Stolt Íslands.

Það þótti ekki öllum sjálfgefið fyrir tuttugu árum að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Þau höfðu verið hluti af Sovétríkjunum í hálfa öld og Gorbasjof hikaði ekki við að senda hermenn og skriðdreka á vettvang þegar íbúar þessara ríkja gáfu til kynna að þeir vildu brjótast undan okinu.

Margir óttuðust reiði og áhrif stórveldisins og þjóðir heims tvístigu því í þessu máli. 

En einn stjórnmálamaður virtist ekki í vafa á þessum tíma um það hvað bæri að gera; Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra Íslands, og blés á úrtöluraddirnar. 

Mörgum sýndist hann vera að leggja til aðgerð, sem væri áhættusöm, en reynslan sýndi, að stöðumat hans var hárrétt og fyrir bragðið leikur sérstakur ljómi um nafn Íslands í Eystrasaltslöndunum. 

Á þeim tímum sem orðstír okkar hefur laskast mjög er dýrmætt að eiga atvik í sögu landsins okkar sem ljómi mun leika um á meðan land byggist. 


mbl.is Afhjúpaði minningarskjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband