12.2.2011 | 02:27
Hvað um Sádi-Arabíu?
Það hefur verið sagt að Egyptar séu valdamesta þjóðin í Miðausturlöndum. Það er ekki rétt. Sádi-Arabía gegnir í krafti einstæðs olíuauðs síns algeru lykilhlutverki í valdakerfi heimsins.
Þar ríkir gerspillt harðstjórn og einræði moldríkrar valdaklíku sem minnir meira á miðaldir í hugsunarhætti sínum en valdhafa á 21. öld.
Fyrir nokkrum árum komum við hjónin til Avon í Klettafjöllunum, en þá hafði þessi bær náð þeim áfanga í semkeppni við Aspen sem skíða- og ferðamannastaður, að krónprins Sádi-Arabíu hafði komið þangað til að renna sér á skiðum í stað þess að gera það í Alpafjöllum.
Þessi eini maður tók 100 herbergi á leigu í hótelinu og limúsínur og þyrlur þessa auðmanns settu mikinn svip á bæinn. Almenningur þar var tt fyrir auglýsinguna sem heimsóknin vakti, og tekjurnar, sem hún gaf, yfir sig hneykslaður á bruðlinu og firringunni, sem því fannst fylgja þessu slekti.
Þegar ég benti þeim á það að þessi ríkismannabær með öllum sínum flota lúxusbíla og pallbílatrölla ætti allt sitt undir því að halda friðinn við olíufurstann, sljákkaði aðeins í hneykslunarröflinu.
Samúð Vesturlanda með lýðræðisumbótum í Arabalöndunum nær varla lengra en að bensíndælunum hjá okkur. Þegar hinir raunverulegu olíuhagsmunir hins bandaríska lífsstíls koma til sögunnar er hætt við að allt annað víki.
Sádarnir lýstu yfir stuðningi við Mubarak á síðasta valdadegi hans og munu áreiðanlega ekki gefa eitt einasta dollarasent eftir ef kemur til þess að orða lýðræðisumbætur í olíuríkjunum.
Byltingar í olíurikjunum er vafalaust einhver skelfilegasta tilhugsun, sem ráðamenn stórveldanna geta ímyndað sér því að allt efnahagsmynstur veraldarinnar hangir á olíunni sem streymir þaðan jafnt til Bandaríkjanna sem Kína og Japans.
Þjóðarleiðtogar styðja Egypta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar.
Katar, Óman og Sádi Arabar eða voru það fleiri ?
Núna skulum við taka svolítið aðra umræðu um þessi ríki og önnur !
Þú veist það að peningar hafa farið inn í enska fótbolta frá þessum löndum ?
Eins haf peningar farið inn í enska fótboltan frá Rússlandi.
Hvers vegna segir engin neitt um þetta ?
Það vita allir, ég og þú , líka hvaðan peningarnir koma !
Við horfum á Egyptaland núna !
Hvenær ætlar fólk að vakna ?
Peningar vaxa ekki einhvers staðar ???????????????
Það er fullt af fólki sem blæðir þess vegna , fyrir fótbolta !!!
Núna er verið að tala um Man. Un. fyrir brauðið í Katar ??
JR (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 03:46
- sammála JR.
Hvenær ætlar fólk að vakna?
~ o~
Vilborg Eggertsdóttir, 12.2.2011 kl. 18:49
Hvað er að ykkur gott fólk ! er ekki fólk að vakna ? Egyptar eru að vakna, mikið í gangi í N.Afríku einnig, og Ómar ! þetta er nokkuð ólíkt þér, meina þá þessar alhæfingar sem koma fram þarna, auðvitað vill fólk flest á vesturlöndum breytingar í lýðræðisátt til handa meðbræðrum sínum í þessum löndum, það er og verður lykillinn að friðsamlegri sambúð þeirra og okkar í milli, sem er auðvitað ekki tilfellið í dag.En get tekið undir að Saudiarnir verða líklega þeir síðustu sem falla fyrir lýðræðisbyltingunni, við orðnir of gamlir til upplifa það (og þó) en það er og verður ekki vegna olíunnar, hún er núna á toppnun og þaðan er bara ein leið eins og við vitum, og svo annað hitt, nýtt og betra stjórnarfyrikomulag í þessum löndum kemur ekki í veg fyrir að þau þurfi að selja helstu og einu (næstum eins og er) afurð sína, svo síðasta setningin í innlegginu dettur meira og minna um sjálfa sig, enda miklu "slagorða" kenndari en maður á venjast frá þér Ómar. En þetta eru spennandi tímar, jafnvel fyrir okkur sem ólumst upp í miðju kalda stríðinu og kjarnorkuóttanum.MBKV að utan en með hugann heimaKH
Kristján Hilmarsson, 12.2.2011 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.