Reagan lét plaffa á hann, Obama varla.

Ronald Reagan lét ráðast beint á Gaddafi á sínum tíma og meðal þeirra sem féllu var fósturdóttir hans, ef ég man rétt.

Gaddafi sjálfur slapp en fyrir Araba er það mikið áfall að geta ekki varið heimili sitt og fjölskuldu og eftir hana breytti Gaddafi um hegðun og lét af mesta gassaganginum. 

Árásin á Reaganstímanum misheppnaðist að vísu hvað það snerti að drepa Gaddafi sjálfan og allt til þessa dags hefur hann því leikið lausum hala eftir því sem hann hefur haft þor til. 

Honum tókst af klókindum að slaka það mikið á andspyrnu sinni gegn vestrænum ríkjum, að hann fékk viðskiptabanni Sameinu þjóðarnna aflétt árið 2003. 

Síðan þá hefur hann notað sér þessa bættu aðstöðu óspart í tengslum við olíuframleiðslu landsins og tókst meira að segja með blekkingum að fá látinn lausan hryðjuverkamann, sem bar ábyrgð á sprengingu farþegaþotu yfir Lockerby, á þeim forsendum að hann væri við dauðans dyr vegna banvæns krabbameins. 

Kauðanum var tekið sem þjóðhetju þegar heim kom og ekki vitað annað en að hann sé frískur vel. 

Bein árás á Gaddafi myndi varla kála honum núna en valda skaðlegu og óþörfu mannfalli.

Allt dráp á óbreyttum borgurum mun stórskaða aðgerðir bandamanna, því að aðgerðir þeirra eiga að miða að því að bjarga lífi borgaranna en ekki að tortíma því.

Obama mun því varla feta í fótspor kúrekamyndaleikarans byssuglaða. 


mbl.is Áköf loftvarnaskothríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband