Grípandi lag!

Meginstaf lagsions "Aftur heim" söng eitt allra laga í hausnum á mér eftir að ég heyrði lögin, sem kepptu það kvöld. Það er stærsti kostur lagsins en getur líka verið ókostur, því að þá er hætta á því að maður fái leið á því.

En í lokakeppni Evróvision verður þetta kostur, því að fjöldi laganna er svo mikill, og þetta lag,"Aftur heim" verður líkast til nokkuð ólíkt öðrum lögum sem verður flutt í Dusseldorf. 

Að minnsta kosti heyrist mér að bæði í Noregi og Svíþjóð gangi yfir frekar einhæfur smekkur varðandi það hvað séu "góð Evróvisionlög" og í keppninni í Svíþjóð, sem ég heyrði fyrir hreina tilviljun, var þessi einhæfni áberandi í nær öllum lögunum og mér fannst hennar gæta líka hér heima í nokkrum laganna. 

Í hitteðfyrra greip norska lagið mig svo gersamlega við fyrstu hlustun að ég féll algerlega fyrir því frá þeirri stund. 

Hvort "Aftur heim" getur notið þess hve grípandi það er, er hins vegar allsendis óvíst. 

Ef einhvern tíma hefði verið grundvöllur fyrir lagi sem byggði á heimsfrægð eldgossins í Eyjafjallajökli var það nú. Eftir ár verður sá möguleiki að mestu liðinn hjá. Flutningur lagsins "Eldgos" var áhrifamikill í kvöld en Magni og Jógvan eru dæmi um söngvara sem geta gert söngvakeppni að söngvarakeppni. 


mbl.is „Aftur heim“ sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Aftur heim minnti mig afar mikið á Spilverk Þjóðanna af einhverjum ástæðum. Það er plús.

Billi bilaði, 13.2.2011 kl. 00:29

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Blli bilaði, það minnti mig  á  Sigurjón Brink og engan annan!! og það er sko plús

Guðmundur Júlíusson, 13.2.2011 kl. 00:57

3 Smámynd: Billi bilaði

Þar sem ég þekkti ekki Sigurjón Brink, þá gat það ekki minnt mig á hann.

Billi bilaði, 13.2.2011 kl. 12:19

4 identicon

Minnir á öll euruvisionlög, afspyrnulélegt lag eins og er von og vísa með eurovisionlög.
Það má telja eftirminnileg eurovisionlög á fingrum annararr handar á manni sem hefur misst amk 3 fingur.. þá er ég að tala um eurovisionlög á heimsvísu.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband