð

Síðan ef að við finndum líka plánetu þá út frá okkar þekkingu á efnafræði ekki von á því að finna hrúgu af amínósýrum sem fræðilega gætu raðað sér í nothæf prótein. Síðan, þótt að plánetan væri troðfull af amínósýrum þá ættum við samt ekki von á því að úr því myndi raðast nothæft prótein þar sem að líkurnar á því að raða saman amínósýrum í prótein eru stjarnfræðilega litlar. Ef við tökum örsmátt prótein sem er samsett úr 84 amínósýrum þá eru líkurnar á því að það myndist fyrir tilviljun 20^84 eða 10^109. Til að setja þá tölu í samhengi þá tala eðlisfræðingar um að fjöldi atóma í alheiminum er 10^80. Þetta er síðan bara eitt prótein, ekki nálægt því að vera líf sem t.d. virðist þurfa á svona vélum að halda: Myndbandið sem sannar vitræna hönnun

Mofi, 3.2.2011 kl. 10:02

5 identicon

Já Mofi, master of the universe hannaði þig.. til að tilbiðja sig hahaha

doctore (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 10:07

6 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er grundvallarspurning. Í bókinni Rare Earth eftir Peter D. Ward, Donald Brownlee er því haldið fram að þrátt fyrir óravíðáttur alheimsins séu skilyrðin á Jörðinni fyrir vitsmunalífi svo einstök að það séu sáralitlar líkur á að það hafi getað þróast annars staðar í þeirri mynd sem við þekkjum.

Ég fjallaði nokkuð um þetta efni í pistli fyrir nokkru síðan:
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/646506/

Einnig er hér mjög áhugaverð grein um þetta á Stjörnufræðivefnum:
http://www.stjornuskodun.is/stjornuliffraedi/thversogn-fermis/

Þorsteinn Sverrisson, 3.2.2011 kl. 16:10

7 identicon

Rétt Þorsteinn Sverrisson. Sáralitlar.

Það er líklegt að "líf" hafi kviknað á öðrum plánetum, en að "evolution" hafi átt sér stað í sömu átt og okkar. Næstum óhugsanlegt, ef ekki útilokað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 20:49

8 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Er ekki svolítið furðulegt að fullyrða um það hvar sé mögulegt að finna líf og hvar ekki? Færustu vísindamenn okkar geta ekki einu sinni skýrt hvernig lífið, í því formi sem það birtist beint fyrir framan nefið á okkur, virkar. Annars fáum við víst aldrei almennilegt svar við stóru spurningunum. Það er nú, eftir allt saman, eðlisfræðilega ómögulegt að leita alls staðar.

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 4.2.2011 kl. 10:09

9 Smámynd: Mofi

Haukur, held að þú ert ekki alveg að átta þig á því hve ólíklegt það er að líf geti kviknað af sjálfu sér. Taktu t.d. þessa vél hérna, sjá:  Myndbandið sem sannar vitræna hönnun  Það sem er efnafræðilega útilokað er að finna plánetu með góðum polli af nothæfum amínósýrum og algjörlega enginn fræðilegur möguleiki að nothæft prótein yrði til fyrir tilviljun.

Einn vísindamaður líkti minnstu þekktri einingu lífs svona:

Michael Denton - Evolution: Theory in Crisis
To grasp the reality of life as it has been revealed by molecular biology, we must magnify the cell a thousand million times. What we would see then would be an object of unparalleled complexity and adaptive design. On the surface of the cell we would see millions of openings, like the portholes of a vast space ship, opening and closing to allow a continual stream of materials to flow in and out. If we were to enter one of these openings we would find ourselves in a world of supreme technology and bewildering complexity. We would see endless highly organized corridors and conduits branching in every direction away from the perimeter of the cell, some leading to the central memory bank in the nucleus and others to assembly plants and processing units

Ef að kraftaverk myndi gerast og eitt prótein yrði til þá væri það samt eins og ein skrúfa í verksmiðjunni. Staðreyndin er sú að það er ekkert líf annars staðar nema ef ske kynni að það hafi verið skapað og sett þar.

Mofi, 4.2.2011 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband