Hefði átt að spyrja um Gæsluna?

Strandgæsla og vopnaðir lögreglumenn flokkast almennt ekki sem her en línan þarna á milli getur stundum verið óskýr.  Við Íslendingar háðum þrjú þorskastríð við Breta og þegar skotið var með fallbyssu á togarann Everton norður af landinu má segja að vopnavaldi hafi verið beitt af hálfu okkar.

Við höfum hins vegar ævinlega skilgreint okkur sem vopnlausa þjóð sem þar af leiðandi hefði ekki þann hugsunarhátt sem hjá öðrum þjóðum hefur þróast gagnvart her og hervaldi. 

Skoðanakönnun gagnvart her almennt hefði kannski átt við hér gagnvart varnarliðinu á Keflavíkurlugvelli ef það hefði enn verið þar. 

Ég man ekki hvort Landhelgisgæslan hefur verið í hópi þeirra stofnana, sem spurt hefur verið um í skoðanakönnunum hér á landi, en ef svo væri gert, myndi líklega mælast miklu meira traust en gagnvart her almennt. 

 


mbl.is Spurt almennt um heri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

The Salvation Army er eini herinn hérna.

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband