Dásamlega ósammála. Gott!

Það er gaman að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um lögin, sem keppa til úrslita í kvöld í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Spekúlantarnir álitsgjafarnir eða sérfræðingarnir, eins og þeir eru kallaðir, eru svo dásamlega ósammála um flest, en einkum þó um lagið Eldgos sem fær allan regnbogann af umsögnum.

Þetta er gott. Það væri slæmt ef fjölmiðlar fara að blanda sér í þetta mál á þann hátt að þeir dragi taum eins lags frekar en annars. Þetta er eitt helsta umræðuefni og viðfangsefni þjóðarinnar í skammdeginu og þjóðinni á að treysta fyrir því að dæma um lögin en leyfa fjölmiðlunum að standa hjá og fylgjast með án íhlutunar. 


mbl.is „Eldgos er sturluð snilld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eldgos er frábært lag og flutningur söngvarana svo kraftmikill að þeir gjörsamlega hrauna yfir hina flytjendurna. Ef þetta lag vinnur ekki í kvöld, þá er eitthvað að tónlistar smekk þjóðarinnar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 13:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt á sér besta tímann og einmitt núna getur Ísland sent lag í keppnina sem minnir bæði á landið, sérstöðu þess og stóran íslenskan atburð sem enn er í fersku minni Evrópubúa.

Frammistaða söngvaranna í kvöld var aldeilis stórkostleg. 

En 2-3 hinna laganna voru líka mjög góð. 

Ég var að hlusta fyrir hreina tilviljun í vikunni á lögin, sem Svíar höfðu úr að velja og mér finnst íslensku lögin núna flest betri en þau sænsku og því eigum við að mínu mati betri möguleika en þeir til að velja gott lag, eitthvað af þeim sem voru fremst meðal jafningja í kvöld.  

Ómar Ragnarsson, 12.2.2011 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband