10.3.2011 | 23:42
Kostar klof að ríða röftum.
Nær daglega má sjá í fréttum hve athafnasamir menn voru í aðdraganda bankahrunsins "að bjarga verðmætunum" með því að láta peninga streyma sem örast út úr bönkum og fjármálafyrirtækjum til útvalinna gæðinga.
Hvað varð svo um peningana? Í mynd Helga Felixsonar um Hrunið var svarið: "Þeir hurfu bara."
Samt má sjá að umsvif þeirra sem tengjast þeim hafi síst minnkað.
Í sjónvarpsviðtali í kvöld var fyrrverandi fjármálaráðherra Breta tíðrætt um þetta fjárútstreymi síðustu viku og daga fyrir hrun og reyndi hann í viðtalinu að útskýra hegðun breskra og íslenskra stjórnvalda þessa örlagaríku daga.
Fjárútstreymið til hinna útvöldu var nauðsynlegt til að viðhalda lífsstíl þeirra og lúxusi, sem enn er í fullum blóma í snekkjum, glæsivillum, veisluhöldum og umsvifum.
Slæm truflun varð á þessu varðandi veisluna góðu í snekkjunni í lúxusstaðnum Cannes í Frakklandi en um það má segja hið fornkveðna, að "það kostar klof að ríða röftum."
Mættu ekki í veisluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Látum berast hvað almenningur þarf að sætta sig við.
http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/1149363/
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.3.2011 kl. 00:45
Skv. fréttum fór veislan í gang, þó að gestgjafinn hafi ekki mætt: veisluhöld á fullu á kostgnað hvers? Innistæðieigenda?
Þetta með að "það kostar klof að rífa röftum" getur þú útskýrt hugsunina á bak við þetta orðtak. Heilasellurnar í lægð í kvöld ...!
Breski fjármálaráðherrann í viðtalinu í gærkvöldi varð tíðrætt um sendinefnd íslenska ríkisins með Björgvin í fararbroddi. Ég velti fyrir mér eftir að hafa hlustað á þetta viðtal, hvert var raunverulegt markmið/erindi þeira til þess breska? Fundurinn ku ekki hafa skilað neinu.
Sko, annað hvort voru Íslendingarnir í algjörri afneitun gagnvart alvarlegri stöðu bankanna, eða þau voru bara svona barnaleg að fatta ekki hvað var í gangi í eigin landi hvað varðaði bankana - eða bæði. Mér skilst að þegar Fjármálaeftirlitið hafi komið á fund í bankana hér fyrir hrun, að þá hafi gagnrýni þeirra verið púuð niður af stjórnendum bankanna.
Þeir sem eru ábyrgir í ríkisstjórn, hafa oftast litla sem enga reynslu í svona fjármálum og hvað þá að hafa skilning eða þekkingu á því sem gerist í bönkum og fjármálastofnunum sem eru við það að fara á hliðina: enda eru þessir blessaðir ráðherrar ýmist lögfræðingar, dýralæknar, kúasmalar eða bændur.
Hvernig í ósköpunum eiga slíkir einstaklingar að geta áttað sig á hvernig bankar fungera, nema þeir hafi lesið sér sérstaklega til um slíkt. Sem líklega enginn í íslensku sendinefndinni hafði gert. Veit reyndar ekki um aðila Fjármálaeftirlitsins.
En sá breksi vissi sitt, en var nægilega kurteis til að ganga ekki á liðið og segja þeim það sem hann grunaði varðandi stöðu íslensku bankanna.
Ég held að Íslendingarnari hafi bæði verið í afneitun og verið haldnir fáfræði, hvað þetta mál allt varðar.
Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 03:21
Þú finnur nú ekki marga bændur eða dýralækna í efri hæðum hrunbankanna, og smiðir einka(vina)væðingarinnar eru aðallega lögfræðingur og Hagfræðingur.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 10:19
Gleymum ekki að sumir peninganna fóru til MONY HEAVEN! ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2011 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.