6.2.2011 | 18:27
Did Torres "walk alone"?
Þetta er í fyrsta og kannski eina skiptið sem ég hef enska fyrirsögn á blogginu mínu, en ástæðan er auðvitað hið frábæra hvatningarlag Liverpool.
Torres gekk nefnilega einn yfir í raðir Chelsea og burtséð frá því hvort ég er stuðningsmaður Liverpool eða ekki er það kærkomið fyrir íþróttirnar og gildi þeirra ef liðsheildin vegur þyngra en einstakir leikmenn.
Með öðrum orðum: Það er gott ef það eru ekki bara peningarnir sem ráða för í íþróttum heldur góður andi og samvinna alhliða góðra íþróttamanna, jafn á andlega sviðinu sem hinu líkamlega.
Almennt séð var það bara ágætt að Manchester United og Chelse töpuðu því að með því jókst spennan á toppi ensku knattspyrnunnar auk þess sem afkomendur mínir í Klapparhlíð 30 geta nú glaðst yfir bættri stöðu síns liðs.
"Heilbrigð sál í hraustum líkama!"
Liverpool lagði Chelsea í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=4ohr4P8E_io
Benny Andersson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 18:56
Á Wikipedia segir um "You never walk alone":
"You'll Never Walk Alone" is a show tune from the 1945 Rodgers and Hammerstein musical, Carousel.
Ég held að þetta sé rangt (eins og svo margt annað á wikipedia). Ef ég man rétt er þetta gamall sálmur (mun eldri en frá 1945) og höfundur óþekktur.
Ef einhver nennir að grafast fyrir um þetta....
http://www.youtube.com/watch?v=8smO4VS9134
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.