23.2.2011 | 01:10
Jafn bilaður og Hitler.
Adolf Hitler trúði á það að hann væri snillingur á öllum sviðum og þegar bandamenn sóttu inn í Þýskaland bæði úr austri og vestri var það efst í huga hans að berjast til síðasta blóðdropa þótt allir sæu að það myndi leiða milljónir manna í dauðann og valda yfirgengilegri eyðileggingu.
Á síðustu vikunum æpti han að þýska þjóðin hefði brugðist sér og ætti skilið að farast í vítislogum styrjaldarinnar, aðeins tvennt kæmi til greina: Sigur á síðustu stundu eða að Þýskaland og þýska þjóðin myndi farast og verða kramin undir hælum bolséviskra villimanna af óæðri kynþætti.
Hitler, eins og Gaddafí, sagði að ekkert annað kæmi til greina en að hann yrði í hópi þeirra sem berðist til síðasta blóðdropa og hlyti píslarvætti fyrir.
Síðustu vikurnar í stríðinu stýrði Hitler ímynduðum hersveitum gegn óvinunum og lifði í firrtum sýndarveruleika. Þegar Roosevelt Bandaríkjaforseti dó þremur vikum fyrir stríðslok hrópaði Göbbels upp í neðanjarðarbyrgi Foringjans: "Þetta eru straumhvörfin í stríðinu!"
Gaddafí afgreiðir sendiráðsfólk Lýbíu um allan heim og þúsundir mótmælenda og hersveita, sem hafa snúist gegn honum, sem eiturlyfjafíkla og vesalinga sem eigi ekkert betra skilið en að vera drepnir.
Hann hrópar: "Lýbía hefur notið einstakrar virðingar á alþjóðavettvangi! Ég er mikilmenni!
Annað er eftir því og heimurinn horfir og hlustar á bullið í vitfirringnum í ótta og viðbjóði.
Æði Hitlers kostaði milljónir manna lífið bara síðustu mánuði stríðs, sem var löngu tapað.
Menn eins og Hitler og Gaddafí safna að sér þýlyndum jámönnum sem þrífast á því að mæra foringjann og segja honum allt sem hann langar til að heyra, burtséð frá hvort það sé satt eða logið. Smám saman er það allt lygi sem hann fær að heyra og sjá.
Þetta samband Foringjans og hinna auðsveipu jámanna hans er ávísun á verstu ófarir og hörmungar, sem hægt er að leiða yfir þjóðir. Þvi miður er ekki annað að sjá en að slíkt ástand ríki í Líbíu.
Villuleit í boði Púkaþ
Frétt af mbl.is
Gaddafi fer hvergiErlent | mbl.is | 22.2.2011 | 16:11
Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, segir að hann muni ekki yfirgefa Líbíu. Hann muni deyja á á líbýskri grundu. Þetta sagði hann í sjónvarpsávarpi til líbísku þjóðarinnar.
Lesa meira
Færsluflokkur
Aðalflokkur:Bloggar Bækur Dægurmál Enski boltinn Evrópumál Ferðalög Fjármál Fjölmiðlar Heilbrigðismál Heimspeki Íþróttir Kjaramál Kvikmyndir Lífstíll Ljóð Löggæsla Mannréttindi Matur og drykkur Menning og listir Menntun og skóli Pepsi-deildin Samgöngur Sjónvarp Spaugilegt Spil og leikir Stjórnmál og samfélag Sveitarstjórnarkosningar Tónlist Trúmál Trúmál og siðferði Tölvur og tækni Umhverfismál Utanríkismál/alþjóðamál Vefurinn Viðskipti og fjármál Vinir og fjölskylda Vísindi og fræði
Athugasemdir
Leyfa athugasemdir við færsluí daga frá birtingu
Gaddafi fer hvergi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.