Egypskt "torg hins himneska friðar"?

Alkunna er hvernig mótmæli almennings í Kína voru barin niður með harðri hendi á Torgi hins himneska friðar 1989.

Hætt er við að á sömu lund fari nú í Egyptalandi.

Hinir spilltu einvaldar Sádi-Arabíu hafa tekið sér stöðu með Mubarak og þar með eru Bandaríkjamönnum settir þeir afarkostir að amast ekki við ríkjandi ástandi í Miðausturlöndum, enda á Mubarak líka áhrifamikla bandamenn þar sem eru Ísraelsmenn. 

En með engu móti munu Bandaríkjamenn dirfast að styggja olíufurstana. 

Olían er sterkasta afl samtíma okkar og það sem viðheldur núverandi heimsástandi, sem menn ætla að hanga í svo lengi sem hægt verður og helst lengur ef það væri hægt að fljóta sofandi að feigðarósi

 


mbl.is Herinn bjargi þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

Áhugavert að fylgjast með þessu af aljazeera, flestur annar "frétta"flutningur virðist vera of einhæfur til að vert sé að horfa eða hlusta á.

Hrappur Ófeigsson, 11.2.2011 kl. 05:17

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú flýgur ekki Frúnni og ekur ekki Jeppa á Fjall nema að þú sért hlynntur utanríkisstefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hr. Ómar Ragnarsson.

Mótmælin í Kína áttu ekkert skylt við það sem gerist í Egyptalandi nú. Enginn á Torgi hins himneska friðar krafðist útrýmingar nágrannaríkis. Það gera margir í Egyptalandi. Egyptar fá ekki friðsamlega byltingu ef þeir vilja hana ekki.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.2.2011 kl. 08:39

3 identicon

Þú virðist sjá stóru myndina Ómar. Fólkið verður að ná sínu fram, ekki bara í Egyptalandi. Það á ekki að skipta máli hvort hagsmunir olíufursta, ríkisstjórnar eða Mubarak skerðist, heldur eiga hagsmunir okkar og jarðarinnar skipta máli. Valdatengslin á milli þessara fursta, Bandaríkjastjórnar og einræðisherranna eru gífurleg og hafa þau fullt vald yfir fleiri milljónum ósáttra mannvera ! Það væri hræðilegt ef yfirvaldið myndi komast af sem sigurvegari í þessari baráttu. Fyrir framtíð jarðarinnar og sjálfu lífinu væri það hræðilegt ef stefna þeirra heldur núverandi mynd af kerfinu.

 Annars finnst mér,  með fullri virðingu, Vilhjálmur vera ansi þröngsýnn miðað við ummæli hans. Í langmest af þeim dögum sem mótmælin hafa staðið yfir hafa mótmælendur að langmestu leiti verið friðsamlegir. Það er skiljanlega erfitt að halda ró sinni þegar forsetinn svarar ekki  kallinu. Flest þau ofbeldismál sem hafa komið upp hafa átt upptök sín frá löggæsluaðillum og stuðningsmönnum Mubarak. Ekki eru mótmælendurnir að skjóta byssum á andstæðinginn, henda sprengjum og keyra yfir saklaust fólk? Nei, nefnilega ekki, en fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa mikið ýtt undir ofbeldi, því miður.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 13:46

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Davíð, þetta er ekki bylting.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.2.2011 kl. 07:29

5 identicon

Ég verð bara að segja þetta... Hvað meinaru ?

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband