Væri stjórnarskrárbrot víða erlendis.

Nú velta menn vöngum yfir því hvort bóndinn á Efri-Engidal í Skutulsfirði eigi rétt á skaðabótum og þá á hendur hverjum. Einnig velta menn vöngum yfir því hvort eða hver ákvæði laga fjalli um svona tilfelli.

Í stjórnarskrám margra annarra landa er rétturinn til heilnæms og óspjallaðs umhverfis stjórnarskrárvarinn og væri því ekki  um neitt vafamála að ræða ef slíkt ákvæði væri hér á landi og í tengslum við slíkt ákvæði væru ákvæði sérlaga sem tryggðu að þessi krafa stjórnarskrárinnar væri virt á öllum sviðum.


mbl.is Díoxínmengað kjöt fór á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ómar- þetta er aðeins eitt af mannrettindabrotum á Islandi.

 Æfistarf mannsins lagt í rúst af fíflum sem henda skít þar sem þeim sýnist og virða engin lög- raunar fá lög til her í Bananalyðveldi nema yfir að stela kjötlæri eða þannig .......

  Ef eg þekki bændur rett fer hann bara allslaus á - MÖLINA 

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.2.2011 kl. 20:31

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Af því berast fregnir og ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, að upphaflega hafi verið settur alveg nægilega góður hreinsibúnaður á þessa sorpbrennslustöð til að ekki yrði svona mengun - en svona hreinsibúnaður er ekki eilífur og þarf jafnvel að endurnýja hann - það hafi hinsvegar ekki verið gert vegna kostnaðar..........

Eyþór Örn Óskarsson, 8.2.2011 kl. 12:54

3 identicon

Hann á skýlausa skaðabótakröfu. Það er bókstaflega búið að "drulla yfir hann". Og væri það fjósfor gerði það ekkert til,  en þarna eru krabba-valdandi, fituleysanleg og langseig eiturefni í spilinu. Þau eru búin að menga afurðir, valda framleiðslutjóni, og hugsanlegu langtímatjóni á landinu.

Sveitafélagið ætti að fara samnings/bóta leiðina eins og skot. Ef ekki, er kollegi minn þarna með unnið skaðabótamál  í höndunum. Bara leiðinlegri leið að réttlátum áfanga.

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband