19.3.2011 | 14:55
Langmesta verðmætið.
Gosið í Eyjafjallajökli og öll alþjóðlega umfjöllunin, sem af því hefur sprottið, er ein birtingarmynd þess gríðarlega verðmætis, sem íslensk náttúra felur í sér.
Hingað til lands komu tugir af virtustu fjölmiðlamönnum heims á meðan á gosinu stóð og hafa verið að fylgja því eftir síðan
Sem dæmi um fjölbreytnina sem hver staður býður upp á ætla ég að setja hér inn á bloggsíðuna mína mynd af Kverkfjöllum með Herðubreið í baksýn, en myndin sem fylgir fréttinni af greininni í Bild er þaðan.
Eina þjóðin sem virðist eiga erfitt með að skilja þetta erum við sjálf af því að við erum svo vön íslenskri náttúru og í gegnum aldirnar hafa náttúruöfl Íslands verið óvinurinn í huga þjóðarinnar.
Verðmæti íslenskrar náttúru á því miður langt í land með að fá þá viðurkenningu hjá þjóðinni, sem hefur varðveislu hennar á hendi, sem hún á skilið.
Þar er gríðarlega mikið verk óunnið og hugsanlega mun það taka of langan tíma ef bjarga á þeim verðmætum sem sótt er að
Fjalla um fegurð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Verðmæti íslenskrar náttúru á því miður langt í land með að fá þá viðurkenningu hjá þjóðinni,"
Þetta er hugarburður í þér, Ómar. En íslenskir öfganáttúruverndarsinnar eru duglegir að koma svona ranghugmyndum um íslensku þjóðina á framfæri, bæði hér heima og erlendis.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2011 kl. 16:22
"Verðmæti íslenskrar náttúru á því miður langt í land með að fá þá viðurkenningu hjá þjóðinni" Nei, Ómar ég tel að við öll virðum náttúru Íslands - landsins okkar - ekki bara þú og þitt góða fólk, en við nýtum okkar land vonandi vel með þínum vörnum og okkar atorku öllum til góða.Kv Gunnar
Gunnar Örn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 17:21
Ég gleymi því ekki þegar Guðmundur Páll Ólafsson, í sjónvarpsþætti, fletti í gegnum bók sína Hálendið í náttúru Íslands og byrjaði að rífa hverja blaðsíðuna af annari. Þetta gerði hann enda varla sú opna úr bókinni af ósnortnum svæðum sem ekki var eða verður virkjana pólitíkinni að bráð.
Menn spá því að ef við förum vel með landið þá fara tekjur vegna ferðamanna úr þeim 155 milljörðum nú í 310 milljarða eftir 10 ár.
Álið skilar 100 milljörðum nú með öllu en orkugeirinn skuldar 600 milljarða. Ef við gefum okkur að orkugeirinn borgi sitt á 24 árum þá situr eftir 75 milljarðar.
Á hvað skal veðjað?
Áframhaldandi skuldsetning og tímabundin þennsla vegna virkjanaframkvæmda er ekkert annað en afréttari.
Andrés Kristjánsson, 19.3.2011 kl. 17:31
Það á að nýta allt með skynsamlegum hætti. Eitt útilokar ekki annað, eins og haldið var fram af Náttúruverndarsamtökum Íslands, í skýrslu sem þeir gáfu út árið 2001, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnjúka.
Til skýrslugerðarinnar, sem var nokkuð viðamikil, fengu þeir "sérfræðinga" úr mörgum geirum atvinnulífsins. Þeir sérfæðingar seldu æru sínu með því að leggja nafn sitt við skýrsluna.
"Sérfræðingar" úr ferðamannageiranum sögðu í skýrslunni að vegna skaðaðs orðspors Íslands vegna framkvæmdarinnar, þá myndi ferðamönnum á Austurlandi fækka um 50% og um 20% á landinu öllu.
Hvar eru þessir "sérfræðingar" nú?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2011 kl. 18:19
Það er kosturinn við ferðamennskuna hún er dýnamísk. Hún hefur miklu stærri vaxtargetu en álið. Við getum ekki haldið áfram að markaðsetja í Ísland sem fallegt og ósnortið ef við virkjum öll fallvötn og öll hahitasvæði fyrir stóriðju.
Ef Ísland myndi ná til sín sama fjölda ferðamanna og Yellowstone national park þá myndi geirinn skila okkur 1000 milljörðum. Hvað vitum við hefðum við eitt sömu orku í að kynna landið eins og við eiddum í að rústa Kárahnjúka svæðinu.
Andrés Kristjánsson, 19.3.2011 kl. 18:30
Mér þykir miður að vera sammála Gunnari hér, það gerist ekki oft. En allt tal um vaxtagetu ferðamennsku er út úr korti. Landið þolir ekki endalausan vöxt það vita allir sem vilja rýna í þessar ferðamannatölur okkar. Landvörður á Hornströndum talar um að takmarka ferðamannafjölda, þar sem fjöldinn (sem þó er ekki nema 10.000) er of mikill fyrir viðkvæman gróður og gamlar gönguleiðir sem margar eru að hluta til að hverfa vegna ferðamannastraums eins undarlega og það hljómar. Búið er að banna alla umferð um þjóðgarðinn okkar nema fótgangandi (stærsti þjóðgarður í Evrópu) hver ætlar að labba þær vegalengdir sem þar eru í boði og hver á að passa allt fólkið á þessu svæði ef eitthvað kemur uppá? Ríkið leggur auk þess nánast ekkert í að búa til almennilega aðstöðu fyrir þá sem fara um landið, en setja þeim mun meiri kröfur á landeigendur. Svo var allt brjálað þegar einn landeigandinn sagði nei og lokaði á túristana þar sem hann gat ekki tryggt öryggi þeirra(voru að vísu aðrar ástæður en samt). En samkvæmt tölum þá eru þetta um 566.000 ferðamenn á ári 2009 langmestur hluti þessa hóps er í dagvistar-tveggja daga ferðalögum, meðal gisting nær þó 10 nóttum yfir sumarið. Halda menn að þetta geti samt vaxið endalaust. Hversu mikið halda menn að landið í raun þoli??? 1 milljón - 2 milljónir meira??? Það þarf umhverfismat við það að byggja upp aðstöðu fyrir þetta fólk með öllu því jarðraski og lýti á náttúruna sem framkvæmdirnar valda. En á svo bara að vona að þessi fjöldi láti sjá sig. En hvað ef fólk hættir að vilja koma hingað. Hvað þá? Hvert er plan b fyrir þá sem trúa á túrisman - ekki það að álsinnar eða aðrir virðast hafa eitthvað plan umfram skyndigróða og atkvæðaveiðar - hvað þá b-plan.
Valgeir , 19.3.2011 kl. 20:11
Sem starfskraftur í ferðamennsku fullyrði ég að landið þolir miklu meira, - margfalt reyndar. Það eina sem er við þolmörk er traffík á ákveðna staði á ákveðnum tímum. Á meðan er hver náttúruperlan á fætur annari í einsemd sinni.
Það er reyndar skömm hve erfitt hefur verið að nálgast kapítal í þetta, hlutirnir gerast of hægt. Þar á ég við aðstöðu, merkingar, göngustíga og varnir við átroðningsrofi.
Eldfjallaþjóðgarðurinn á Hawai tekur á móti hva...3 milljónum. Hann er bara örfá % af stærð Íslands. Þetta er sex sinnum meira en við tökum, - taktu nú 150 milljarða og margfaldaðu með 6......það eru 900.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 20:21
"Búið er að banna alla umferð um þjóðgarðinn okkar nema fótgangandi (stærsti þjóðgarður í Evrópu)"
Valgeir, -ert þú alveg rífandi galinn! Vegakerfi þjóðgarðsins takmarkar í engu þá ferðamennsku sem þar hefur verið stunduð af 99.5% þeirra sem garðinn sækja. Vissulega væri æskilegt að leyfa akstur um Vonarskarð en það er bitamunur en ekki fjár.
Sammála Jóni Loga, okkar vandamál er ekki af margir ferðamenn heldur metnaðarleysi og aumingjaskapur við utanumhald við fjölsótta ferðamannastaði.
Árlega koma 6 milljónir ferðamanna að skoða Old Faithful í Yellowstone. Þar er markviss umferðarstýring og hverasvæðið sjálft óskemmt af skipulagslausum átroðning a la Haukadalur.
Stormur (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 20:57
Sæll við skulum vernda það með öllum ráðum.
Sigurður Haraldsson, 19.3.2011 kl. 21:54
Það er óraunsætt að bera saman Yellowstone og Ísland.
Yellowstone er í miðju 320 miljón manna þjóðfélagi og þar er miklu skaplegra veðurfar en hér. Á Íslandi, einangraðri eyju í miðju N-Atlantshafi, er allra veðra von allt árið, sérstaklega á hálendinu.
Nú þegar horfir til vandræða á sumrin vegna skorts á hótelrými, því aukning ferðamanna hefur verið mikil undanfarin ár (þrátt fyrir Kárahnjúka) .
Fjárfestar halda samt að sér höndum við að byggja ný hótel vegna lélegrar nýtingar á ársgrundvelli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2011 kl. 22:20
... Og hættið svo að tala um að einhverju hafi verið "eytt" í Kárahnjúkaverkefnið. Landsvirkjun fjárfesti í eignum þar á eigin forsendum og ríkissjóður kom þar ekki nærri.
Pilsfaldakapitalistar úr ferðamannageiranum vilja hins vegar að ríkissjóður fjármagni gróðamöguleika þeirra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2011 kl. 22:24
@Gunnar Th. Gunnarsson
Hér síðast ferð þú villur vegar. Minni á að Ríkið er í ábyrgðum fyrir lánum Landsvirkjunar og reyndar var Reykjavíkurborg og Akureyri það líka. Þannig að Ríkið kemur að þessu eins og varðandi Icesave þar sem ríkið ábyrgist að Innistæðurtrygginarsjóður ráði við að greiða af þeim lánum sem hann fær.
Svo þessir brandarar með að ferðaþjónusta geti ekki aukist. Bið menn t.d. um að skoða lönd sem við erum að heimsækja eins og t.d. Tenerife. Þar koma milljónir. Og þetta vita menn. Af hverju halda menn að nærri einu byggingarframkvæmdir í dag séu í Hótelum og ferðaþjónustu hjá bændum. Nú síðast var verið að ákveða að breyta Slipphúsinu í Hótel og turninum í Borgartúni/Höfðatúni.
Það sem vantar er skipulagt aðgengi að mörgum af fallegum túristastöðum þannig að átroðningurinn skemmi ekki út frá sér. Eins að ná af ferðamönnum meiri peningum með því að skapa á fleiri stöðum verslun og þjónustu við trúrista nálægt viðkomustöðum þeirra. Og rukka inn á staði eins og Gullfoss og Geysi til að halda þessum stöðum við.
Magnús Helgi Björgvinsson, 20.3.2011 kl. 06:50
Haha, ég hélt að ég myndi nú ekki lifa þann dag að vera sammála Magnúsi Helga um eitthvað, en viti menn.
Þetta með ríkisábyrgðina hef ég nefnt við Gunnar áður, svo og afleiðingar hennar sem voru m.a. að hafa tregara með "aðra nýsköpun", eða "eðlilega nýsköpun" eins og einn bankasnillinn orðaði það.
Svo er það líka rétt að það er alger brandari með að ferðaþjónustan geti ekki aukist. Hún á sér stað á afar afmörkuðum tíma og að mestu á sömu svæðunum. Ég get nefnt það, að kona mín er að taka að sér gönguferðir í með leiðsögn. Hún er spottakorn frá hringvegi, og þar sem upp er lagt má fara á hvaða bílaleigupútu sem er, en engu að síður er hún að ganga gullfallegar leiðir þar sem ekki er nokkra sálu að sjá.
Við erum ábyggilega ekki að sýna nema örfá % af okkar náttúruperlum.
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 09:40
Fegurðarskyn hjá Íslandsmann hefur löngum miðast við það sem gefið gæti magafylli. T.d eru ekki margir áratugir síðan almennt þótti forljótt á Arnarstapa undir Jökli. Og ástæðan var sú að þar var lítt grasgefið. Því meira gras -því meiri fegurð. Ljótipollur á Landmannaafrétti - nafngiftin lýsir ekki þeirri fegurð sem tugþúsundir dást að á okkar tímum. Enginn fiskur veiddist þarna eins og í t.d Veiðivötnum sem þóttu fegurðin ein . Það veiddist svo mikill og góður fiskur þar. Þar var því fallegt. Og nú sjá margir fegurðina í stórum uppstöðulónum og risavirkjunum. Það er talið tryggja örugga magafylli... Því meir sem hlutirnir breytast því meira eru þeir eins...eða þannig.
Sævar Helgason, 20.3.2011 kl. 10:24
"Minni á að Ríkið er í ábyrgðum fyrir lánum Landsvirkjunar og reyndar var Reykjavíkurborg og Akureyri það líka"
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkkur og Framsókn hafi selt 44.5% hlut sinn á 30 milljarða (sem er eitthvað undarleg upphæð í ljósi ársreikninga LV, önnur saga og vitlausari) situr borgin enn með ábyrgðir vegna Kárahnjúkavirkjunar. 110 milljarðar. Landsvirkjun var svo fjarri því að fjármagna þetta á eigin forsendum
www.rvk.is/.../010909_6.mal_Tillaga_V_og_S_um_endurmat_a_abyrgdargjaldi_Landsvirkjunar.pdf
Andrés Kristjánsson, 20.3.2011 kl. 10:56
Þið kjósið að kalla eignarhald opinberra aðila á hagkvæmu fyrirtæki, að vera "í ábyrgð".
Það er auðvitað ekki rangt hjá ykkur, en það er líka hægt að orða það svo, að ríkið eignist arðbæra fjárfestingu.
Ferðamannaiðnaðurinn er örugglega vannýtt auðlind, en það var samt í fréttum um daginn að vandamálið í dag sé vannýting hótelrýmis á veturna, en vöntun á því á sumrin, sérstaklega á Suður og Vesturlandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2011 kl. 13:10
Vandamálið er líka það að álagið er á örfáa staði meðan aðrir eru algerlega vanræktir.
Dæmi: Fossarnir stóru sem þurrkaðir verða upp ef Norðlingaölduveita verður að veruleika.
Ef aðgengi að þeim væri gott myndu margir ferðamenn geta bætt þeim við í ferðaáætlun sína um Friðland að Fjallabaki og þar með myndi ferðamannasvæðið verða stærra.
Í mati hópsins, sem innan Rammaáætlunar fjallar um áhrif virkjana á ferðaþjónustu, er gildi þessara fossa, þar sem tveir eru jafnokar Gullfos, talið mjög lítil varðandi ferðaþjónustu, vegna þess að svo fáir hafi séð þá fram að þessu!
Ef þetta viðmið væri notað um virkjunina, sem taka mun þessa fossa í burtu, myndi það vera áætlað núll, af því að enginn hafi séð neitt rafmagn koma frá henni fram að þessu!
En þetta gerir hópurinn ekki: Hann telur virkjunina mikils virði á þeim forsendum, að rafmagn frá henni myndi verða verðmætt ef ástandinu yrði breytt, en ferðamöguleikana nær enga af því að ástandinu varðandi þá hefur ekki verið breytt.
Ómar Ragnarsson, 20.3.2011 kl. 13:37
Þá mætti kannski virkja Skógá. Allir þekkja Skógafoss, en færri hina 13 sem eru fyrir ofan....
Og svo er nóg af ónýttum túristasvæðum sem mætti bora í og tappa af peningalyktinni inná túrbó.
Annars er það umhugsunarefni út af fyrir sig hvers vegna hið opinbera vill vera stoltur eigandi og ábekingur af orkusölufyrirtæki frekar en hluthafi í vaxandi ferðaþjónustu.
Hún vex furðu vel undir sjálfri sér, en möguleikarnir yrðu margfaldir með smá þolinmóðu fjármagni...
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 14:36
Það eru nú áhöld um það að ferðaþjónustan vaxi undir sjálfri sér. Slóð gjaldþrota er óvíða skýrari en úr ferðaþjónustugeiranum.
Þetta er erfiður bissness og áhættan er mikil. Svo er það hið sér-íslenska fyrirbrigði, að fara af stað í fjárfestingar, án þess að eiga nokkurt eigið fé. Arðurinn fer fyrir lítið ef hann stendur ekki undir fjármagnskostnaði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2011 kl. 14:55
Þetta hef ég ekki heyrt. Slóð gjaldþrota er reyndar mjög skýr úr byggingageiranum nýverið, svo og þjónustugeiranum.
Hún vex, og ef það er ekki af sjálfsdáðum, þá máttu benda mér á stuðningspottinn sem hjálpar svona mikið...
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 18:08
Byggingageirinn... hárrétt, Jón Logi.
"Svo má böl bæta, að benda á eitthvað annað"
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2011 kl. 05:24
Og hvað meinar þú með því kallinn? Ég er kannski svo sjóndapur að missa af botnlausri gjaldþrotaslóð hinnar sjálfsamanskreppandi ferðaþjónustu landans....
"Eiithvað annað" bætir ei böl, en forðast skal að reyna að fela aðalatriði undir hatti sem heitir "eitthvað annað".
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.