Að gera sér dagamun.

Vandamál vegna útblásturs á gróðurhúsalofttegundum verða ekki leyst á kappakstursbrautum því að sá útblástur sem þar er, en alveg örygglega innan við 0,0000% af útblæstri bifreiða í heiminum.

Vandamálið liggur nefnilega í hinum hversdagslega akstri og snatti sem bílar eru notaðir í.

Í heiminum eru nú um 700 milljónir bíla og notkun nokkur hundruð kappakstursbíla skiptir ekki nokkru máli í samaburði við það.

Og svo er það hávaðinn, sem nú á að gera útlægan af kappakstursbrautunum. 

Ég hef verið viðstaddur geimskot og akstur formúlu 1 bíls á flugbraut og einnig flugtak Concorde á sínum tíma. Í öllum tilfellum var það hávaðinn sem var eftirminnilegastur, ekki það sem ég sá.

Í stórkostlega vel gerðu atriði í myndinni Aviator þegar Howard Hughes brotlendir flugvél var það hávaðinn sem skildi mest eftir hjá bíógestinum. 

Hávaðinn, hljóðið, er eftirminnilegasta upplifunin sem ég hef af því að hafa hlekkst á í flugi hér í gamla daga og honum voru gerð listileg skil í atriðinu í Aviator.

Þess vegna er fráleitt að mínum dómi að eyðileggja þessa sterku upplifun þeirra sem horfa á Formúlu 1 keppnina. 

Boðorðin tíu voru sett fram fyrir þjóð sem þurfti að strita langan og strangan vinnudag til að hafa í sig og á. Tilgangur hvíldardagsins var sá að það gæti samt gert sér dagamun. 

Það á við á öllum tímum i að fólk eigi þess kost að gera sér dagamun, og  þess vegna á að fara varlega í það að taka það burt frá fólki sem þjónar þessum tilgangi. 

Og fráleitt er og ekki á rökum reist að það hafi nokkra minnstu þýðingu fyrir það að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda að minnka vélarnar í formúlubílunum. 


mbl.is Andvígur vistvænum mótorum í formúlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég menga ekki nema 0,00000000000000000000000001% á mínum tveimur bílum.

Er ég þá ekki stykkfrí?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 22:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei. Ég og þú daginn út og daginn inn í hversdagsumferðinni föllum undir hugtakið "margt smátt gerir eitt stórt", erum í hópi 700 milljóna bifreiðaeigenda heimsins.sparneytinn og lítt mengandi dísilbíl sem hann notar í 95% af akstri sínum. Svo á hann einn

Formúlan fellur undir hugtakið "örfátt stórt gerir eitt örlítið." 

Nefnum dæmi: Maður á lítinn, nýlegan, sparneytinn og lítið mengandi bíl sem hann notar í 95% af akstri sínum. Síðan á hann líka gamlan fjallabíl/fornbíl/húsbíl sem hann notar örsjaldan. Hann kemur nokkuð vel út í heildina.

Annar maður á nýlegan fjallabíl sem hann notar í allan akstur. Hann kemur ekki vel út í heildina. 

Ómar Ragnarsson, 17.3.2011 kl. 23:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tæknivilla skaut inn óþarfa aukaorðum aftast í löngu, næstefstu setningunni. "....sparneytinn......sínum. Svo á hann einn."

Ómar Ragnarsson, 17.3.2011 kl. 23:08

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Báðir bílarnir mínir eru sparneytnir díselbílar

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 23:26

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki hægt að taka eitthvert eitt út og segja að það teljist ekki með.

Allt telst með. Fólk þarf að koma sér að og frá formúlubrautunum o.s.f.v.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 23:28

6 identicon

Ómar minn, nú ertu kominn á hálan ís. “Örfátt stórt gerir eitt örlítið”. Samkvæmt þessari formúlu var það alveg í lagi, þegar útrásarvíkingarnir voru að skutla einni eða tveimur persónum til útlandi með einkaþotu. Það er mórallinn sem skiptir máli, en ekki prósent talan. Got it? En það er einmitt þetta hugarfar, sem kemur í veg fyrir jákvæð skref af frjálsum vilja. Ekkert gerist nema menn séu barðið eða sektaðir. Pyngjan stjórnar öllu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 23:44

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Var einu sinni staddur á seglskútu í alveg sérlega vitlausu verðri - og hvað er eftirminnilegast..?

Ekki kuldinn og þreytan, ekki brotnandi öldurnar, ekki vangavelturnar um hvern andskotann maður væri að gera þarna, heldur hávaðinn! Ýlfrið i reiðanum, slátturinn í böndunum og öskrandi sjávardynurinn...

Alveg geggjað

Haraldur Rafn Ingvason, 17.3.2011 kl. 23:44

8 identicon

Þetta með hávaðann er alveg rétt.

Hann getur virkað við vissar aðstæður eins og dýrasta tónlist.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 00:08

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég man reyndar eftir því að kunningi minn sem fór á formúli 1 í Englandi, sagði mér einmiit að hávaðinn hefði verið ótrúleg upplifun. Ég get alveg trúað því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2011 kl. 00:38

10 identicon

Ómar þekkir þá það svalasta,  - Duxford. Það er alveg ólýsanlegt þegar tugir af RR Merlin og RR Griffon flugvélahreyflum eru ræstir hver um annan þveran, kryddað með Allison, Wright, og Pratt & Witney....

Og svo þegar gefið er inn og farið í loftið!

Og Gunnar, - þú getur þá keyrt á repjuolíu

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 09:52

11 Smámynd: Einar Steinsson

Það má ekki gleyma mikilvægi kappaksturs í þróun bíla og bílvéla. Margar af mikilvægustu framförum í hönnun og smíði bíla verða til í kring um kappakstur og þar með talin tækni til að láta bíla eyða minna.

Eitt af vandamálunum með bíla og eyðslu er hve bílar hafa þyngst síðustu áratugina, þessi þyngdaraukning fer langt með að éta upp það hve nútímabílvélar nýta eldsneytið betur.

Dæmi:

Ég á tvo bíla frá sama framleiðanda smíðaðir með 26 ára millibili. Þeir teljast í svipuðum stærðarflokki (meðalstórir evrópskir fólksbílar). Sá gamli er Ford Taunus (voru seldir á Íslandi sem Cortina) árgerð 1976 og er 1035kg en sá nýrri Ford Mondeo árgerð 2002 og er 1520kg. Til að gæta allrar sanngirni þá er 2002 módelið station útgáfa og 1976 árgerðin af station hefði verið 1115kg. Munurinn er 405kg sem meðalstór evrópskur fólksbíll hefur bætt á sig á aldarfjórðungi.

Einar Steinsson, 18.3.2011 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband