11.3.2011 | 14:05
Undarlegt orsakasamhengi.
Samhengið í efnahagsmálum heimsins er oft furðulegt. Þegar kaffiverð hækkaði gríðarlega í Brasilíu fyrir þrjátíu árum olli það hærri launum á Íslandi vegna vísitöluhækkunar.
Þegar olíuverð hækkar hér á landi eykur það tekjur ríkissjóðs.
Og nú er það nöturlegt og raunar agalegt "fagnaðarefni" ef eldsneytisverðið lækkar vegna hræðilegs manntjóns og eyðileggingar í Japan.
Þetta er svo ferlegt samhengi að maður hikar við að nefna það.
Olíuverð lækkar vegna skjálftans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, maður gleðst ekki yfir svoleiðis.
Úrsúla Jünemann, 11.3.2011 kl. 16:30
Stóru olíufélögin eru með verðsamráð og leika sér með ástæður oftast til hækkunar. Í þessu tilfelli eru þeir að klóra í bakkan með að halda trúverðugleikanum og lækka verðið. Það er ekkert annað samhengi. Einokun og samráð er það sem þetta er kallað og G8 ríkin taka þátt í þessu öllu saman.
Guðlaugur Hermannsson, 11.3.2011 kl. 23:02
Sæll hagkerfið okkar er í rúst!
Sigurður Haraldsson, 12.3.2011 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.