21.3.2011 | 21:27
Í anda eldri Bush.
George Bush eldri sýndi mikla lipurð og kænsku þegar hann fór í Flóastríðið 1991 með stuðningi alþjóðasamfélagsins. Það var ekki takmark í sjálfu sér í þeirri herför að drepa Saddam Hussein eða fangelsa hann heldur einungis að reka Íraksher út úr Kuweit.
Bush tók mark á þeim ráðgjöfum sínum sem réðu honum frá því að halda herförinni áfram og leggja Írak undir sig eftir að hafa gereytt íraska hernum.
Þeir spáðu því að ef það yrði gert myndu Bandaríkjamenn í fyrsta lagi ganga lengra en alþjóðasamfélagið samþykkti og í öðru lagi flækjast inn í erfið innanríkismál í Írak sem gætu reynst óleysanleg og dýrkeypt.
Allt of mikil áhætta væri tekin með þessu.
Bush yngri fór þveröfugt að, gerði það að aðalatriði að handsama Saddam Hussein og drepa hann og neytti allra bragða til að finna ástæður til þess arna með því að fullyrða að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum.
Það reyndist blekking sem og það að þetta yrði stutt herför.
Innrásin var í raun á skjön við ályktun Öryggisráðsins og nú, átta árum eftir innrásina, eru Kanarnir enn í Írak og komast þaðan ekki að svo komnu, hvað sem síðar verður.
Ekki er ólíklegt að töfin á því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun, sem Rússar, Þjóðverjar og Kínverjar brygðu ekki fæti fyrir, hafi stafað af því að fara svipaðar leiðir og Bush eldri gerði, að fullvissa þessar þjóðir um að hernaðaraðgerðirnar yrðu af þeim toga sem Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsir þar sem hann er staddur í St. Pétursborg í Rússlandi.
Æðsti draumur Bush yngri var uppfylltur þegar sjónvarpað var frá því þegar Saddam Hussein var dreginn úr holu sinni og sagt í dæmigerðum vestrastíl: "We´ve got him!"
Skynsamlegt er hjá Obama, ef hans æðsti draumur er ekki af þessum toga, heldur aðeins það að Líbíumenn sjálfir skuli útkljá sín mál á lýðræðislegan hátt.
P.S. Vegna athugasemdar væri kannski réttara að síðasta setningin hér að ofan væri svona:
Ef æðsti draumur Obama er ekki af þessum toga, heldur aðeins það að Líbíumenn útkljái mál sín á lýðræðislegan hátt, er það skynsamlegt hjá Bandaríkjaforseta.
Þjóðin ákveði framtíð Gaddafis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðasta setningin endaði ekki eins og ég hafði gert ráð fyrir;
"Skynsamlegt er hjá Obama, ef hans æðsti draumur er ekki af þessum toga, heldur aðeins það að Líbýumenn sjálfir dragi Gaddafi úr holu sinni".
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 22:00
Nú ætla ég að segja þér til syndana Ómar, farðu á þessa síðu og skoðaðu þann hildarleik sem þú ert að tala um.
http://mindprod.com/politics/iraqwarpix.html
George Bush hin eldri fór ekki inn í Irak, vegna þess að Írakar áttu efnavopn sem mátti nota í landhernaði. Það voru þessi vopn sem þeir notuðu í stríðinu við Íran. Þú ættir að fara í fréttirnar hjá RÚV og skoða þá fréttaskýringu sem frakkar gerðu við þessa "frægu" árás, sem varð um 7000 mans að bana við landamæri Íraks og Íran.
George Bush, hinn eldri lamaði Írösku þjóðina. Setti hana í herkví og svelti í 13 ár. Að 13 árum liðnum, var hin svokallaði "shelf time" fyrir þessa efnavopn liðinn. Þau voru ónothæf, og þjóðin gersamlega berskjölduð fyrir árás. Á þessum tíma hafa um ein miljón manns, verið frelsuð af bandaríkjamönnum ... frelsaðir frá lífinu. Þetta er allt saman afsakað, með því að segja að þessi 7000 manns hafi verið miljónir.
Bandaríkjamenn eru Rómaveldi nútímans. Danir, Norðmenn og Svíar eru hinir germönsku gengilbeinur þeirra. Þeir eru að myrða fólk og þjóðir. Stór hluti af þeim "innanríkiserjum" sem á sér stað, innan landamæra þessara þjóða, þar á meðal Lýbíu, á sér stað vegna þess að bandaríkjamenn eru með "insurgents" í þessum héruðum. Þetta eru ekki mótmælendur í Lýbíu, frekar en í Írak ... þar sem 100 manns voru á torgi, og allir voru bandarískir hermenn og engir Írakar við verið. Þetta er ekki Egyptaland eða Túnis, sem um er að ræða.
Miljónir manna deyja drottni sínum, fyrir handbendi hins nútíma handbendi djöfulsins eða nútíma rómarveldið. Og þið þarna sitjið á bekk, og horfið á þennan hildarleik og haldið að allir sem sitja í skýlum og deyja eru allir handbendi einhvers ímyndað óvinar. Khadaffi, hver er hann? einhver pörupiltur sem Bandaríkjamenn segja að er ljótur kall? Eru bandaríkjamenn Guð, og eru orð þeirra lög? Nei. Þið eruð að endurspegla heigulshátt manna, sem fylgja sigurvegaranum að orðum og segið ekkert á móti. Drepum þennan eina mann ... fyrir mörgum árum síðan Ómar Ragnarsson, fóru Englendingar og Bandaríkjamenn í sprengjuför yfir Lýbíu og drápu þar barn hans. Finnst þér það í lagi? að senda sprengjuvélar og drepa börn annarra?
Það kemur sá dagur, að það skiptir um vindátt ... og rikið blæs yfir ykkur á fróni. Ef ég væri í ykkar sporum, myndi ég reyna að skapa mér svolítið betri heimssýn, en þá sem þið hafið nú.
Lýbía, selur kínverjum eldsneyti, sem er mjög ódýrt í kína. Ódýrasta eldsneytið, en með því að loka fyrir Lýbíu, og ná yfirráðum þar, mun það skipta sköpum fyrir Norður-Kóreu. Þessi lönd munu líka svelta, og deyja drottni sínum ... í miljóna tali.
Hvenær heldur þú, Ómar Ragnarsson ... að allar þessar miljónir manna sem er verið að drepa í nafni frelsis og jesus, vegi upp á móti þessum #$%! 6 miljónum gyðinga í síðari heimstyrjöldinni, áður en menn rísa upp og segja "stop!". Eru þessar 6 miljónir svo mikilvægar, að það megi útrýma mankyninu fyrir þá? eða því næst? Hvenær er nóg, orðið nóg?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 22:37
Meira bullið í þér Bjarne. Búinn að sullast einum of í samsæriskenningum kannski?
George Bush fór ekki inn í Írak vegna þess að fjölþjóðaliðið studdi það ekki. Sagan segir okkur hins vegar að þetta voru mistök, því Hussein gat leikið sama leikinn og Hitler, og talað um Írak sem ósigraða þjóð, þar sem hinir þorðu ekki.
13 ár í viðskiptaþvingunum (og af hverju voru þær?) breyttu því heldur ekki að það kom ágætlega inn í ríkiskassann sem Hussein sat á, bjó til sjóði, byggði hallir, keypti vopn, drap mann og annan, og reif kjaft, kenndi svo hinum um hungurdauða í sínu eigin landi.
7000 af hinum gasdauðu eru þeir einu 7000 sem vitað er um með vissu, En þú gleymir að minnast á þann fjölda sem hvarf og var kálað á tíma kallsins. Og by the way,þessi 7000 voru óbreyttir borgarar, konur, börn, og gamlingar í miklum hluta. Flestir þeir sem sultu og dóu úr sjúkdómum voru svo og sjúkir, börn og mæður.
Gaddafi er meira en pörupiltur, - hann studdi lengi með fé, skipulagi og vopnum, þau samtök sem hafa það í öndvegi að drepa endilega bara helst óbreytta borgara, t.d. farþega, fólk á samkomum, og svo náttúrulega þurfti kall að sinna sínum "hreinsunum". Það féll jú víst barn þegar sprengja merkt kallinum sprakk of nálægt, en hann lét nokk af pöruskap sínum fyrir vikið. Nokk víst er það að bombu þeirri var ekki beint að barninu.
Gaddafí selur mjög mikið eldsneyti til Evrópu, og það er ekkert víst að Evrópu bíði betri tímar í orkuaðgengi eftir fall hans. Hann þurfti nefnilega að vera sætur í viðskiptum til að kaupa sér smá góðvild, en fór bara of langt með hana. Þó ekki lengra en svo að gróðinn var mikill, enda kallin líkur Hussein í þeim einbeitta vilja að koma nógu miklu fé undir útblástursrörið á sjálfum sér.
Ekki átta ég mig á því hvar þú dregur svo helför Gyðinga inn í þetta samhengi, enda hefur lítið heyrst af erindum þeirra við Líbýumenn. Hitt er annars víst, að mannkynið hefur aldrei verið mannfleira, og Líbýu bíða nokkuð góðir tímar ef að olíugróðinn er notaður uppbyggilega frekar en til niðurrifs og svalls.
Þag gætu margir lært af sheikinum í Dubai. Hann sleppir skriðdrekaverslun og almennu alþjóða-abbi, en reynir að fjárfesta í einhverju sem getur tekið við þegar hættir að koma svartagull úr krananum....
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.