11.3.2011 | 13:42
Bakkus gætir jafnræðisreglunnar.
Bakkus konungur er afar jafnréttissinnaður og velur sér hirðmenn af öllum stigum, háa sem lága.
Hann mismunar fólki ekki eftir greindarvísitiölu. Jafnt afburðafólk sem aular eiga jafn greiðan aðgang að því að þjóna þessum mikla konungi eða eigum við að segja kemst ekki hjá því að gerast honum handgengnir og inna af höndum herskylduur sem getur kostað þá lífið.
Tíu prósent núlifandi karlmanna á Íslandi, 15 ára og eldri, hafa gist í höll óvinar Bakkusar á Vogi og líklega gæti annar eins fjöldi staðist inntökupróf þar ef hann vildi viðurkenna að vera háður fíkniefnum.
Veldi Bakkusar og fíkniefnanna nær langt út fyrir þá sem teljast fíklar því að aðstandendur hvers fíkils eru minnst einn ef ekki fleiri og þurfa að þjóna sem "kóarar" rétt eins og aðstoðarflugmenn indverskra flugstjóra sem fljúga fullir.
Áhrif neyslunnar ná líka út fyrir fíklana, jafnvel til ófæddra einstaklnga þannig að jafnræðið nær út fyrir ævimörk sumra.
56 drukknir flugmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.