Ennþá "klikkuð veröld"?

Á þeim tíma þegar Tiger Woods var besti kylfingur heims og Bandaríkjamenn komnir í stríð í Írak varð þessi lýsing á ástandinu í heiminum til:

"Besti rapparinn er hvítur, - besti golfleikarinn svartur, - Frakkar saka Bandaríkjamenn um hroka og Þjóðverjar vilja ekki fara í stríð.  Veröldin er greinilega að fara á hvolf." 

Sumt af þessu hefur breyst en annað ekki. Já, svona er heimurinn í dag, myndi Jón Ársæll segja. 

 

P.S. Haukur Kristinsson sendi inn bráðnauðsynlega athugasemd með allri fjarstæðurununnni, sem var höfð uppi fyrir nokkrum árum. Ég vísa í hana frekar en að fara að breyta textanum hér fyrir ofan.


mbl.is Þjóðverjar hafna flugbanni yfir Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ögn lengra: 

“You know the world is going crazy when the best rapper is a white guy, the best golfer is a black guy, the tallest guy in the NBA is Chinese, the Swiss hold the America's Cup, France is accusing the U.S. of arrogance, Germany doesn't want to go to war, and the three most powerful men in America are named 'Bush', 'Dick', and 'Colon'".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 16:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Innilegar þakkir, Haukur, fyrir að koma þessu öllu til skila.

Ómar Ragnarsson, 15.3.2011 kl. 19:22

3 identicon

Finnst ykkur friðarsinnum ekki rosa fínt að horfa á hvernig stórveldin fylgjast með Gaddafi í Lýbíu?

Veröldin er ennþá klikkuð.  Því miður.  Er það ekki bara vegna þess að Dick og Colon eru farnir út með Buskanum og Obama komin í staðin?

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 19:58

4 identicon

Erfið spurning jonasgeir, mjög erfið. Hef verið með svipaðar vangaveltur. Hvað hefði Bush gert? En hvað skal gera? Amis eru þegar með lið í tveimur Múslima löndum og orðnir langþreyttir. NATO mun ekki gera neitt. Anders Fogh Rasmussen fundar með Chaterine Ashton og drekkur kaffi. Allt heila svæðið, Norður-Afríka og Miðausturlöndin eru einn “powder keg”. Hvað finnst þér, hvað finnst Ómari?   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 21:01

5 identicon

Einu sinni sá ég bíómynd sem hét "Vitskert veröld " It is a mad,mad vorld, sú veröld var nú öðruvísi "vitskert" og átti ekkert skylt við þá veröld sem við þekkjum í dag.

Steindór T. halldórsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 00:28

6 identicon

Ég held að kaninn gæti nú kannski bara látið það duga að snúa taflinu við í Lýbíu með lítilsháttar lofthernaði.

Gaddi kallinn án flugstyrks og véladeilda skíttapar þá bara.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 09:33

7 identicon

Finnst ykkur friðarsinnum ekki rosa fínt að horfa á hvernig stórveldin fylgjast með Gaddafi í Lýbíu?

Veröldin er ennþá klikkuð.  Því miður.  Er það ekki bara vegna þess að Dick og Colon eru farnir út með Buskanum og Obama komin í staðin?

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:08

8 identicon

Þetta var óvart, að senda inn aftur sömu athugasemdina.

 ....En það sem er að gerast og er búið að gerast í Lýbíu sýnir bara að "ískalt" hagsmunamat er aldrei eins mannfjandsamlegt og hjá krötum og friðarsinnum.

Fögur orð án aðgerða eru minna en núll virði.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband