Gagn og gaman í fullri alvöru.

Það var gaman að vera viðstaddur og leggja lið keppni slökkviliðsmanna og lögreglumanna í íshokkí í dag í upphafi mottumars- átaks Krabbameinsfélags Íslands.

Gaman og alvara blönduðust saman í þessari athöfn því ávarp Rúnars "mottumanns", þess er sigraði í keppninni í fyrra, snart alla. Þegar hann var að leggja sitt af mörkum í fyrra barðist bróðir hans við krabbamein og varð að játa sig sigraðan. 

Það er til mikils að vinna. Á hverju ári missum við allt að hundrað karlmenn, sem hefði verið hægt að bjarga ef þeir hefðu verið meira vakandi og óhræddari við að gera ráðstafanir þegar fyrstu einkennin gerðu vart við sig.

Átakið gerir mikið gagn, en þó að djúp alvara búi undir, er líka hægt að fá gleði út úr baráttunni, einkum ef hún gerir gagn. Leikgleðin og lífsgleðin, sem lögreglumenn og slökkviliðsmenn sýndu í dag, var hreint yndislegur sólargeisli í dimmu skammdegisins.

 


mbl.is Mottur á allra vörum í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband