Spámaðurinn á fjallinu hjólaði í hríðinni.

Í útlendum bæklingi með nafninu "Weather to travel" eða "Ferðaveður" er því lýst skilmerkilega að Ísland sé stóran hluta ársins á einhverju vindasamasta svæði í heiminum og að sviptinagar í veðrinu séu því með ólíkindum hér á landi.

Okkur kanna að þykja bjartsýni hjólagarpsins erlenda sem ætlar að hjóla um landið í svona veðri með eindæmum en gleymum því að sífellt fleiri ferðamenn leita að "áskorun" til þess að takast á við á ferðum sínum um heiminn. 

Sjálfir áttum við Íslendingar mann, sem líklega setti heimsmet í ákveðni, þrjósku, seiglu og þolgæði á þessu sviði. 

Það var Óskar Magnússon, sem ásamt konu sinni, Blómey Stefánsdóttur, bjó í litlum torfbæ uppi á fjallinu fyrir ofan Skíðaskálann í Hveradölum í heil níu ár og hjólaði til daglega til vinnu sinnar í Reykjavík. 

Þetta allt saman gerði hann til þess að mótmæla því að hafa verið hrakinn úr einstæðu húsi sínu, "Kastalanum", sem hann hafði reist sér í Blesugróf en varð að víkja fyrir Breiðholtsbraut, sem nú heitir Reykjanesbraut. 

Óskar var líka mjög ósáttur við hina kapítalistíska þjóðskipulag og haldinn ofstækisfullri en heiillandi blöndu af hörðum kommúnisma og kristni. 

Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hann barðist á hjóli sínu á móti éljaveðri við að komast frá Reykjavík upp á fjallið og þá hélt hann spámannlega þrumuræðu með eldingum yfir mér í Litlu kaffistofunni. 

Fyrir 13 árum reit ég bók sem fjallaði að hálfu um hið einstaka lífshlaup Óskars og Blómeyjar en hinn helmingurinn var um "Gulldrengina" sem fóru og kepptu á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Brussel 1950. 

Bókin hét "Mannlífsstiklur" með undirheitinu "Spámaðurinn, Gulldrengirnr og fleira fólk" og í bókinni var Óskar nefndur "Spámaðurinn á fjallinu." 

Kynni mín við hann eru eitt það einstakasta sem á daga mína hefur drifið, Gísli á Uppsölum meðtalinn. 


mbl.is Engin ástæða til að gefast upp þótt hann blási aðeins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir lesendur þessa bloggs sem ekki hafið lesið bókina sem Ómar minnist á ættu að fara hið fyrsta á næsta bókasafn og ná sér í eintak. Kaflinn um Óskar er hrein snilld og hrein unun að lesa hann. Sérstaklega er kaflinn um samskipti Óskars og Ómars í Litlu-kaffistofunni eftirminnilegur (þrumuræðan). þetta var fyrsta bókin sem ég las eftir Ómar og eftir þau kynni þá náði ég mér í aðrar bækur sem hann hafði ritað og las mér til mikillar ánægju. Það hefir lítið verið fjallað um rithöfundinn Ómar Ragnarsson í gegnum tíðina, en af þessum kynnum er ljóst að þar fer afburða snjall penni. Ljósið yfir landinu er einnig stórkostleg bók sem ég hvet alla til að lesa og eins bókina Manga með svartan vanga.

Magnús Már Magnússon (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband