...en jörðin var lengi flöt.

Eitt það athyglisverðasta við feril mannkynsins er það hvað einfaldar staðreyndir hafa lengi verið hulin mönnum þótt ótal atriði sýndu þær ljóslega.

Árþúsundum saman stóðu menn í þeirri trú að jörðin væri flöt þótt margt benti til hins gagnstæða.

Varðandi sólina hefur hins vegar verið gagnstætt uppi á teningnum að því leyti að menn virðast ekki hafa þorað að fullyrða um það að hún væri hnöttótt fyrr en fyrir því lægju alveg pottþéttar óhrekjanlegar sannanir eins og nú hafa verið fundnar.

En hvað benti til þess að jörðin væri ekki flöt?  Jú, þetta geta Reykvíkingar séð með því að fara niður að sjó og horfa í góðu veðri yfir Faxaflóa í átt til Snæfellsjökuls. 

Þá sést efri hluti Snæfellsjökuls en bunga hafsins hylur neðri hlutann. 

Ef síðan er gengið upp á Öskjuhlíð og farið upp í Perluna, sést meira af jöklinum og minna er hulið af bungu hafsins. 

 Enn betur sést þetta ef farið er frá fjöru upp á fjall á borð við Esjuna. Þá kemur allur jökullinn í ljós.

Sama gerist þegar farið er upp á Snæfellsjökul. Niðri við sjó sést aðeins efsti hluti Esjunnar yfir flóann en fjallið allt þegar komið er upp á tindinn.

Fornmenn gátu siglt fram og til baka yfir flóann og séð þetta sama gerast , hvernig fjöllin risu smám saman úr sæ þegar komið var nær þeim.

Samt var það svo gróið viðhorf í öllum trúarbrögðum og almennri heimssýn þessara alda og árþúsunda að hið augljósa var mönnum hulið. 

Því miður á þetta ekki bara við um það hvort jörðin sé flöt. Í mörgum málum myndast svo gróin trú á ákveðna hluti að ekkert virðist geta haggað henni. 


mbl.is Sólin er hnöttótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Steinn Steinarr var ekki í vafa um þetta. Í ljóðinu Undanhald samkvæmt áætlun segir hann:

Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu,
að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.
Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.
Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.2.2011 kl. 18:35

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég segi bara eins og Jón Ársæll:  "Já! Góður!"

Ómar Ragnarsson, 7.2.2011 kl. 19:23

3 identicon

Vinur þinn, Bubbi Morthens, samdi og söng eitt sinn ,,Jörðin, hún snýst um sólina....".

Bárður Fossberg (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 19:34

4 identicon

Þessi grein hjá þér fékk mig til að hugsa aðeins.

Ég hugsa að margir til forna hafi haft þær dillur í hausnum að jörðin væri ekki flöt, og í raun hafi viðhorf fólks til margra hluta verið allt öðruvísi en við höldum um það, en eins og einhver skrifaði, sagan er skrifuð af sigurvegurunum... þ.e. kirkjunni

hve mikið er til í því veit ég ekki.. bara getgátur

Snorri Snorrason (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 11:43

5 identicon

   'eg hef reyndar séð ýmisleg skrif  eða tilvitnanir í skrif  fræðimanna sem rýnt hafa í það sem hefur lifað frá horfnum menningarskeiðum.sem virðist gefa til kynna að í sumum þeirra  t.d hjá súmerum og baýlóníumönnum sem og í einhverjum gömlum indverskum menningarsamfélögum hafi a.m.k einhverjum hluta fólks sem uppi var verið ljóst að jörðin var ekki flöt, 

  Ekki veit ég hvort hugmyndinin um flötu jörðina er eitthvað sem rekja má til trúarbragða, eina sem ég minnist að hafa heyrt um það er tilvitnun sem sögð er vera höfð eftir Múhameð spámanni múslima þar sem hann ku hafa sagt  "að jörðin sé flöt og Allah gæti rúllað henni upp eins og teppi ef honum byði svo við að horfa"  en ég held að það beri að túlka sem myndlíkingu  frekar en staðhæfingu um lögun jarðar.

En hitt er svo annað mál að sólin snérist lengi í kringum jörðina, það vissu bæði kóngar i Egyptalandi og páfinn  og það var ekki umdeilalegur sannleikur.

Bjössi (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 18:05

6 identicon

Og eitt enn a.m.k einhverjir danir s.s. Povl Dissing eru nokkuð lengi búnir að vera með það á hreinu að sólin er hnöttótt ( og þess utan rauð líka ) ef ég skil danska orðið "rund" rétt samanber eftirfarandi krækju.

http://www.youtube.com/watch?v=GhrPgbIHVAQ

Bjössi (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband