Íslandssólin mín.

Mikið er ég ánægður yfir því að Herdís Þorvaldsdóttir skuli hafa hlotið verðskuldaða viðurkenningu og heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV.

Ég sá Herdísi fyrst í hlutverki Snæfríðar Íslandssólar í Íslandsklukku Laxness skömmu eftir vígslu Þjóðleikhússins og þótt ég hafi séð verkið nokkrum sinnum síðan er hún mín Íslandssól æ síðan. 

Hún er raunar Íslandssól á fleiri sviðum, því að óþreytandi elja hennar og barátta fyrir bættri meðferð á gróðurlendi Íslands er aðdáunarverð. 

Ég óska henni innilega til hamingju með heiðurinn og sendi þessari valkyrju baráttukveðjur mínar. 


mbl.is Herdís fékk heiðursverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband