Vekur minningar frá keppni í skólanum.

Þeir hafa haft lag á því í Verslunarskólanum að efna til eftirminnilegra bardagaatriða á skemmtunum skólans.

Mér er enn í minni þegar ég var fenginn til að vera dómari og lýsa tveggja lotu hnefaleikum í skólanum á milli tveggja nemenda. 

Annar þeirra var langur og renglulegur dökkhærður sláni, en hinn vel vöðvaður kubbur svipaður Tyson og hafði sá greinilega æft eitthvað hnefaleika.

Bardaginn byrjaði með látum, því að síðarnefndi nemandinn hóf þegar stórsókn og lumbraði duglega á slánanum sem átti í vök að verjast og virtist ekki eiga hina minnstu möguleika á að jafna leikinn. 

Einhvern veginn tókst honum þó að  geta komið í veg fyrir ósigur hans, því að sókn mótherjans hófst umsvifalaust með mikilli barsmíð. standa út lotuna og jafna sig eitthvað í mínútu hléinu sem á eftir kom, en þegar seinni lotan hófst virtist fátt geta komið í veg fyrir að sláninn játaði sig sigraðan, því að hann var farinn að bólgna undan höggum mótherjans.

En hún stóð ekki lengi, því að skömmu síðar kom sláninn inn óvæntu gagnhöggi og annað ekki síðra fylgdi á eftir. 

Og nú snerist dæmið við. Sláninn hóf hnitmiðaða gagnsókn og raðaði inn höggum af mikilli færni þangað til stöðva varð bardagann og lýsa hann sigurvegara. 

Ég tilkynnti hver væri hinn óvænti sigurvegari: "Ásgeir Örn Hallgrímsson!" 

Það kom mér síðar ekki á óvænt að íþróttir yrðu viðfangsefni þessa unga og efnilega Verslunarskólapilts. Hann bjó greinilega yfir hæfileikum sem gátu nýst honum í hverri þeirri íþróttagrein sem hann kysi að stunda og gera að atvinnu sinni erlendis ef svo bæri undir. 


mbl.is Gunnar Nelson lúskrar á Verslingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Einhvern veginn tókst honum þó að geta komið í veg fyrir ósigur hans“

Eins gott að Eiður sér þetta ekki!

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband