22.2.2011 | 22:21
Dæmi sem þarf að reikna.
Í kosningabaráttunni 2007 kom upp í umræðum okkar í Íslandshreyfingunni að endurmeta þyrfti þðrf á strandsiglingum vegna þess að kostnaðardæmið væri ekki rétt reiknað, - slitið á þjóðvegunu væri vanmetið.
Kunnáttumenn lýstu því fyrir okkur hvernig þungu bílarnir eyðileggja undirlag veganna á stóru köflum, mylja það niður svo að vegirnir lækka og verða öldóttir.
Þá lá ekki fyrir neitt mat á þessu en nú liggur fyrir að vöruflutningarnir kosta aukalega 2,5 milljarða á ári.
Næsta skref hlýtur að vera að finna út hve mikill samsvarandi kostnaður er við strandflutningana.
Erfiðleikarnir við málið eru þeir, að vöruverð á landsbyggðinni er mjög háð kostnaði við flutninga og því getur verið útkoman hugsanlega orðið sú að þungaskattur sem lagður væri á svo að þeir borguðu sem notuðu bitnaði á landsbyggðarfólki.
Hins vegar þarf að skoða vel hvort ekki megi vega það upp með auknum strandsiglingum ef þær eru hagkvæmari. Í mörgum tilfellum skiptir hraði sendinga ekki öllu máli, en taka þarf með í reikninginn þann viðbótarkostnað við strandsiglingarnar sem fylgir því að flytja vörurnar frá hafnarsvæðu í geymslur þar sem þess gerist þörf.
Helmingur viðhaldskostnaðar vegna vöruflutningabifreiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
eins og með marga virðist þú vera að færast yfir í einhvern eigin draumaheim. Strandsiglingar eru hluti af fortíðinni og koma ekki aftur svo neinu nemi og mun verða eingöngu til kostnaðar fyrir þjóðina. ástæðan fyrir því er einföld. er einhver þeirra sem þarf að nota fluttningar þe. verslanir og fyrirtæki (þá aðalega sjávarútvegsfyrirtæki) sem hafa áhuga á að nota þennan fluttnings máta?
í allri þeirri umræðu sem hefur verið um strandsiglingar þá eru það nær eingöngu stjórnmálamenn og wannabe stjórnmálamenn sem tala um strandsiglingar sem einhvern kost. allir sem standa að rekstri geta ekki hugsað sér að nota þessa fluttnings aðferð.
að sigla með vörur í kringum landið, umskipa og geyma í vörulagerum er bara ekki hluti af nútíð. það er ekki verið að fara að sigla með grænmeti og ávexti frá Reykjavík til Akureyrar. það er ekki víst að varan verði í neyslu hæfu ástandi eftir slíkt miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag.
til að strandsiglingar myndu borga sig þá þyrftu allar vörur að fara með bátunum. það er bara ekki raunhæft að ætla að sigla hringin í kringum landið með hálf tómt skip sem flytur þær vörur sem hafa lengri geymslu tíma. síðan mun kostnaður við birgðar hald vaxa.
Fannar frá Rifi, 23.2.2011 kl. 09:56
Í pistli mínum var ekkert um þann fórnarkostnað sem slysin af völdum vöruflutningabílanna hafa í för með sér. En það er rétt hjá þér, Fannar frá Rifi, að hagræðið af því að geta ekið vöruflutningabíl að nánast hvaða dyrum, sem er, er mikið og í öðrum löndum hafa landflutningar með bílum tekið við miklu af flutningunum.
Ég sé hins vegar ekki hvað er að því að reikna þetta dæmi til fulls. Ef niðurstaðan er sú að verulega halli á strandflutningana hvað snertir þau gjöld sem af flutningsstarfseminni eru tekin og að í kjölfar nýrrar skattlagningar á báða flutningsmátana verði mun ódýrara fyrir viðskiptavinina að láta flytja vörurnar með skipum, kann dæmið að breytast.
Þú gleymir því að það er mjög mikið af vörum, sem ekkert liggur á að flytja með ofurhraða á milli staða og það ætti líka að reikna það út hve mikið af vörunni liggur virkilega svona mikið á að flytja.
Ég er ekkert að tala um að landflutningarnir verði lagðir af, heldur að þessi tvö flutningsform standi í raun og veru jafnt að vígi þegar allur kostnaðurinn er tekinn með í dæmið.
Ómar Ragnarsson, 23.2.2011 kl. 23:00
en þá er aftur komið að því hversu mikið af vörum er um að ræða sem fluttar eru um og ekki eru með stuttan endingartíma? dugar það magn til þess að standa undir kostnaði við skipafluttningar? og hafa þeir sem kaupa vöruna áhuga á því að koma sér upp birgðargeymslum af slíkum vörum? það verður jú að gera ráð fyrir að skipafluttningar verði með nokkura daga milli bili eða jafnvel viku milli bili og svo getur alltaf farið í veðrum eins og á Íslandi að fluttninsskipið komist ekki á einhvern staðan í einni ferðinni og þá kannski líða 2 vikur framm að þeirri næstu.
þó þetta sé voðalega skemmtileg pæling fyrir stjórnmálamenn og aðra sem haldnir eru fortíðarþráhyggju þá er ólíklegt að Strandsiglingar verði nokkurntíman að veruleika nema eftirfarandi komi til:
1. Alþingi og Ríkisstjórn neyði kaupmenn og aðra til að nota strandsiglingar með lögum.
2. Strandsiglningar verði niðurgreiddar.
síðan gleymiru því að það þarf alltaf flytja allar vörur til og frá stoppustöð Strandsiglinga. það þyrftu því að vera vörufluttningabílar þar sem flytja vörur til annarra byggða og erum við þá eitthvað bættari?
Fannar frá Rifi, 24.2.2011 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.