21.3.2011 | 09:11
"Reynsluheimur", umhverfi og menning.
Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur varðandi hlutdeild erlends sjónvarpsefnis í dagskrá Sjónvarpsins kemur glögglega í ljós að það efni sem rímar best við "reynsluheim" Íslendinga, umhverfi okkar, þjóðhagi og menningu, er vinsælast að öðru jöfnu.
Ekki er svo að sjá að með í svarinu hafi fylgt hvað viðkomandi efni kostaði, og kann skýringin á hinni miklu hlutdeild bandarísks sjónvarpsefnis að vera sú að það sé ódýrara en hið norræna.
Á fyrstu árum sjónvarps fengu Íslendingar mikið sjónvarpsefni á vildarkjörum frá Norðurlöndunum í gegnum samstarf norrænu þjóðanna í Nordvision. Byggðist það það þá á "vöruskiptum", þannig að við lögðum Nordvision í té íslenskt efni á móti efni hinna Norðurlandaþjóðanna.
Alla tíð hefur hlutdeild engilsaxnesks efnis verið mjög stór í sjónvarpi hér á landi, og byggist það á hinni yfir sterku hefð og stöðu í kvikmyndaiðnaðiðum sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa haft allt frá árdaga kvikmynda.
Þótt þjóðhagir, reynsluheimur, umhverfi og menning ráði miklu um það hvað fólk vill sjá má það ekki hafa það í för með sér að valið á bandarísku og bresku efni verið nánast sjálfvirkt, heldur verður að huga vel að því besta sem kemur annars staðar frá.
Á 21. öldinni er mjög brýnt að heimsmynd okkar sé ekki brengluð af heimóttarskap.
Mér koma til dæmis í hug tveir franskir heimildarþættir um olíumál heimsins, sem voru sýndir nýlega í Sjónvarpinu. Þeir voru svo góðir, fræðandi og bjuggu yfir svo nauðsynlegum upplýsingum fyrir nútímafólk, að þeir ættu að vera skylduefni að horfa á.
Lítill en vinsæll hlutur norræns efnis í RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er búinn að vera búsettur í Danmörku nú í tæp 5 ár og þvílíkur munur á innlendri framleiðslu DR (danska RÚV) og því sem maður átti að venjast á Íslandi. Hér eru danskir þættir á hverju einasta kvöldi, ýmist afþreyingar-, neyenda- eða fréttatefni. Ég hef ekki gert nákvæma úttekt á því en ég myndi áætla að frá kl. 18 á kvöldin og til miðnættis séu a.m.k. 1/3 hluti tímans með dönsku efni. Ég veit það er dýrara en að kaupa bara tilbúið amerískt dót en er ekki kominn tími til að gera RUV kleift að sinna hlutverki sínu sem fyrirtæki í almannaþjónustu?
Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.