Sumarhöfn um sinn.

Það á ekki að koma neinum á óvart þótt Landeyjahöfn verði aðeins notuð að sumri til á næstu árum.

Aðeins 15 kílómetra frá höfninni er mesti vindastaður landsins og einn sá mesti á jörðinni að vetrarlagi. 

Vikum og mánuðum saman sjáum við "eðlilegt ástand" á Norður-Atlantshafi þegar lægðir og lægðakerfi koma hvert á fætur öðru norður eftir vestanverðu Atlantshafi og bera rok og rigningu norður fyrir Ísland. 

Meðalástand í janúar er það, að fyrir suðvestan Ísland er lægsti meðalloftþrýstingur á jörðinni og fyrir norðan landið yfir Grænlandi er önnur mesta hæð heims. Saman búa þessi kerfi til mesta vindbelging á jörðinni. 

Þessu ástandi linnir ekki fyrr en í apríl-maí. Þá hefjast vorleysingar og Markarfljót og árnar austar á ströndinni skila líka aurburði til sjávar. 

Augljóslega er enginn friður fyrir aurburði í Landeyjahöfn fyrr en komið fram á sumar. Þá er mesti ferðamannastraumurinn milli lands og Eyja og mest ástæða til að nota höfnina.

Nær væri að auka mokstur þá en draga úr vonlausum mokstri á veturna. 

Að lokum: Landeyjahöfn opnar hvorki eitt né neitt.  Hins vegar opnast Landeyjahöfn ef sanddæluskip geta opnað hana. Fyrirsögn þessarar fréttar er rökleysa. Rökrétt fyrirsögn er: "Óvíst er hvenær Landeyjahöfn opnast."  Hvenær ætlar fjölmiðlafólk að læra jafn einfaldan hlut?


mbl.is Óvíst hvenær Landeyjahöfn opnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nær væri að hætta þessu alveg. nýtt og stærra skip eins og nú er að moka hefur engu skilað. nær væri að nota milljónirnar sem fara í sand, í eitthvað annað svo sem heilbrigðiskerfið eða eitthvað þessháttar sem skiptir máli núna í þjóðfélaginu.

Þórarinn (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 13:02

2 Smámynd: Sævar Helgason

Suðurströndin allt frá Hornafirði og  í  Þjórsárósa er eitt samfellt sandflæmi.

 Sjósókn frá þessu svæði frá upphafi Íslandsbyggðar hefur verið miklum erfiðleikum háð. Þó lagt væri frá sandi í góðu var aldrei að treysta lendingum.

Sjósetningarstaðurinn frá því um morguninn var yfirleitt gjörbreyttur við lendingu. Leita þurfti lendinga langt frá fyrri stað. Þó stillt sé í sjóinn þá eru straumar miklir og sandrif bæði neðansjávar og ofan ýfa upp öldu-í logni.

 Það stendur aldrei neitt kyrrt þarna.

Sandurinn er allur á iði og ferðast til. Og öll er ströndin fyrir opnu Atlantshafinu og því mikið stóröldufar.

Verbátar fyrrum voru sjósettir í álum innan sandrifja og róið út um rennu frá álnum. Þessar hafnir stöðu yfirleitt stutt-álar fylltust rennur lokuðust.

 Og nú eru menn á tækniöld að berja sér á brjóst og byggja höfn á nútímavísu-Landeyjarhöfn. En það hefur ekkert breyst með sandinn mikla og eðli hans.

Sævar Helgason, 23.2.2011 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband