Hef alltaf haldið upp á Halldór.

Ég hef fylgst með íslenskum handbolta í meira en hálfa öld og auðvitað hafa stórstjörnur, allt frá Geir Hallsteinssyni og Axel Axelssyni til Alexanders Pettersson og Ólafs Stefánssonar, hrifið mann mikið.

En ég hef ekki síður haldið mikið upp á leikmenn, sem hafa verið lítið áberandi en þó bæði haft mikil áhrif á liðsheildaina og spilið og oft á tíðum skorað miklu meira en búast hefði mátt við. 

Í stjörnuleik "gömlu mannanna" í FH og Fram sem eitt sinn var spilaður í Laugardalshöllinni og Geir og félagar brilleruðu með glæsitilþrifum og mörkum var það nú samt Fram sem hafði betur ef ég man rétt. 

Og annað kom algerlega á óvart. Hver var markahæstur í leiknum? Guðjón Jónsson? Hvenær skoraði hann öll þessi mörk?  Jú, Guðjón var einhver útsjónarsamasti leikmaður sem ég minnist og ótrúlega snjall við að finna glufur í vörnum andstæðinganna og nánast lauma boltanun niður í gólfið og upp í markhornin, svo lítið bar á! 

Bergur Guðnason kunni þetta bæði í knattspyrnu og handbolta og löngu síðar komst Halldór Ingólfsson á lista minn yfir leikmenn, sem virðast jafnvel vera ólíklegir til að vera handboltamenn, hvað þá meðal þeirra bestu. 

Nú veit ég ekkert hve góður Halldór er sem þjálfari, en margföld reynsla er fyrir því að þegar liði gengur undir væntingum er þjálfarinn venjulega látinn fjúka, jafnvel þótt ástæðan fyrir slöku gengi sé önnur. 

Sem sagt: Ekki orð um stöðu Halldórs sem þjálfara, en hrós og þakkir fyrir þá ánægju sem hann veitti mér þegar hann var upp á sitt besta sem handknattleiksmaður í fremstu röð, án þess að séð væri að hann væri frekar afburða handboltamaður heldur en venjulegur silalegur og sívalur skrifstofumaður hjá Tryggingarstofnun ríkisins.


mbl.is Halldóri sagt upp hjá Haukum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæll Ómar..

Ég tek undir orð þín um Halldór Ingólfsson.

Hef alltaf haft miklar mætur á honum sem leikmanni.

Halldór Jóhannsson, 24.2.2011 kl. 21:05

2 identicon

Sæll Ómar.

Geir Hallsteinsson, eins og þú segir réttilega var algjör stórstjarna, hann var ótrúlegur leikmaður með ótrúlega skot-tækni og gat skotið á alla vegu: undirhandarskot, kringluskot, uppstökks-skot osf. Svo ekki sé minnst á pabba hans heitinn, Hallstein Hinriksson sem er oft kallaður faðir handboltans á Íslandi. Svo Logi Geirsson sonur Geirs, þvílíkar bombur sem hann var með á Ólympíuleikunum. Þetta er hálfgerð keðjuverkun með þá alla, næst verður það sonur Loga, sem kom í heiminn fyrir nokkrum mánuðum síðan sem verður stórstjarna.

Guðmundur Arnar (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:14

3 identicon

Ætli þessi uppsögn gæti eitthvað tengst því að skyndilega losnaði þekktur handboltaþjálfari í Þýskalandi?

Þorevaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 17:10

4 identicon

Þorvaldur: Aron Kristjánsson er ekki fyrsta val, segir formaður hauka, en hann er inn í myndinni eftir tímabilið. Tveir af leikmönnum hauka muna taka við þjálfun liðsins og gera það út leiktíðina og janvel næstu leiktíðir þar á eftir líka.

Arnar Óli (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 17:21

5 identicon

Jæææææja?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband